Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 3
Guðmundur Jensson ritstjóri sjötugur kveðja frá samstarfsmönnum I. Guðmundur Jensson ritstjóri Sjómanna- blaðsins Víkingur varð sjötugur þann 7. júlí síðastliðinn, en Guðmundur er fæddur á Hóli í Önundarfirði og voru foreldrar hans þau Jens Albert Guðmundsson, kaupmaður á Þingeyri í Dýrafirði og kona hans Margrét Magnúsdóttir, ljósmóðir. Guðmundur stundaði nám í héraðsskólan- um á Núpi í Dýrafirði 1918—1919 og að heimavistarskóianum á Hrafnseyri 1919— 1922. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík sama ár, en hætti frekari skólagöngu. Guðmundur lauk loft- skeytamannsprófi árið 1929. Guðmundur Jensson hóf snemma sjó- mennsku og má segja að líkt og flestir vest- firzkir sjómenn hafi hann alizt að mestu upp á sjó. Aðeins 12 ára gamall byrjaði hann sjó- róðra frá Vestfjörðum á opnum skipum og réri síðan lengi hjá merkilegum formönnum og harðjöxlum þar vestra. Guðmundi vegn- aði vel á sjónum. Rúmlega tvítugur að aldri var hann orðinn vélstjóri á gufulínuveiðara, en síðan lá leiðm út í heim, þar sem hann varð kyndari á kaupförum og stundum vél- stjóri og sýnir það að hann hefur haft drjúga tiltrú á sjónum. Guðmundur Jensson kom aftur til íslands, alkomínn, árið 1928 og varð þá kyndari og vélstjóri á togurum, en stundaði jafnframt nám í loftskeytafræðum og lauk prófum ár- ið 1929, eins og áður var sagt. Síðan var hann loftskeytamaður á íslenzkum skipum, tog- urum og fraktskipum, til ársins 1945, eða um 14 ára skeið, en þá varð hann framkvæmda- stjóri Farmanna- og fískimannasambands ís- lands, en síðan árið 1962 hefur hann verið ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings. VÍKINGUR II. Guðmundur Jensson ýtti úr vör 12 ára, sá blásvört fjöllin sökkva undir hafsbrúnina, ellegar hverfa í sorta og byl. Hver ferð gat verið hin síðasta í þessu lífi. Svaðilfarir sjó- manna setja mark á lund þeirra og atgjörfi. Ein ferð, eða tvær ráða framtíðinni, menn snúa sér þá að öðru, rölta á eftir fé, ellegar verka hey, og verða hreppstjórar, bústólpar, en hinir halda áfram að draga fisk á tíræðu dýpi færandi björg í bú og dýrmætan varn- ing til munaðar og nauðsynja fyrir fólkið; þeir verða kafteinar, vélstjórar, loftskeyta- menn, eða hver veit hvað, kannske ekki neítt og þeim er þakkað á sjómannadaginn. En þeir verða fleira en það, þeir verða harðir í horn að taka og góðir drengir, eins og við þekkjum þá bezt. m. Þótt ég hafi þekkt Guðmund Jensson í meira en tvo áratugi verð ég að játa það að ég þekki hann ekkert. Ég hef að vísu kvnnzt skapofsa hans og kjarki, líka viðk-^æmu hjartalagi og samúð. Hann er fámáll um sorgir sínar. Hann tekur gjarnan upp léttara hjal, þegar á móti blæs. Guðmundur var því formannsefni, að ég hygg, í brimvör, þar sem róið var hvern dag, svo til hvernig sem viðr- aði. Á því skipi hefði ég viliað sigla. Að vinna með fólki á blaði er þrátt fyrir allt ein bezta leið til þess að kynnast við- horfum þess og skoðunum. Þarna á blaðinu hef ég kynnzt nákvæmni hans og sparsemi, sem nauðsynleg hefur ver- ið til þess að endar næðu saman. Ég játa það hér og nú, að oft hef ég undr- azt hvernig honum hefur tekizt að halda 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.