Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 22
band við næstu strandstöð Lands-
símans strax.“ Eftir að hafa lesið
upp veðurspána, þar sem m.a. var
spáin fyrir Færeyjadjúp, byrjaði
I. stm. á veðurlýsingunni frá kl.
24. Fyrst var Reykjavík og síðan
komu staðirnir í röð vestur og
norður um, og alltaf hlustar skip-
stjórinn jafnrólegur á. Þegar
komið er austur á Hornafjörð,
segir skipstjórinn að þetta sé
orðið ágætt, þeir séu staddir á
miðjum Húnaflóa og þetta sé nóg.
Síðan segir skipstjórinn, að hann
hafi ekki alveg náð því hvort það
hafi verið 3 eða 4 vindstig á
Grímsstöðum á Fjöllum. I. stm.
þarf ekki annað en að líta á blað-
ið til að svara því, að það hafi
verið 4 vinst. og lætur skipstjór-
inn í ljós ánægju með að fá þetta
á hreint. Síðan bætir skipstjór-
inn við, að hann sé ábyggilega öf-
undaður yfir allan kaupskipaflot-
ann yfir því að hafa jafn frábær-
an I. stm. eins og hann hafi.
Þetta hrós hljómar nú heldur en
eltki vel í eyrum I. stm. En síðan
bætir skipstjórinn við:
„En segðu mér nú eitt. Við er-
um staddir á miðjum Húnaflóa á
leið til staðar þar sem erfitt get-
ur verið að komast upp að í þessu
veðri, sem nú er, og þess vegna
langar mig til að spyrja þig að
því, hvernig veðrið er hérna þar
sem við erum, og hvernig er það
héma núna... . ?“
Nú rann upp skelfileg stað-
reynd fyrir I. stm., þar sem hann
stóð með blaðið með veðurlýsing-
um frá öllu norðurhveli jarðar
í höndunum. Hann hafði í ákafa
sínum gleymt að fara út á brúar-
væng og athuga hvernig veðrið
var á þeim stað sem skipið var á.
Nú varð vandræðaleg þögn í
svefnherberginu hjá skipstjóran-
um. Að lokum hafði skipstjórinn
fengið nóg af sigri sínum og sneri
rassinum í I. stm. sinn um leið og
hann slökkti kojuljósið.
Lýkur hér að segja af viður-
eign skipstjórans og I. stm., sem
ætlaði að fara illa með skipstjór-
ann sinn. Þess má svo að lokum
geta, að vel gekk að koma skip-
inu upp að um nóttina.
Sjómenn — Útgerðarmenn
Umboðsmenn um land allt
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Sími 26055 (3 línur) - Laugavegi 103
ÚTGERÐARMENN!
Vér erum umboðsmenn fyrir
þýzku Dieselverksmiðjuna
KLÖCWNER-HUMBOLT-
DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í
heimi, hin elzta og reyndasta
í sinni grein.
Margra ára reynsla hér á landi.
HAMAR HF.
Símar: 22123 — 22125
TRETORN
GÚMMl VETLIN G AR
Einkaumboðsmenn:
JÓN BERGSSON HF.
Laugavegi 178, Reykjavík
Sími 35335.
TRETORN
GAMLA GÓÐA
MERKIÐ
S JÓSTÍGV ÉLIN
Fullhá, álímd, lág og með laus-
um svampgúmmísóla.
VÍKINGUR
174