Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Síða 25
----Sæmdur--- SILFURÞORSKI Arinbjörn Sigurðsson, skipstjóri, til vinstri og Einar Sigurðsson, útgerðarmaður Nýlega sæmdi Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, Arinbjörn Sigurðsson, skipstjóra á togaranum „Sigurði“, silfurþorski í tilefni þess, að Arinbjörn var aflahæstur íslenzkra togaraskipstjóra árin 1968, 1969 og 1970. Arinbjörn Sigurðsson hefur verið skipstjóri á „Sigurði“ í fjögur ár. Fyrsta árið, 1967, veiddi hann 4470 tonn og var þá annar aflahæsti togaraskipstjórinn, en síðan hefur hann, sem fyrr segir, skipað efsta sætið; 1968 með 4408 tonn, 1969 með 4734 tonn og 1970 landaði hann 4889 tonnum. Silfurþorskinn, sem Arinbjörn hlaut, smíðaði Hreinn M. Jóhannesson. Einar Sigurðsson á skilið þakkir fyrir þetta framtak sitt að vera fyrst- ur til að sýna dugmiklum skipstjóra sínum opinberan virðingarvott. Er- lendis tíðkast þetta og þykir mikil virðing hjá Bretum, þegar skipstjóri fær silfurþorsk að verðlaunum fyrir að landa mestum afla á land. Þennan sið eigum við að taka upp hér og heiðra duglegustu skip- stjóra okkar t. d. á sjómannadaginn ár hvert. Áreiðanlega verður góður skipstjóri enn um langt sinn íslenzku þjóð- ö inni gulls ígildi. ö VlKINGUR 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.