Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 27
þreifa fyrir sér þar til hún fann
vögguna, og lagðist niður við
hliðina á Adriano, í þeirri trú
að það væri eiginmaðurinn. Adri-
ano, sem ekki var sofnaður aftur,
veitti henni hjartanlegar viðtök-
ur og losaði þegjandi í hana fleiri
kornhleðslur, henni til mikillar
velþóknunar.
Um þetta leyti fór Pinuccio, að
óttast að svefninn yfirbugaði
hann við hlið stúlkunnar sinnar,
svo að allt kæmist upp, lagði af
stað að rúmi sínu, en þegar hann
rakst á vögguna fyrir framan
það, hélt hann að það væri rúm
hjónanna, svo að hann gekk
nokkur skref áfram, og lagðist
niður við hlið bóndans, sem hann
hélt að væri Adriano, en við það
vaknaði bóndinn.
— Þú getur bölvað þér upp á,
að önnur eins stúlka finnst
hvergi í heiminum eins og Nicco-
losa, hvíslaði Pinuccio til Adri-
anos, sem hann hélt vera, — og
guð veit að ég er búinn að keyra
sex sinnum í hana síðan ég fór
frá þér.
Húsbóndinn gladdist ekkert
við þessar fréttir og hugsaði
fyrst með sjálfum sér: „Hvern
fjandann er hann að gera hér?“
og sagði svo hátt, en af minni
hugsun:
— Þú hefur hagað þér skamm-
arlega, Pinuccio, og ég get ekki
skilið, að þú skulir haga þér
þannig gagnvart mér, en svo
sannarlega sem guð er til, skaltu
fá þetta borgað!
Pinuccio, sem enn hafði ekki til-
einkað sér mikla veraldarvizku,
skyldi strax að honum höfðu
orðið á einhver mistök, en hugs-
aðist ekkert ráð, til þess að bæta
úr því á einhvem hátt, en sagði:
Hvað ætlarðu að borga mér
fyrir? Hvað getur þú gert mér?
VlKINGUR
Kona gestgjafans sagði þá við
Adriano, í þeirri trú að þar væri
maður hennar:
— Heyrirðu, að gestirnir okk-
ar eru að deila, en Adriano svar-
aði hlæjandi: — Látum þá um
það, þessir aular hafa fengið sér
heldur mikið tár við þorstanum
í gærkvöldi.
Þegar konan heyrði rödd
manns síns og Adrianos sam-
tímis, skyldi hún strax, hvar og
hjá hverjum hún var, reis strax
upp án þess að segja eitt ein-
asta orð, greip vögguna og þreif-
aði sig áfram að rúmi dótturinn-
ar og lagðist upp í hjá henni og
kallaði til manns síns, hvað væri
að honum og Pinuccio þar sem
þeir vektu alla með hrópum.
— Heyrirðu ekki hvað hann
segir, að hann hafi gert við
Niccolosa í nótt? spurði maður-
inn, en konan svaraði:
Hann skrökvar því, að hann
hafi legið hjá Niccolosa, því að
ég lagðist sjálf upp í hjá henni,
þegar ég gat ekki sofnað, og þú
ert bjáni, ef þú trúir honum.
Þið drekkið svo mikið að kvöld-
inu, að ykkur dreymir alskyns
hreyfingar, og ráfið um á nótt-
unni án þess að vakna; og svo
eruð þið alveg undrandi! Þið
ættuð skilið að detta á hausinn
og hálsbrjóta ykkur; en hvað er
Pinuccio að gera uppi í hjá þér?
Hvers vegna er hann ekki í sínu
eigin rúmi?
Og nú hrópaði Adriano úr sínu
rúrni, sem skyldi strax að kon-
unni hafði tekizt á snilldarlegan
máta, að leyna eigin hneyksli
og dóttui’innar: —
Hef ég ekki hundrað sinnum
sagt þér Pinuccio, að þú átt ekki
að vera að þessu næturrölti, því
að það gæti endað með ósköpum,
ef þú héldir áfram að ganga í
svefni og rausa um það sem þig
hefði verið að dreyma, eins og
það hefði raunverulega átt sér
stað. Komdu nú strax aftur, og
skrattinn haldi vöku fyrir þér.
Þegar bóndinn heyrði hvað
kona hans og Adriano sögðu,
taldi hann víst, að Pinuccio væri
raunverulega að dreyma og fór
að hrista hann til, og kallaði:
— Vaknaðu, Pinuccio, og farðu
aftur í rúmið þitt!
Pinuccio hafði einnig áttað sig
á öllu sem sagt var, og fór nú
að rausa um allskyns vitleysu,
eins og maður sem talar í svefni
og kom bóndanum til þess að
skellihlæja. Loks lét hann eins og
hann væri að vakna, og hrópaði
til Adriano:
— Er strax kominn dagur, eða
hvers vegna ertu að vekja mig?
Og Adriano svaraði, auðvitað —
og komdu strax hingað yfir.
Og Pinuccio reis upp úr rúmi
gestgjafans, til að sjá í svefn-
rofunum, og staulaðist yfir til
Adriano.
Þegar birti af degi, fóru allir
að rísa úr rekkju og bóndinn að
stríða Pinuccio með draumum
hans, síðan týgjuðu hinir ungu
menn hesta sína við mikla kát-
ínu, og drukku skilnaðarskál með
bóndanum. Síðan riðu þeir af
stað til Firenze, ekki síður á-
nægðir með þróun ævintýrisins,
en árangurinn. Síðar fundu Pin-
uccio og Niccolosa upp aðrar
leiðir til þess að geta verið sam-
an, og stúlkan fullyrti við móður
sína, að Pinuccio hefði raunveru-
lega dreymt þetta allt. Að lokum
fór konan að trúa því, að það
hefði aðeins verið hún sem hefði
lent vakandi í ástarævintýri, því
að faðmlögin og þrýstingurinn
við hana voru örugglega enginn
draumur.
359