Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 34
að losa síg við þau. Við skulum
gera okkur ljóst að togarar, sem
gerðir eru út frá Reykjavík eða
höfnum við Faxaflóa, munu jafn-
an þurfa að sækja langt, og þess-
um stöðum henta því verr lítil
skip, sem þurfa að koma inn
vikulega. Við skulum einnig
minnast þess, sem við allir þekkj-
um, að breytingar á sókninni eru
tíðar og óútreiknanlegar. Þó að
margir geti nú sótt á heimamið
sín með góðum árangri, þá getur
svo farið fyrr en varir, að þjóð-
inni sé nauðsynlegt að eiga sér
stórar fleytur, sem geta sótt á
fjarlæg mið. Ég er sannfærður
um það, að þessi skip okkar, sem
nú liggja bundin, eiga eftir að
færa þessari þjóð mikla björg í
bú, og að þau muni verða afla-
sæl, þegar næg reynsla er fengin
af þeim og lag komið á útgerð
þeirra. Þessi þjóð hefur ekki efni
á að binda, hvorki þessi skip né
önnur. Hún má sízt allra þjóða
við því að láta gjaldeyrisöflunar-
tæki sín liggja ónotuð.
Utanríkisverzlun okkar er
hlutfallslega mikil og gjaldeyris-
þörfin því einnig hlutfallslega
meiri en annarra þjóða.
Sjávarútvegurinn er sá at-
vinnuvegur, sem færir þjóðinni
mestar gjaldeyristekjur, því að
um 80—85% af vöruútflutningi
landsmanna eru sjávarafurðir.
Auk þessa er sjávarútvegurinn sá
atvinnuvegur, næst iðnaðinum,
sem skapar flestum atvinnu.
Starfandi sjómenn eru jafnan um
5 þús. og fiskvinnslufólk nær 7
þús. manns og síðan bætist við
allt það fólk, sem hefur atvinnu
af því að þjóna sjávarútveginum
með ýmsum hætti við viðgerðir,
viðskipti og verzlun. Það háttar
svo til víða á okkar landi, að fisk-
ur er það eina, sem getur veitt
fólki atvinnu í hinum ýmsu
byggðarlögum. Þegar fiskiflotinn
stöðvast, þá gerist því hvoru-
tveggja, að gjaldeyristekjumar
minnka og atvinnuleysi herjar
um allt land. Ég vil því endurtaka
þá fullyrðingu mína, að þjóðin
hafi ekki efni á að láta þessi at-
vinnutæki, skipin okkar, stöðvast.
186
Ég ætla ekki að ræða í einstök-
um atriðum þá deilu, sem togara-
sjómenn eiga nú í, enda fengið
nóg af því á samningafundum
undanfarna daga og nætur, held-
ur aðeins láta í ljós þá von mína,
að þessi deila fari að leysast.
Hins vegar langar mig til að
fara nokkrum almennum orðum
um kjör íslenzkra fiskimanna.
Þau eru almennt ekki eins góð og
þau þyrftu að vera. Það er óþarfi
að nefna nokkrar tölur þessu til
sönnunar, því að staðreyndin
blasir við okkur í raunveruleik-
anum. Það fást ekki menn á allan
flotann. Það er auðvelt að manna
nýjustu og aflasælustu skipin, en
mikill hluti fiskiflotans býr við sí-
fell mannavandræði. Þessi stað-
reynd sannar að stéttin er ekki
nægjanlega vellaunuð. Það er
aldrei hörgull á fólki í störf, sem
eru vel borguð, jafnvel þótt þau
séu erfið. Það er marklaust hjal
að benda á tekjuhæstu sjómenn-
ina. Þeirra tekjur segja ekkert
um launakjör almennt. Það er
ekki aðeins gífurlegur munur á
hlut á efstu og lægstu skipunum,
heldur eru sveiflur á tekjum sjó-
mannastéttarinnar frá ári til árs
einnig miklar. Dæmið lítur allt
öðruvísi út, ef litið er til langs
tima. Þegar aldraður sjómaður
fer í land með pokann sinn eftir
ævilangt starf á sjónum þá telst
hann sjaldan til efnaðri manna.
Þá staðreynd þekkjum við öll,
svo marga aldraða sjómenn
þekkjum við.
Krafa þessa sjómannadags og
reyndar allra sjómannadaga, á
að vera sú, að tekjur sjómanna-
stéttarinnar verði það ríflegar að
duglegir menn haldist í stéttinni
en fari ekki í land á bezta aldri,
strax og eitthvert tækifæri gefst.
Ég get ekki rætt þá skoðun
mína ýtarlega hér, en það er mitt
álit að fullfær sjómaður ætti að
bera svipað úr býtum og faglærð-
ur maður. Fullgildur háseti er
fagmaður og ætti að hafa fag-
mannslaun og kjör. Ein af megin-
orsökum þess, að fiskimanna-
stéttin er ein af verst launuðu
atvinnustéttum þjóðfélagsins er
sú, hversu lágt ferskfisksverðið
er hérlendis.
Ég ætla ekki að rekja þróun
þessara mála, heldur nefna aðeins
sem dæmi, að við vorum að leggja
fiskinn á land á síðastliðnu ári,
fyrir 25 króna meðalverð, þegar
markaðsverð í nágrannalöndun-
um var 80—90 krónur.
Hér eru einhverjir maðkar í
mysunni. Það hlýtur að falla í
hlut okkar fiskimannanna fyrr
eða síðar að krefjast rannsóknar
á því af hverju hér er jafnan
miklu lægra ferskfiskverð en ger-
ist í nágrannalöndunum og ég sé
ekki betur en þessi munur fari
árlega vaxandi. Við þetta lága
fiskverð bætist svo það, að hið
flókna sjóðakerfi sjávarútvegs-
ins bitnar á skiptaverðinu til sjó-
manna. Sjómannastéttin hlýtur
að beina kaupkröfum sínum til
útgerðarmanna og þessar stéttir
munu jafnan deila um, hvernig
eigi að skipta kökunni, en þær
eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta í því að kakan sé sem stærst
og ættu því að geta sameinast um
að þrýsta á með hærra fersk-
fiskverð. Við getum ekki unað við
það lengur að selja fiskinn, sem
við öflum fyrir eitthvert brot af
gangverði á mörkuðum ná-
grannalandanna.
Góðir áheyrendur, nú langar
mig til að víkja að öðru og hug-
ljúfara efni um stund. Það væri
meira en lítið ámælisvert og það
á sjálfu kvennaárinu, að bregða
út af þeirri hefðbundnu venju í
sjómannadagsræðum, að minnast
sjómannakonunnar. í rauninni er
það svo, að þegar við ræðum hag
sjómannastéttarinnar eins og ég
hefi lítillega gert hér að framan,
þá taka þau orð einnig til henn-
ar. Konur okkar deila með okk-
ur kjörum, góðum eða vondum,
eftir því sem hlutir gerast í ver-
tíðarlokin. Það hefur margt fal-
legt vei'ið sagt um sjómannskon-
una en þó aldrei neitt ofmælt.
Hún stendur oft ekki síður í
ströngu í landi en við á sjónum,
þar sem hún verður að bæta á sig
ýmsum verkum, sem eiginmenn
VÍKINGUR