Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 59
næmi. Það var að vísu varla hægt
að segja, að svo yrði þrátt fyrir
mörg en smá framlög. En þá tók
stiftamtmaður að sér að útvega
200—300 rd. styrk hjá stjórn-
inni, og forseti og féhirðir Húss-
og Bústjórnarfélagsins hétu að
að bera fram tillögu um 50 rd.
viðbótarframlag, ef með þyrfti.
Nú ber þess að gæta, að hér
var ekki eingöngu og ef til vill
ekki aðallega verið að skjóta
saman í farareyri, heldur var
ætlunin, að landarnir keyptu for-
vitnileg tæki til reynslu hér, ef
þeim litist svo á. Ekki verður
annað séð, en að hinir dönsku
kaupmenn hafi brugðizt vel við
í þessu máli sem og útgerðarfé-
lagið danska. En slíkum viðbrögð
um danskra manna er lítt á loft
haldið meðal okkar Islendinga.
Ýmsir kunna auðvitað að vilja
halda því fram, að hinir dönsku
kaupmenn hafi ætlað að græða á
hinum hugsanlega auknu fiski-
veiðum og bættri nýtingu aflans,
en ætli íslendingar sjálfir hefðu
ekki notið slíkra framfara, engu
síður og munað meira um það?
Og ekki verður annað sagt en
að Hilmar Finsen hafi farið vel
og hyggilega að. Þessa sömu daga
daga og samskotin stóðu yfir,
var hann að taka formlega við
embætti sínu, og hann hafði í
mörgu að snúast. Að morgni 6.
ágúst gerist hann formaður fjár-
öf lunarnef ndar B j örgvinj arf ar-
ar, eins og það myndi heita núna.
Daginn eftir tekur hann á móti
öllum alþingismönnum, en fyrir
þeim fór alþingisforsetinn, Jón
Sigurðsson, sem ávarpaði stift-
amtmann og mæltist vel. Á há-
degi þessa mikla söfnunardags
ganga svo fyrir hann allir bæjar-
stjórnarmenn og ýmsir háttsett-
ir embættismenn. Fyrir þeim fer
að sjálfsögðu forseti bæjarstjórn-
ar og ávarpaði hann í nafni allra
Reykjavíkurbúa. Hann hét Jón
Guðmundsson, málaflutnings-
maður, og reyndar sami maður
og ritstjóri Þjóðólfs. Þar með
var jafnframt skrifari ,,for-
gaungumaður fyrir samskotafé
handa þeim, er færi héðan á
Björgvinarsýninguna“ að ávarpa
formann hennar. Þess er einnig
rétt að geta, að sá sem ávarpaði
stiftamtmann um morgunin'n,
Jpn Sigurðsson, alþingisforseti,
var einnig í forgaungunefndinni.
Póstskipið Afcturus kom til
Reykjavíkur 3. ágúst 1865 og
meðal farþega var hinn nýi stift-
afntmaður Hilmar Finsen ásamt
f jölskyldu. Viku síðar hélt skipið
út áftur, og segir Þjóðólfur svo
frá:
,,Til fiskveiða sýningsins í
Éjörgvin fóru héðan af suður-
landi með síðustu póstskipsferð
Geir Zoéga húseigandi í Reykja-
vík, Guðmundur Guðmundsson,
ýngismaður í Landakoti á Vatns-
leysuströnd, og Kristinn Magn-
ússon, skipasmiður og fýrrver-
andi hreppstjóri í Engey. Kandi-
dat Oddur Gíslason gat eigi farið
sakir ýmsra anna og ferðalaga,
og er hann vissi eigi þetta fyrr
en kvöldið áður en póstskip fór.
Auk hinna þriggja fór einnig
með gufuskipiu Hafliði óðals-
bóndi Eyjólfsson frá Svefneyj-
um“.
Hafliði var reyndar kominn til
Reykjavíkur, þegar forgaungu-
nefndin var stofnuð, staðráðinn
í að fara á sýninguna. Hann
hlaut einnig styrk til þess.
En eitt vissi forgaungunefnd-
in ekki varðandi þátttöku Islend-
inga í sýningunni, enda minnist
ritstjóri Þjóðólfs, skrifari nefnd-
arinnar, aldrei á það í blaði sínu.
Það var nefnilega einn íslending-
ur þegar farinn utan til að sækja
sýninguna í Björgvin. Hafði
hann farið með júlí-ferð póst-
skipsins og var -kominn 3 vik-
um á undan hinum á sýninguna
og því orðinn hagvanur þar, er
styrkþegar forgaungunefndar-
irinar mættu. Maður þessi' var
Sumarliði Sumarliðason frá
Kollabúðum, gullsmiður og óðals
bóndi á Vigur í Isafjarðardjúpi.
Hann hafði reyndar fengið styrk
úr ríkissjóði, sem hinir ekki
fengu, fyrir tilstilli hins nýja
amtmanns Vestfirðinga, Bergs
Thorbergs. Hafði hann komið
með Arcturus 30. júní, og Sum-
arliði fór utan með skipinu viku
síðar!
Allir komu þeir aftur, og eng-
inn þeirra dó. Þeir komu allir 5
með póstskipinu 29. okt. 1865.
Þjóðólfur segir svo frá:
„Þeim var hvívetna vel tekið,
einkanlega í Noregi og af íslend-
ingum í Kaupmannahöfn æðri og
óæðri. Björgvinarmenn héldu
þeim skilnaðarsamsæti 19. sept.,
kvöldið áður en þeir fjórir fóru
þaðan. (Geir Zoéga' hafði farið
viku fyrr til Gautaborgar). Er
því lýst í Björgvinarpóstinum 24.
og 27. s. m. Er jafnframt þess
getið, hverjar skálar þar hafi
verið drukknar, og að Sumarliði
Sumarliðason hafi mælt fyrir
tveim minnum af hendi íslend-
inga. Þar var og í boði meðal
fleiri hinn víðfrægi fíólleikari
Ole Bull, er situr þar á búgarði
sínum Valaströnd, tæpa þing-
mannaleið frá Björgvin, og kom
hann með fíól sitt og lék á það
til mesta gleðiauka fyrir alla. Is-
lendingar í Kaupmannahöfn
héldu þeim og fagnaðar samsæti,
er þar var komið, og að síðustu
gengu þeir allir 5 fyrir konung
vorn og kvöddu hann, og fylgdi
þeim að því herra Jón Sigurðs-
son, skjalavörður. Tók jöfur
þeim ljúflega og spurði þá að
ýmsu héðan af landi. Kvaðst
liann að vísu hafa mikinn hug’á
því að koma sjálfur norður til ís-
lands, en þó að það mundi verða
að farast fyrir, mundi hann von
bráðar láta son sinn koma þang-
að.
Þess má og eigi láta ógetið,
hve vel að Björgvinarmennirnir
t-era söguna póstskipstjóranum
M. Andresen þeim til handa, er
hann eigi aðeins auðsýndi þeim
bróðurlega mannúð og velviljá
um borð í Arcturus á leiðinni út
og upp hingað, heldur og beindi
ferð þeirra frá Englandi til
Björgvinar og þaðan aftur á
bezta hátt og eftir því, sem hon-
um var framast auðið.
ítarlegri skýrslu um þessa ferð
þeirra félaga, lýsingu Björgvin-
arsýningsins sjálfs, og hvað þar
með gæti áunnizt til framfara
VÍKINGUR
211