Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 5
*
Feiminn piltur fylgdi jafnfeiminni stúlku heim af
dansleik. Þegar þau nálguðust heimili hennar, sagði
hún í bænarrómi: „Siggi, viltu gera það fyrir mig,
að segja engum að þú fylgdir mér heim“.
„Sigga", svaraði hann. „þú getur verið alveg róleg.
Ég skammast mín engu minna en þú“.
*
Móðirin (í þriðja sinn) : '„Farðu nú og þvoðu þér um
hendurnar, Jónsi“.
Jónsi: „Þær eru ekkert óhreinar, mamma — það er
bara móða á þeim“.
*
Fjögurra ára gömul telpa kom grátandi til móður
sinnar og sagði: „Hvernig á ég að hneppa kjólnum
mínum, þegar hnapparnir eru að aftan, en ég að
framan?"
*
„Þú ert allra laglegasta stúlka".
„Ó, þú mundir alveg eins segja það, þó að þér þætti
það ekki“.
„Já, og þér mundi þykja það, þó að ég segði það ekki“.
*
„Ég hef oft verið beðin um að giftast".
„Hver hefur beðið þig um það?“
„Pabbi og mamma".
*
„Trúlofaður fjórum í einu! Hvernig stendur á þessu
framferði?"
„Ég veit ekki. — Amor hefur líklega skotið á mig
með vélbyssu".
*
„Maðurinn minn hefur tekið alla peningana úr
sparibauk barnsins".
„Hvílík óhæfa, drottinn minn góður!"
„Já, og einmitt, þegar þeir nægðu fyrir nýjum hatti
handa mér“.
*
„Eruð þér kvæntur?"
„Já“.
„Hvar kvæntust þér?“
„Ég veit það ekki“.
„Vitið þér ekki, hvar þér kvæntust?"
„Jú-jú, en mér heyrðist þér segja „hví“ en ekki
„hvar““.
*
Frú J.: „Man maðurinn þinn alltaf eftir brúðkaups-
deginum ykkar?“
„Frú S.: „Nei, aldrei. Ég minni hann á hann í janúar
og júní og fæ gjafir í bæði skiptin".
*
„Mér þykir Jón vera farinn að verða utan við sig.
Um daginn kyssti hann konu alveg óvart“.
„Hélt kannske að það væri konan hans?“
„Nei, það var konan hans“.
*
Lítil telpa var spurð, hvaða dýr gæfi mönnum
mjólkina. Hún var fljót til svars: „Mjólkurbílarnir".
u\\
MASTER IZZ
HYDRAULIC WINCH MODEL ÍTT1®
hdþrýstivindur
í skip, á krana, drdttarvélar o.fl.
fyrirliggjandi — 2,3 tonn
Meðal skipa sem nota Pullmaster
eru: Guðmundur RE, Gullberg VE,
Huginn VE og Runólfur SH
VÉLTAK H/F
Sími 8-66-05 og □ kvöldin 2-81-75
VÍKINGUR
157