Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 5
* Feiminn piltur fylgdi jafnfeiminni stúlku heim af dansleik. Þegar þau nálguðust heimili hennar, sagði hún í bænarrómi: „Siggi, viltu gera það fyrir mig, að segja engum að þú fylgdir mér heim“. „Sigga", svaraði hann. „þú getur verið alveg róleg. Ég skammast mín engu minna en þú“. * Móðirin (í þriðja sinn) : '„Farðu nú og þvoðu þér um hendurnar, Jónsi“. Jónsi: „Þær eru ekkert óhreinar, mamma — það er bara móða á þeim“. * Fjögurra ára gömul telpa kom grátandi til móður sinnar og sagði: „Hvernig á ég að hneppa kjólnum mínum, þegar hnapparnir eru að aftan, en ég að framan?" * „Þú ert allra laglegasta stúlka". „Ó, þú mundir alveg eins segja það, þó að þér þætti það ekki“. „Já, og þér mundi þykja það, þó að ég segði það ekki“. * „Ég hef oft verið beðin um að giftast". „Hver hefur beðið þig um það?“ „Pabbi og mamma". * „Trúlofaður fjórum í einu! Hvernig stendur á þessu framferði?" „Ég veit ekki. — Amor hefur líklega skotið á mig með vélbyssu". * „Maðurinn minn hefur tekið alla peningana úr sparibauk barnsins". „Hvílík óhæfa, drottinn minn góður!" „Já, og einmitt, þegar þeir nægðu fyrir nýjum hatti handa mér“. * „Eruð þér kvæntur?" „Já“. „Hvar kvæntust þér?“ „Ég veit það ekki“. „Vitið þér ekki, hvar þér kvæntust?" „Jú-jú, en mér heyrðist þér segja „hví“ en ekki „hvar““. * Frú J.: „Man maðurinn þinn alltaf eftir brúðkaups- deginum ykkar?“ „Frú S.: „Nei, aldrei. Ég minni hann á hann í janúar og júní og fæ gjafir í bæði skiptin". * „Mér þykir Jón vera farinn að verða utan við sig. Um daginn kyssti hann konu alveg óvart“. „Hélt kannske að það væri konan hans?“ „Nei, það var konan hans“. * Lítil telpa var spurð, hvaða dýr gæfi mönnum mjólkina. Hún var fljót til svars: „Mjólkurbílarnir". u\\ MASTER IZZ HYDRAULIC WINCH MODEL ÍTT1® hdþrýstivindur í skip, á krana, drdttarvélar o.fl. fyrirliggjandi — 2,3 tonn Meðal skipa sem nota Pullmaster eru: Guðmundur RE, Gullberg VE, Huginn VE og Runólfur SH VÉLTAK H/F Sími 8-66-05 og □ kvöldin 2-81-75 VÍKINGUR 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.