Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 15
„Ásgeir Litli“ var eign Ásgeirsverzlunar á ísafiröi, keyptur 1890 og notaður til
vöru- og fólksilutninga aðallega um Isafjarðardjúp.
þessar mundir var fremur hörg-
ull á skipstjórnarmönnum vestra,
og þeir voru tekjuháir (höfðu
ráherralaun, eins og vestfirzkt
blað orðaði það), og höfðu að
því leyti ekki hagsmuna að gæta.
1 öðru lagi áttu margir skipstjór-
ar hlut í bátum og voru þannig
í senn skipstjórnarmenn og út-
gerðarmenn, en þessi sjónarmið
hafa þá og síðar átt erfitt að
samlagast hlið við hlið, enda
varla hægt. í þriðja lagi hafði
það lengi verið lenzka vestra, að
skipstjórar voru jafnframt
bændur, fóru víðsvegar um Vest-
firði til búa sinna, og gefur auga
leið, að það var blátt áfram eng-
in grundvöllur fyrir félagsstofn-
un, sem gæti látið til sín taka
nema þá í smámálum, svo sem
fyrirkomulagi á innsiglingaljós-
um og öðru slíku.
,,Bylgjan“ starfaði um skeið
af allmiklum krafti, gerði margar
og merkar ályktanir, og stóð
m. a. fyrir kappmótum í línu-
beitingu, afhausun og flatningu.
Eru um þetta nákvæmar reglur,
en ekki er mér kunnugt um að
keppnir í þessum greinum öllum
hafi verið haldið uppi annars-
staðar öllum, þótt ég viti um
t. d. beitingakeppnir víðar.
Eins og þar segir: Höggorm-
VlKINGUE
urinn leynist í Paradís. Ekki
hafði félagið lengi starfað, þegar
stjórnmál tók að bera á góma,
auk þeirra mismunandi viðhorfa
til smærri mála, sem sífellt eiga
sér stað í félagasamtökum.
Um þessar mundir hefja göngu
sína á ísafirði tvö blöð: Skutull
og Vesturland, jafnaðarmenn og
íhaldsmenn. Þar með var hafinn
sá pólitízki darraðardans, sem
ísafjörður var um skeið rómaður
fyrir, að ég ekki kveði fastara
að orði. Vafasamt tel ég að nú
þætti sumt það tækt í blöð nú,
sem þótti næstum til skemmtun-
ar á árunum 1921 og allt fram
undir 1930 (hinn frægi flutning-
ur á Hannibal Valdimarssyni frá
Bolungavík til ísafjarðar varð
reyndar ekki fyrr en 28. maí
1932, og kraumaði þá hressilega
í hinum pólitízka potti).
f „Bylgjunni“ hafði þetta
stjórnmálastríð þau áhrif, að
félagsmenn tóku að deila, og það
hart hver á annan á opinberum
vettvangi. Má þá m. annarra
nefna Karl Löve, Guðmund Þor-
lák, Magnús Vagnsson, Guðmund
Júni, Guðmund frá Tungu og
fleiri. Hins má nærri geta hver
áhrif þetta hafði á samkomulag
innan jafnfámenns félags.
Svo fór að í nóvember er hald-
inn fundur í „Bylgjunni", og
síðan ekki fyrr en 1. febrúar
1929, og er það Halldór skip-
stjóri Sigurðsson, sem á frum-
kvæðið að því. Á þeim fundi er
rætt um að „endurreisa“ félagið,
en það tel ég hæpið orðalag. All-
an tímann hafði félagið verið til
með sama nafni, sömu stjórn
þótt hún starfaði ekki, gripir
félagsins eru til og reikningum
haldið áfram eins og ekki væri.
Reyndar skiptir þetta orðlag
ekki máli, það er nánast smekks-
atriði.
Það voru krepputímar á þess-
um árum og útgerð dróst saman.
Bátar voru seldir frá ísafirði,
en sumir fórust, Rask, Njörður,
Leifur, Gissur hvíti, Sólveig, en
a. m. k. þrír félagsmenn dóu á
sjúkrasæng. Þetta allt var blóð-
Gamla bátalagið. Báturinn heitir Fram og stendur uppi á kambi í Hr.nsdal.
347