Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 43
Jónas Guðmundsson: NÁLARSTUNGUAÐFERÐIN Nútíma læknisfræði er liðlega 200 ára. Sjúkdómur er greindur vísindalega og meðferð, eða að- gerð er ákveðin og oft undrumst við þekkingu og hæfni lækna vorra og meðöi þeirra, sem bægja þjáningu og skelfingu frá dyrum okkar. En þótt við hljótum að undr- ast þann árangur, sem náðst hef- ur — og mun nást, er eigi að síð- ur fróðlegt að kynna sér lækn- ingakunnáttu fornþjóða, því auð- vitað var gripið til ýmissra ráða gegn sjúkdómum áður en nútíma læknisfræði varð til. Menn suðu grös, tóku blóð og sumar forn- þjóðir gerðu merkilegar aðgerðir og hoískurði — og þeir læknuðu fólk, a.m.k. stundum. Húsráð í þágu læknavísinda Sumar þessara gömlu aðferða hafa erfst inn í nútíma læknis- fræði, eða gerðu það á sínum tíma, en aðrar hafa orðið gleymskunni að bráð. Framsetn- ing aðferða var oft barnaleg og minnti oft meira á særingar, en lyfjafræði og mér kemur í hug, að einn íslenskur vísindamaður og læknir hefur með því að taka eftir gömlu húsráði, íslensku, gjörbreytt viðhorfi og meðhöndl- un brunasára. Þetta er Ófeigur Ófeigsson læknir, sem sett hefur frarn ótvíræðar sannanir fyrir gildi þess að kæla brunasár, til þess að stöðva eyðileggingu lík- amsvefja. Til hans kom kona, sem brennst hafði í æsku og hafði móðir hennar (eða einhver) stungið skaðbrenndum handlegg barsnins niður í sýrukar til kæl- ingar, en því miður náði hand- leggurinn ekki allur niður í karið VlKINGUR — eða sem betur fer mætti kannske segja — og áratugum síðar mátti greinilega sjá hvað aí hinum brennda handlegg hafði náð að kælast. Þar var brunasárið betur gróið og skemmdin minni, en ofar, þar sem kæling náðist ekki. Svo glögg voru þessi skil, að það minnti á vel málaða sjólínu. En þótt skarpskyggni Ófeigs Ófeigssonar læknis sé virðingar- verð og eins það, að hann ver mörgum árum í vísindalegar rannsóknir á fyrirbærinu, sem síðar verður til þess að viðhorf manna breytast, þá er þetta ekki einsdæmi. Nútímalæknisfræði beinir sjónum sínum æ meir að fornum húsráðum og fornum læknisdómi, til þess að afla nýrr- ar þekkingar fyrir vísindin, að- laga og endurbæta og síðan til- einka menn sér það sem nothæft kann að reynast. Oft mun þessi fengur þó vera smár að vöxtum, en á hinn bóginn stundum stærri en svo að honum verði kyngt nema á löngum tíma. Má þar nefna t.d. „huglækningar,“ sem bera svip særinga og fleira yfir- skilvitlegt, já og margt fleira, því það er margt skrýtið í kýr- hausnum, einsog kerlingin sagði. Nálastungan og vísindin Ef það sem fyrir almennings- sjónir kemur er skoðað, þá er ekki minnsti vafi á því að sú læknisfræði fom, sem þrengt hefur mest að nútíma læknis- fræði er kínverska nálarstungu- aðferðin. Hún bætir heilu nýju sviði við læknisfræðina — og merkilegt nokk, án þess að „við- hlýtandi skýring" fylgi með í kaupunum, sem til skamms tíma var raunar óhugsandi, þegar nú- tíma læknisfræði tók fomhelga dóma upp á sína arma. Nálarstunguaðferðin hefur ver- ur verið iðkuð í Kína og í Aust- urlöndum í á að giska 6000 ár, að því er talið er. Aðferðin er þó ekki bundin við Kína einvörð- ungu, heldur alla Asíu, þótt Kín- verjar hafi náð lengst í notkun hennar. Aðferðin byggist á því að í líkama vorum eru nokkur hundruð „punktar" eða stöðvar og með því að erta þá með nál, sem stungið er í holdið, eða með höggi, eða með hita (glóð) þá verða einhverjar breytingar á líffærastarfsemi okkar og tilfinn- ingu. Þessir punktar eru mis- áhrifamiklir og þeir liggja um allan líkamann. Þeir áhrifamestu eru þó í útlimum neðst, höndum og fótum og í eyrum og á höfði. Nýlega kynntist ég bandarísk- um lækni, frú V. Dowes, en hún er eldri kona og hefur hún undan- farin tvö ár numið nálarstungu- aðferðina í Frakklandi, en fransk- ir læknar hafa lagt drjúgt af mörkum til þess að aðlaga nálar- stunguaðferðina nútíma lækna- vísindum. Alllangt er síðan þessi læknislist barst til Frakklands, því í her Napoleons mikla voru nálarstungulæknar, auk annars. Þessi bandaríska kona var að vinna að undirbúningi á sérstakri nálarstungudeild við háskólann í North Carolina í Bandaríkjunum. Þar verður rúm fyrir 70 sjúkl- inga. Hvað er nálarstunga? Hvað er nálarstunga? — Nálarstungur eru notaðar í 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.