Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 32
„Eg hefi fengið upplýst, að áhöfnin á Mary Deare fékk land- leyfi og allan tímann var Torre Annunziata eitt ljóshaf og vind- urnar voru í gangi. Mér skilst að skrifleg skýrsla varðandi þetta atriði verði lögð fram síðar og í henni verði stað- fest af opinberum embættis- manni, sem fengið hafði upplýs- ingar frá skipstjóranum á Torre Annunziata, að þurft hafi að hagræða farminum vegna stál- röra, sem þurfti að lesta. Eg hef hug á að vita, hr. dóm- ari, hvort vitnið hafi heyrt nokk- urn af yfirmönnunum um borð minnast á þetta, eftir að hann kom á skipið, hvort það hafi gef- ið nokkuð tilefni til athugasemda. Spurningin var lögð fyrir Patch, sem svaraði samstundis, að Rice hefði drepið á þetta, en þá hefði hann ekkert fest hugann við það. „En það gjörið þér nú?“ spurði Sir Lionel. „Já“, svaraði Patch. „Aðeins ein spurning enn, hr. dómari: „Getur vitnið upplýst, hvort Dellimare lét nokkru sinni orð falla varðandi farminn? Þegar svar Patch var neikvætt, sagði Sir Lionel: „Heyrðuð þér aldrei á það minnst frá neinum öðrum, að farmurinn gæti verið annar en sá, sem farmskráin bar með sér?“ „Nei“. „Ég ætla að umorða spurn- ingu mína: Skip er jú lítið samfélag manna og í slíkum lokuðum félags- skap upplýsast ýmsir hlutir, þeg- ar vínið losar um talfærin. Heyrð- uð þér nokkurn orðróm um farm- inn eftir að þér komuð um borð ?“ „Það voru einhverjir, sem héldu, að við værum með sprengi- efnafarm, svaraði Patch. — Og orðrómurinn lét sig ekki þrátt fyrir að ég hengdi upp afrit að farmskránni hjá skipverjunum“. „Þér tölduð, að það gæti reynzt hættulegt, ef skipverjar trúðu 84 því að undir fótum þeirra væri geymt magn af sprengiefni ?“ „Ég taldi það“. „Vegna þeirrar skipshafnar, sem um borð var?“ „Já“. „Álítið þér, að þessi orðrómur nægði til þess að valda uppþoti hjá skipverjum strax og eldur varð laus?“ „Sennilega“. „Staðreynd er, að Rice til- kynnti að brotizt hefði út upp- þot“, sagði Sir Lionel, sem nú hallaði sér fram og starði á Patch. „Hvernig gat svo óvenjulegur orðrómur breiðst um skipið?“ Patch leit ósjálfrátt á vitnin: „Ég held að Higgins hafi aldrei verið sannfærður ,um að við flyttum þann farm, sem skjal- festur var“. „Hélt hann að það væri sprengiefni? Hvað kom honum til að halda það?“ „Ég veit ekki“. „Spurðuð þér hann?“ „Já, það gerði ég“. „Hvenær?“ „Þegar við höfðum siglt fram- hjá Quessant". „Og hverju svaraði hann?“ „Hann neitaði að svara“. „Segið mér svar hans orðrétt“. „Hann svaraði, að svo fj.... gæti ég reynt að toga svarið út úr Taggart eða Dellimare og láta vera að skaprauna sér“. „Þeir voru þá báðir dauðir“. „Þökk“. Sir Lionel settist gætilega nið- ur. Bowen-Lodge leit á klukkuna og sleit réttinum. „Klukkan tvö, herrar mínir“. Þegar ég sneri mér við til að ganga út, sá ég, að frú Patric hafði setið fyrir aftan mig, hægra megin. Hún þekkti mig og brosti dauflega til mín. Andlit hennar var þrútið og fölt undir farvan- um og hún var rauðeygð. Gundersen var þar einnig. Hann hafði setið við hlið henn- ar, en nú gekk hann eftir bekkja- röðinni/ og gaf sig á tal við Higg- ins. Hún gekk ein út. „Hvaða kvensnipt var þetta?“ spurði Hall. Einn af eigendumí Mary Deare, ég held, að hún hafi búið með Dellimare". Útifyrir skein sólin, eftir regn- skúr og það snart mig næstum óþægilega að sjá fólk; venjulegt fólk, sem enga hugmynd hafði um Mary Deare, hraða sér fram og aftur í dagsins önn. Patch stóð einn á gangstéttar- brúninni. Hann beið eftir mér og gekk í veg fyrir mig. „Ég þarf að segja eitt orð við yður, Sands. Röddin var hás; hann hafði talað lengi og andlitið lýsti inni- byrgðum skaphita: „Þér sögðuð mér að báturinn yðar yrði ekki tilbúinn fyrr en í mánaðarlokin?" „Já“, svaraði ég. „Hann varð tilbúinn viku áður en ég bjóst við“. „Hversvegna létuð þér mig ekki vita ?“ „Ég kom niður að skipastöð- inni á miðvikudag, en þá voruð þér farinn. „Hversvegna .... Hið eina, sem mig vantaði var einn dagur; aðeins einn dagur þarna úti?“ „Hann starði á mig og gnísti tönnum: „Skiljið þér ekki .... aðeins að kanna lestina og ég mundi vita það. Þá mundi ég hafa verið fær um að segja sannleik- ann. En eins og nú er komið ...“ Augnaráð hans var flöktandi, eins og hahn væri hundeltur og vissi ekki hvert halda skyldi. „Eins og nú er komið, veit ég fjárann ekkert hvað ég segi, eða hvernig gildru ég sjálfur er fall- inn í. Einn dagur; það var allt, sem ég óskaði“. „Þér sögðuð mér þetta ekki“, svaraði ég.“ En í það minnsta vitið þér, að slík skoðun verður að framkvæm- ast af yfirvöldunum". En reyndar skildi ég vel, að hann óskaði aðeins eftir að full- vissa sig um, að grunur hans væri réttmætur. „Þetta fer alltsaman vel“, sagði . ég sannfærandi. „Eg vona að þér verðið sann- spár“, hvæsti hann. „Það veit Guð ég vona það“. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.