Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 53
HVOLFIR SKIPINU? I endursögn Bára Skipstjórinn á Baldjökli hét Jón Steinsson, kallaður Jón Steinn, eða bara Steinn, skipið oftast Balli gamli. Skipið hafði tekið hveitifarm, og átti nú um miðjan vetur að fara með það um þvert Atlantshaf. Framan af var góðviðri, en svo fór Norður-Atlantshaf að sýna klær. Stormur skall á og sjógang- ur var mikill. Skipið var hlaðið, tók á sig sjói, en allar lúgur voru vandlega skálkaðar og ekk- ert gerðist, utan hvað, lífið um borð var heldur óþægilegt, en hvað . . . . og hraði skipsins minnkaði mikið. Eina nóttina breyttist vindstaða og sjólag, það stóð æ meira á stjórnborða og skipið bæði hjó og valt og það ekki þægilega. Þegar skipstjórinn vaknaði um morguninn og leit út um kýr- augað, þá sá hann ekki annað en að himinn og haf væri ein gráfroða, en sjógusumar, sem helltu sér inn yfir skipið stjóm- borðsmegin, voru eins og fossa- föll. Skipstjórinn þekkti titring- inn, því að allt skipið nötraði þeg- ar sjóir skullu á því, en þegar brotið var riðið hjá hætti það að skjálfa. Skipið valt á bakborða, rétti sig, seig niður og og valt aftur. Þetta var ekki sem best en það var eðlilegt eftir veðri og sjó. Samt fannst skipstjóranum eitthvað að, eitthvað, sem honum féll ekki. Var hann hræddur? Við hvað? Storminn? Hann var ekk- ert öðruvísi en vant var um svona veður. Menn voru nokkuð gleið- gengir og fóru varlega þegar þurfti, en annað var það ekki. Samt var einhver órói í huga VlKINGUR skipstjórans og hann fór upp. Himininn var blýsvartur og lág- skýjað. Það hvein og söng í öllu, og sjóir færðu allt í kaf annað veifið. Jón Steinn fór upp í brú, en þar var annar stýrimaður á vakt. — Nokkuð sérstakt? — Nei, skipstjóri. Allt í lagi. Skipstjórinn sneri sér við og horfði aftur eftir. Hann sá hvern- ig öldurnar veltu sér inn á skipið, brotnuðu og sigu aftur með því, en skipið valt á bakborða, seig, rétti sig við, hallaðist á stjóm- borða aftur. Eða hvað? Rétti skipið sig al- veg? Hann kallaði á stýrimanninn og spurði hvort hann tæki eftir nokkru óvenjulegu, en því neit- aði stýrimaður. Sagði hinsvegar að þetta væri óþverra veður. Skipstjórinn spurði hvort hann finndi ekki eitthvað á sér, og enn sagði stýrimaður nei. Hvað átti þetta að fyrirstilla? hugsaði skipstjóri. Var hann að fara á taugum? Var þetta bara ímyndun, sem sótti að honum? Hann starði á skipið. Jú, það valt og dinglaði, fyrst á bakborða, svo á stjórnborða, en . . . Rétti það sig alveg? Vottaði ekki fyrir bakborðs slagsíðu? Og óx þetta ekki meðan hann stóð þarna? Fjandinn hafi það, þeir hlutu þó að hafa augu í höfðinu, þessir menn hans . . . Fyrsti stýrimað- ur kom fram eftir og var fótfim- ur, heilsaði þegar hann sá skip- stjórann, sem veifaði til hans um að koma upp. — Nokkuð að, skipstjóri? — Sérðu nokkuð, stýrimaður? sagði skipstjóri og horfði aftur eftir. Fyrsti stýrimaður horfði nokkra stund, spurði við hvað skipstjóri ætti. — Engin slagsíða? Stýrimaður sneri sér við aftur. — Það gæti verið dálítið á bak- borða — en — ég get ekki sagt nákvæmlega .... — Á bakborða já. Taktu strax frá horni á lúgu númer tvö. — I þessu veðri, skipstjjóri? En. . . — Ef eitthvað hefur komið fyrir með langskiljuna, greip skipstjóri fram í. — Taktu af horn af tvö. lúgunni. Ég kem strax. Stýrimaður flýtti sér niður, náði í mannskap, og farið var að slá skálkfleygana lausa. — Haltu skipinu uppí og að- eins svo að það láti að stjórn, sagði skipstjóri um leið og hann fór niður, en stýrimaður endur- tók skipunina og rórmaður líka, og sneri stýrishjóli á stjómborða. Jón Steinn gekk til mannanna, sem voru að fást við lúguna. Hann var naumast kominn alla leið, þegar álengdar heyrðust eins og neðanjarðar drunur, og svo hvein í einhverju eins og foss- niður væri langt í burtu. Stórsjór hafði riðið að skipinu rétt í þessu og hent því niður á bakborða, en að þessu sinni rétti skipið sig ekki við aftur. Það lagðist á bak og hallaðist mjög, hallaðist æ meira við hvera sjó, sem að því reið — og lá þannig. Hvaðanæva heyrð- ust brak og brestir og skarkali — allt sem lauslegt var af flösk- um, diskum, bollum, bókum og 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.