Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 3
Guðmundur Jensson ritstjóri sjötugur
kveðja frá samstarfsmönnum
I.
Guðmundur Jensson ritstjóri Sjómanna-
blaðsins Víkingur varð sjötugur þann 7. júlí
síðastliðinn, en Guðmundur er fæddur á Hóli
í Önundarfirði og voru foreldrar hans þau
Jens Albert Guðmundsson, kaupmaður á
Þingeyri í Dýrafirði og kona hans Margrét
Magnúsdóttir, ljósmóðir.
Guðmundur stundaði nám í héraðsskólan-
um á Núpi í Dýrafirði 1918—1919 og að
heimavistarskóianum á Hrafnseyri 1919—
1922. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík sama ár, en hætti
frekari skólagöngu. Guðmundur lauk loft-
skeytamannsprófi árið 1929.
Guðmundur Jensson hóf snemma sjó-
mennsku og má segja að líkt og flestir vest-
firzkir sjómenn hafi hann alizt að mestu upp
á sjó. Aðeins 12 ára gamall byrjaði hann sjó-
róðra frá Vestfjörðum á opnum skipum og
réri síðan lengi hjá merkilegum formönnum
og harðjöxlum þar vestra. Guðmundi vegn-
aði vel á sjónum. Rúmlega tvítugur að aldri
var hann orðinn vélstjóri á gufulínuveiðara,
en síðan lá leiðm út í heim, þar sem hann
varð kyndari á kaupförum og stundum vél-
stjóri og sýnir það að hann hefur haft drjúga
tiltrú á sjónum.
Guðmundur Jensson kom aftur til íslands,
alkomínn, árið 1928 og varð þá kyndari og
vélstjóri á togurum, en stundaði jafnframt
nám í loftskeytafræðum og lauk prófum ár-
ið 1929, eins og áður var sagt. Síðan var hann
loftskeytamaður á íslenzkum skipum, tog-
urum og fraktskipum, til ársins 1945, eða um
14 ára skeið, en þá varð hann framkvæmda-
stjóri Farmanna- og fískimannasambands ís-
lands, en síðan árið 1962 hefur hann verið
ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings.
VÍKINGUR
II.
Guðmundur Jensson ýtti úr vör 12 ára, sá
blásvört fjöllin sökkva undir hafsbrúnina,
ellegar hverfa í sorta og byl. Hver ferð gat
verið hin síðasta í þessu lífi. Svaðilfarir sjó-
manna setja mark á lund þeirra og atgjörfi.
Ein ferð, eða tvær ráða framtíðinni, menn
snúa sér þá að öðru, rölta á eftir fé, ellegar
verka hey, og verða hreppstjórar, bústólpar,
en hinir halda áfram að draga fisk á tíræðu
dýpi færandi björg í bú og dýrmætan varn-
ing til munaðar og nauðsynja fyrir fólkið;
þeir verða kafteinar, vélstjórar, loftskeyta-
menn, eða hver veit hvað, kannske ekki neítt
og þeim er þakkað á sjómannadaginn. En
þeir verða fleira en það, þeir verða harðir
í horn að taka og góðir drengir, eins og við
þekkjum þá bezt.
m.
Þótt ég hafi þekkt Guðmund Jensson í
meira en tvo áratugi verð ég að játa það að
ég þekki hann ekkert. Ég hef að vísu kvnnzt
skapofsa hans og kjarki, líka viðk-^æmu
hjartalagi og samúð. Hann er fámáll um
sorgir sínar. Hann tekur gjarnan upp léttara
hjal, þegar á móti blæs. Guðmundur var því
formannsefni, að ég hygg, í brimvör, þar sem
róið var hvern dag, svo til hvernig sem viðr-
aði.
Á því skipi hefði ég viliað sigla.
Að vinna með fólki á blaði er þrátt fyrir
allt ein bezta leið til þess að kynnast við-
horfum þess og skoðunum.
Þarna á blaðinu hef ég kynnzt nákvæmni
hans og sparsemi, sem nauðsynleg hefur ver-
ið til þess að endar næðu saman.
Ég játa það hér og nú, að oft hef ég undr-
azt hvernig honum hefur tekizt að halda
165