Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 63
AÐSENT ÁLYKTUN UM LANDHELGISMÁL STJORNARFUNDUR haldinn ( Félagi áhugamanna um sjávarút- vegsmál mánudaginn 30. jún( gerir eftirfarandi ályktun um landhelgismái. Fundurinn harmar það skiln- ingsleysi, sem ávallt hefur komið fram hjá nágrönnum okkar á bar- áttu íslands fyrir vernd og nýt- ingu þeirrar einu auðlindar, sem islenzka þjóðin getur byggt til- veru sína á. Jafnvel frændur okkar á Norðurlöndum hafa aldrei lýst yfir opinberum stuðn- ingi við þessa sérstöðu, sem virða bæri á alþjóðavettvangi. Bretar og Þjóðverjar hafa beitt okkur ofbeldi með vopnum og efnahags- þvingunum. Enn stendur yfir átakadeila við Þjóðverja. Þessi saga og ástand er því hörmulegra, að örlitill þrýstihópur, togaraeig- endafélögin í viðkomandi löndum, hafa algjörlega ráðið stefnu rikisstjórnanna. Aðrir miklu mikilvægari þjóðarhags- munir þessara aðila, skv. umsögn þeirra sjálfra, i öryggismálasam- vinnu og viðskiptum, hefur verið ýtt til hliðar. Hér veldur eflaust miklu um túlkunarskortur okkar Islendinga sjálfra. Ekki hefur náðst yfirsýn yfir sameiginleg hagsmunamál heldur málin þró- azt i Iangvarandi málþóf um lög- fræðiatriði og hámarksafla. Vegna alheimsþróunar í haf- réttarmálum, sem við höfum verið brautryðjendur í meðal Evrópuþjóðanna, er 200 milna efnahagslögsaga nú staðreynd, allsherjaryfirráð strandríkisins komin I texta 2. nefndar hafréttarráðstefnunnar, og væntanlega verður formlega frá þessu gengið innan nokkurra mánaða. Avallt að lokum harðra átaka i deilum okkar við andstæð- inga í landhelgismálum hefur þeim skilizt að þeir háðu deilu við okkur á röngum forsendum. Avallt hafa þeir fylgt okkur eftir og gert nákvæmlega það sama í sínum landhelgismálum, sem þeir kostuðu miklu til að koma í veg fyrir að við gerðum i okkar. "Þessar aðgerðir hafa aldrei verið i neinu samræmi við verðmætin, sem i húfi voru. Það sama liggur einnig fyrir sem staðreynd i sambandi við 50 mílurnar og 200 milurnar, þeir munu einnig helga sér 200 mílurnar. Þvi verður nú að gera þá kröfu til þessara þjóða, að þeir láti nú þegar af kröfum sinum til veiða á islenzka landgrunninu og segi skilið við þann valdsrétt og valds- réttarhugsunarhátt, er þeir hafa ætíð beitt gegn Islendingum. Þá þess heldur, er fyrir liggur að Þjóðverjar beittu grófustu blekk- ingum í tilraunum sínum til þess að fá Haagdómstólinn til þess að lögfesta sér valdsréttinn á ís- landsmiðum. Staðreynd er, að ein- göngu er hægt að benda á tima- slitrur til ávinnings hefðarinnar, sem fiskveiðiréttindi þeirra nú eiga að byggjast á, þar sem er- lendu fiskiskipaflotarnir hurfu af Islandsmiðum öll ár beggja heimsstyrjaldanna. Vegna þessar- ar sögulegu staðreyndar hafa hin- ir erlftndu fiskiskipaflotar aldrei fiskað nægjanlega lengi, „stöðugt, ótruflað og ómótmælt", eins og segir i þýzka alþjóðaréttinum sem algert skilyrði til ávinnings hefð- ar. Þvf eiga engar erlendar þjóðir sögulega hefð til veiða á Islands- miðum. Það er kominn tími til þess að þessar þjóðir láti nú af frjálsum og fúsum-vilja af valds- réttarkröfum sinum, sem eiga sér ekki stoð i alþjóðalögum og taki upp eðlileg vinasamskipti við Is- lendinga. Þetta er þeirra síðasta tækifæri. Islendingar eiga nú sjálfir nægjanlegan skipastól til þess að taka árlega þann afla af Islandsmiðum, sem taka má, vegna hörmulegrar stffðu fiski- stofnanna. Veiðiheimildir til út- lendinga nú eru því framsal á hluta af þjóðarauði Islendinga þeim til handa. Sizt af öllu kemur til mála að gjalda Efnahagsbanda- laginu eðlilega viðskiptaaðstöðu okkar hjá þvi með veiðiheimild- um til ríkja þess, þar sem við erum miklu stærri viðskiptaaðili hjá þeim en þeir hjá okkur. Ef gengið væri að slikum viðskipta- aðstöðugjöldum væru opnaðar dyr fyrir aðra og mikilvægari við- skiptaaðila fyrir Islendinga að krefjast samskonar gjalda. Félag áhugamanna um sjávar- útvegsmál skorar á alla lands- menn að taka þátt i baráttunni fyrir 200 mílunum Islendingum einum til handa. VÍKINGUR 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.