Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Síða 6
þörung-a í nefndri röð væntanlega eftir bragði, og svo hefir maðurinn gert. Hér á landi mætti sennilega afla yfir 100 tonna af þurrum sölvum og selja innanlands og utan, svo sem Kanadamenn og fleiri gera. Sölva tínsla og þurrkun er mjög arðvænleg, en hún er óðum að glæðast hér aftur. Helztu sölvastaðirnir eru við Eyrarbakka og Stokkseyri, í Vest- mannaeyjum, við Tjaldarnes í Dalasýslu, í Papey og víðar. Á öllum þessum stöðum er gróskumikill þörungagróður. Á Eyrarbakka og Stokkseyri hefir tvívegis hafizt vinnsla fóðurbætis úr klóþangi (1939—41 og 1959—62) með góðum árangri. 1 fyrra skiptið var þurrkað við jarðhita í Hveragerði, en heimsstyrjöldin stöðvaði rekstur- inn. í síðara skiptið var þangið þurrkað í fiskimjölsþurrkara, en þang- vinnslan stöðvaðist m. a. vegna manneklu, sem stafaði af mikilli vinnu við fiskverkun, en af sömu ástæðum hefir þangmjölsvinnslan enn ekki hafizt á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sömu sögu er að segja frá Noregi, en þar fara menn frekar á sjó en að skera þang þótt jafngóð laun ef ekki betri fengjust við þangvinnsluna. Við Eyrarbakka og Stokkseyri mætti vinna um 2.000 tonn af þangmjöli á ári af tæplega 10 km langri strönd, en ef jarðhiti fengist ofan byggða við þangströndina kæmi mjög til greina að þurrka jafnframt þanginu gras af flæðiengjum austan Ölfusár. Þessa möguleika kannaði ég 1968—70. Nú mun rætt um að hefja þangmjöls- vinnslu (ásamt heykögglaframleiðslu) í nýrri þurrkstöð í Dalasýslu með olíu sem orkugjafa. Gróf könnun og áætlanir, sem ég gerði 1970, sýna að ná megi allt að 2.000 tonnum af þurru þangi á ári á um 40 km strand- lengju og álíka miklu magni af nálægum eyjum og nesum. Hins vegar er fyrirhugað eftir áralangar rannsóknir að hefja þurrkun á þangi ásamt þara og væntanlega einnig á grasi við jarðhita að Reykhólum, á Reykja- nesi, norðan Breiðafjarðar. Að Reykhólum ætti að verða hægt að þurrka allt nýtanlegt magn á norðanverðum Breiðafirði við jarðhita, og mætti nota til þess fjölþrepa færibandaþurrkara, eftir þeirri hugmynd, sem lagður var grundvöllur að 1960 og reynd hefir verið þrívegis síðan 1966 að Reykhólum. Slík þurrktæki væri hægt að smíða hér á landi. Það hefir sýnt sig að þurrka má þang í gömlum, niðurgreiddum fiski- mjölsþurrkurum á hagkvæman máta, ef ekki er um mjög langa flutninga á fersku þanginu að ræða. Slíkt þangmjöl kæmi jafnvel til greina' að flytja utan. I nýju þurrktæki er þangvinnsla á mörkum að borga sig, nema að mjög góð nýting sé á tækjum og markaðir nægir innanlands. Sjálfsagt er að þurrka gras ásamt þangi og þara, ef hráefni er fyrir hendi, en það er mín skoðun, að heykögglavinnsla verði hér aðeins rekin í litlu magni, þótt hún eigi meiri rétt á sér en innfluttur fóðurbætir. Væntanlega átta Islendingar sig fljótt á því, að leggja verður áherzlu á framleiðslu fyrsta flokks heyfóðurs, sem hægt er, samkvæmt nýlegum kostnaðaráætlunum, sem ég gerði á vegum Ágústar Jónssonar rafvirkja- meistara, að framleiða með nútíma tækni, með og jafnvel án olíu fyrir sama meðalframleiðsluverð og er á vállþurrkuðu heyi. Tii þess þarf að kaupa rétt tæki og nota þáu tæki rétt, sém nú eru til í landinu. Mikilvægi jarðvarmans Þegar rætt er um þurrkun hér á landi má ekki gleyma jarðvarmanum, en hann ætti að beizla á sem flestum stöðum á landinu, en lághitavarmi er að líkindum mun verðmætari en háhitavarmi, svo notuð séu orð Isleifs Jónssonar verkfræðings, en háhitafrek stóriðja myndi og skila lághita varma. Við Islendingar getum hvenær sem er hafið þurrkun við jarðvarma 338 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.