Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 13
fióum, þó farin hafi verið einn
leiðangur í því skyni á síðast
liðnu ári.
NOKKRAR NIÐURSTÖÐUR
LOÐNURANNSÓKNA
Þessi grein er mjög athyglis-
verð. í henni stendur meðal ann-
ars, með hliðsjón af rannsóknum:
Að ljóst sé að allmikið loðnumagn
muni ganga til hrygningar við
suðurströndina á næsta ári og
hrygningin hafi tekizt vel árið
1969. En athyglisverðasta í þess-
ari grein e rþað að spáð er góðri
loðnuveiði árið 1971 og 1972.
Þetta eru gleðileg tíðindi og færi
betur, ef spáð væri um fleiri
fiskitegundir. Þó við íslendingar
séum stórtækir í okkar fiski-
stofna, virðist þessi fiskur eiga
eftir að færa okkur mikla björg
í bú á næstu árum. En ég held
að meira mætti fylgjast með upp-
vexti loðnunnar í fjörðum og
flóum en gert er.
RANNSÓKNIR Á
UNGFISKMAGNI
I þessari grein er minnst á
nýja aðferð til könnunar á fisk-
ungviði. Norðmenn byrjuðu með
hana árið 1963. Frá því 1965
hafa árlega farið fram sameigin-
legar rannsóknir Englendinga,
Norðmanna og Rússa í Barents-
hafi. Þessi aðferð hefur reynzt
vel til upplýsinga um magn ung-
fisks. Islendingar hafa tekið
þátt í þessum rannsóknum í tvö
ár og ættum við íslendingar að
vænta mikils árangurs af þess-
um rannsóknum næstu árin.
Fleiri greinar eru í þessu riti,
t. d. veiðafærarannsóknir og
rækjuleit. Ég skora á sjómenn
að kynna sér þetta rit, sem kemur
út árlega. Vænti ég þess, að það
sé fáanlegt hjá Hafrannsóknar-
stofnuninni.
S. Ó. S.
NÝLEGA var nýju skipi hleypt
af stokkunum hjá Búsumer
Werft í Þýzkalandi.
Var skipið skírt Hvassafell
og er í eigu Skipadeildar SÍS.
Þetta er þriðja skipið á þessu
ári, sem skipadeildin endurnýj-
ar. Fyrst í sumar keypti sam-
bandið nokkurra ára gamalt
olíuskip og á það og rekur í
sameiningu við Olíufélagið. Þá
lét skipadeildin smíða nýtt
frystiskip, sem gefið var heitið
Skaftafell, kom skipið hingað
til lands á þessu hausti.
Hvassafellið verður afhent
eigendum til notkunar 18. des.
n. k. Skipið er 2600 lesta al-
mennt vöruflutningaskip með
milliþilfari, það er 80 m langt
og djúprista þess fulllestað
verður 5,80 m. Rúmtak lesta
er 131.000 teningsfet. Gang-
hraði verður 14 sjómílur.
Heimahöfn verður Akureyri.
Tuttugu og fimm ár eru nú
liðin síðan SÍS hóf skiparekstur
sinn. Hóf félagið reksturinn
með skipi, sem það keypti og
nefndi Hvassafell. Var skipið
ítalskt og reyndist hið mesta
happaskip.
Með stofnun skipadeildarinn-
ar var stigið merkilegt spor.
Hafa skip félagsins yfirleitt
flutt vörur erlendis frá beint
til viðtakenda úti á ströndinni.
Þá hefur félagið veitt sjómönn-
um mörgum mikla og góða
vinnu og hafa samskiptin verið
prýðisgóð.
Sjómannablaðið Víkingur ósk-
ar SÍS allra heilla með skipin
og framtíðina.
Myndirnar voru tcknar við sjósetn-
ingu Hvassafells. Hjörtur Hjartar
framkvæmdastjóri, er yzt til vinstri
á myndinni og við hlið hans fulltrúi
skipasmiðastöðvarinnar, þá Ingigerður
Karlsdóttir og Guðrún Hjartar, tveir
Þjóðverjar og yzt er Hjalti Pálsson
framkvæmdastjóri.
VÍKINGUR
345