Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 13
Þarfirnar eru síbreytilegar. Æskilegast væri að geta haft skipin sem stærst og burðarmest, en tíðni skipaferða hefur líka sitt að segja. Ennfremur verður að hafa það í huga, að margar hafn- ir hér á landi eru ekki þannig að unnt sé að sigla á þær með stór- um kaupskipum. Eigi að síður verður að flytja vörur þangað — og taka vörur, afurðir, frá þeim. Þetta verður allt að takast með í reikninginn. — Eins og fram kom hér að framan, þá eru samningaviðræð- ur á lokastigi um kaup á tveim rúmlega 2000 lesta skipum, sem væntanlega bætast í flota okkar innan skamms. — Þessi skip munu bætast á þann markað, er við höfum nú á flutningum til og frá landinu. Hinu er svo ekki að leyna, að þrátt fyrir aukinn kaupskipa- flota, þá vantar enn talsvert á að Islendingar annist siglingar sín- ar sjálfir. Gjaldeyristekjur. tap- ast því til erlendra aðila. Við flytjum til að mynda ekki olíu til landsins. Á sínum tíma var þó til eitt stórt olíuskip, sem síð- an var selt. Þarna þyrftum við að taka málin í okkar hendur. Sama er að segja um súrálið, hráefni álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þetta er flutt úr tempraða beltinu af stórum málmgrýtisskipum. Fyrir þessa farma eru greiddir milljónatugir í farmgj öld og þyrfti að fá þessa flutninga í hendur innlendum að- ilum. Ég vil þó taka það skýrt fram, að Hafskip hf. vinnur ekki að því að fá áðurnefnda flutninga, en þessa er þó getið og sýnir, að við sinnum ekki stórum hluta af nauðsynjum landsins, þótt hér séu mörg kaup- skip. Sovétríkin, Norðmenn, Grikkir og fleiri þjóðir annást þessa miklu flutninga fyrir okk- ur, sagði Magnús Magnússon, forstjóri Hafskips að lokum. JG. Fyrsta skip félagsins var M/S LAXÁ, sem var smíðuð fyrir félagið sérstak- lega. LAXÁ kom til landsins árið 1959. Hér er verið að undirrita samning- inn mn smíði skipsins, en það gerðu þeir Gísli Gíslason, Vestmannaeyjmn, og Helgi Bergsson, formaður félagsstjórnar, árið 1958. VIKINGUR 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.