Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 44
tvennum tilgangi. Til þess að lækna fólk og til deyfinga. Með því að stinga nálunum í ákveðna punkta fæst fullkomin deyfing. Unnt er að skera menn upp án svæfingar. Það er hægt að draga úr tennur og vinna að tannvið- gerðum og sjúklingurinn finnur ekki til sársauka á meðan. Nál- arnar eru notaðar við erfiðar bamsfæðingar, sem þá verða sársaukalausar. Kínverskir her- menn læra á nálarnar og ef þeir særast geta þeir sjálfir, eða fé- lagar þeirra, deyft þá fullkom- lega, uns þeir komast undir læknishendi. Misjafnt er hversu margar nálar eru notaðar. Þeim mun færri þarf, eftir því sem ná- kvæmnin er meiri. Nálunum er stungið í holdið og síðan standa þær í holdinu meðan á aðgerð- inni stendur og þarf aðeins að snúa þeim öðru hverju og deyf- ingin helst. Þetta er furðulegt, en nú er þessi aðferð notuð við aðgerðir í skurðstofum í mörgum löndum, Frakklandi, Bandaríkj- unum, Svíþjóð og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt, að ekki sé minnst á Kína og önnur Asíulönd. Skurðlæknar og aðrir læknar, sem fást við aðgerðir, sjá auð- vitað kostina við nálarstunguað- ferðina. Svefnlyf og svæfingar eru hættulegar heilsuveilu, las- burða fólki og oft á tíðum hættu- legri en sjálf aðgerðin, sem gera þarf. Sjúklingurinn finnur ekki til neinna eftirkasta, heldur stíg- ur fram úr rúmi sínu heill og „ótimbraður" og álag svæfingar- innar er ekki fyrir hendi, einsog þar sem svefnlyfjum hefur verið beitt. Lækning með nálastungu En hvað um lækningu? Þótt ekki sé unnt að sýna fram á lækningamátt nálastung- unnar með eins afdráttarlausum rökum og notkun hennar til deyf- ingar, þá er lækningamátturinn ótvíræður, þ.e.a.s. í vissum tilfell- um. Hinn bandaríski læknir sagði mér frá ótal tilraunum, sem gerð- ar höfðu verið til lækninga á of háum blóðþrýstingi. Nálarstung- urnar voru mun áhrifameiri en lyflækningar. Sama var að segja um svefnleysi, mygrin og gigt. Það er segin saga, að þegar taugalyf eru gefin og deyfilyf, þá þarf sjúklingurinn sífellt stærri skammta af lyfinu til þess að svefn náist, eða það dragi úr sársauka. Það þarf ekki fleiri nálar, þótt endurtaka þurfi nál- arstungur á slíkum sjúklingum. Menn koma með „tak“, höfuð- verk, magasjúkdóma, streitu, svefnleysi og hvaðeina og nálun- um er snúið og þeir fá bót. Verk- urinn hverfur samstundis og sjúklingar fá bót. Nálarstunguaðferðin er víða notuð samhliða nútíma læknis- fræði. Sjúklingurinn er skoðaður „vísindalega" og síðan er ákveð- ið hvort nálar eru notaðar, eða „venjuleg" lyf. Hinn bandaríski læknir telur að hjá þeim læknum, sem noti nálar, séu mörg tilfella læknuð með nálunum, en ekki með lyfjum, eða aðgerðum. Er aðferðin „viðurkennd?“ Er aðferðin „viðurkennd?" Á því er ekki minnsti vafi. Bandaríska læknafélagið sendi lækni sem kunni kíversku til þess að læra þessar lækningar á For- mósu og þær eru nú viðurkennd- ar og kenndar við bandaríska há- skóla. Frakkar eru komnir lengst allra vesturlandaþjóða í nálar- stungum og vekur nálin þar ekki meiri athygli en magnyltafla. Franskir læknar og tannlæknar hafa stundað nám í Kína, þar sem þessi læknislist er lengst komin og urmull bóka hefur ver- ið gefinn út um þessi fræði. Milljón nálalækna í Kína Kínverjar eru um 800 milljón- ir. Þar er skortur á læknum. Kín- verjar hafa „vestræna" læknis- fræði á háu stigi, en þeir hafa á að skipa einni milljón nálastungu- lækna (bear food doctors), einsog þeir eru nefndir, sem stunda lækningar víðsvegar um ríkið og þeir hafa einnig undir höndum lyf. Nálarstungulæknar eru á sjúkrahúsum og vinna með „nú- tímalæknum“ og ágreiningur er enginn um að þetta kerfi hefur ótvíræða kosti. Þessi foma lækningaaðferð er því í brúki um allan heim og telst ekki til sær- inga eða hindurvitna lengur. Nálarstunguaðferðin er mjög gömul, 6000 ára a.m.k. Áþekk kerfi þekkjast hjá frumstæðum þjóðum. Það hefur t.d. komið í ljós að kanadískir (ogþá kannski grænlenskir) Eskimóar þekkja punktana og berja á þá með odd- hvössum steinum til þess að lina þjáningu og lækna veikindi. Fyrstu kínversku nálamar voru úr steini. Síðan komu kopamál- ar, gullnálar og silfurnálar. Núna eru nálamar úr fjaðrandi stáli og eru jafn hvassar og beittar og bestu holnálar læknisfræðinn- ar. Sársaukinn verður því minni af notkun þeirra. Mjög gi'einir menn á um það hversvegna nál- arnar virki. Helsta skýringin mun vera sú, að líkaminn (heil- inn), greini aðeins einn sársauka á hverjum tíma og með því að „setja inn“ sársauka með vissum aðferðum, þá hafi mannsheilinn ekki möguleika á að greina sárs- auka frá öðrum svæðum á meðan. Mikill skriður er á vísindalegum rannsóknum á nálarstunguað- ferðinni og beita háskólar margir fjölefli við þær. Það hefur komið í Ijós að Kínverjar fyrir þúsund- um ára réðu yfir makalausri þekkingu á líffræði mannsins. Auðvitað er læknisfræði þeirra skráð á annan hátt, en við ger- um, en þeir beittu „nútíma“ að- ferðum við greiningu sjúkdóma, svo mikið er víst. ísland á marga hæfa lækna. Ekki minnist ég þess þó að nál- arstungan eða nálarstungur hafi verið innleiddar hér. Ef til viU ætti einhver íslenskur læknir að leggja stund á þessa grein læknis- fræðinnar á dögum sérhæfingar og sérfræðinga. JG. 196 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.