Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 42
Laxhryggur frá fyrirtækinu hlaut silfurmedalíu á Atvinnu- sýningunni í Moskvu. Daglega sendir fyrirtækið 1500 kg af fiskréttum í verzlanir, veit- ingahús og kaffistofur í Suður- Sakhalínsk og nálægum borgum og byggðarlögum. Á næsta ári mun fyrirtækið koma sér upp eigin verzlun, sem mun bera nafnið „Okean“. Á hún að rísa miðsvæðis í höfuðborg eyjarinnar, og á annarri hæð verður veitingahús fyrirtækisins, hið fyrsta í sinni röð á Sakhalín. Hér verða ekki aðeins framreidd- ir rússneskir réttir, heldur einnig ýmsir þjóðlegir réttir frá Japan, Kóreu, Kína og Norðurlöndum. Fyrir þrem árum var stofnuð ný deild í fyrirtækinu, fiskrækt- ardeild. Er henni ætlað að rækta ferskvatnfisk á eynni. 200.000 vatnakarfaseyði voru flutt til eyjarinnar frá Amúrfljóti, og sleppt í vötn á eynni. 1972 var komið með 300.000 seyði til við- bótar. Amúrkarf inn (Cyprinus carpio) var fljótur að venjast hinum nýju heimkynnum. Hann er alinn á kornóttu kraftfóðri, og vötnin hreinsuð reglulega. Þá er ákveðið að hefja ræktun besters, sem er kynblendingur sterlettu og hvítu styrju. Frá hvítu styrju erfir hann stærð sína og þyngd, en vaxtarhraðann frá sterlettunni. Beterarnir munu búa í þróm með glerþaki. Með rafeindaútbún- aði geta ræktendur stjórnað „veðrinu“ þar inni að vild. Ár- vatnið, sem notað verður í þrón- um, verður hitað upp í +20 til 32°C. í 1000 fermetra steinsteyptri þró, hólfaðri, verður komið fyrir 200.000 seyðum. Gert er ráð fyrir, að uppskeran verði 150 kg af fiski á fermetra. Til hlunninda fiskvinnslustöðv- arinnar verður og að telja Seley, sem liggur skammt frá. Á þessari eyju er eitt að þeim þrem loðsela- látrum, sem vitað er um í heim- inum. Sovétríkin, Japan Qg Kanada hafa gert samkomulag, þar sem gert er ráð fyrir árlegu kvótakerfi varðandi loðselaveiðar. Japan og Kanada skuldbinda sig til að veiða loðselinn ekki á langferðum hans, og fá ákveðið magn af skinnum í staðinn. Vísindamenn allra þriggja landanna, sem ég hef haft tal af, eru sammála um að samkomulag þetta stuðli að fjölgun þessara sjaldgæfu dýra. Það verður æ þrengra á Seley með ári hverju. Menn eru farnir að byggja tveggja til þriggja hæða „skála“ fyrir selina. Af ótrúlegri lipurð klöngrast þessir luralegu risar upp í trékojurnar, sem smíðaðar hafa verið handa þeim. Dýrin komast nú nærri því upp á hæsta klettinn, þar sem áður ríktu lóm- ur og langvía óáreitt. Tuttugu og fimm veiðimenn, þar á meðal læknir, loftskeyta- maður, vélstjóri rafstöðvarinn- ar og kokkur, dvelja á Seley frá maí og fram í ágústbyrjun. Loð- selaslátrun hefst í júní og lýkur síðasta dag júlímánaðar. Þarna eru skinnin aðeins verk- uð til bráabirgða, fituhreinsuð, söltuð og flokkuð. Síðan eru þau send til Leníngrad og Bandaríkj- anna, þar sem þau eru fullunnin. Yfirverkfræðingur fyrirtækis- ins Leonid Janísevskí sagði, að norska firmað Riber mundi einnig hefja fullvinnslu loðsela- skinna innan skamms. Firmað hefur sannað tæknilega mögu- leika sína á reynslusendingu frá Sakhalín. Hluta skinnanna frá Seley sendir Fiskvinnslustöðin til Jap- an og Kanada um hafnarborgina Nakhodka. Kjötið er hins vegar kælt og sent til næstu hafnar, Poronajsk. Aðallega eru það minkabú, sem kaupa kjötið. Úr lifur og spiki er unnið A-vítamín. Búskapur hennar er 13 millj- ónir rúblna. Arðurinn tryggir starfsmönnum fyrirtækisins há laun. Verkamenn fá 240—250 rúbiur á mánuði og 30 prósent bónus fyrir að uppfylla fram- leiðsh.Aætlunina. Árlega afhendir fyrirtækið hluta ágóða síns, 60— 80 þús. rúblur, borgarstjórninni til að standa straum af byggingu nýrra íbúðarhúsa fyrir starfs- menn þess. FISKVERKENDUR ÚTGERÐARMENN ALLAR TEGUNDIR KLÓRTÆKJA fyrir VINNSLUSTÖÐVAR, FISKISKIP og BÁTA EINNIG: KLÓRMÆLITÆKI, KLÓRGASGRIMUR. GASKLÓRTÆKI. BÁTAKLÓRTÆKI VATNSKLÓRTÆKI |#|| ÁRNIÓLAFSSON &CO.SÍMI 40088 194 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.