Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 23
Gunnar Magnússon: FRANSKT SPÍTALASKIP Sagt frá strandi shipsins „St. Poul(( Á þj óðveldistímanum áttu ís- lendingar skip, sem þeir fóru á landa á milli, eins og sagan greinir frá, en eftir gildistöku Gamla sáttmála, má telja að landsmenn hafi verið uppá aðra komnir með siglingar að og frá landinu. Liðu svo margar aldir, að ís- lenska þjóðin mátti horfa uppá það, að erlendir menn sigldu að landinu með varning handa henni, og fluttu það frá landinu, sem þjóðin framleiddi umfram eigin þarfir. Þá voru fiskveiðar stundaðar af erlendum þjóðum við strendur landsins á haffærum skipum, má þar til nefna Hollendinga, Eng- lendinga, og síðast en ekki síst Frakka, sem síðast og lengst gerðu út mikinn skipastól á Is- landsmið. En landsmenn urðu að sætta sig við smáa og vanbúna árabáta í aldaraðir, og var aflinn því oft á tíðum bæði lítill og stopull. En um síðustu aldamót var ís- lenska þjóðin að vakna til nýrr- ar sóknar í útgerðarmálum. Þá tók þjóðin að eignast seglskip, keypt af Englendingum, sem tog- ararnir þar leystu af hólmi með tilkomu gufuaflsins í skipum. í aldamótaljóði sínu segir Einar Benediktsson þar sem hann er að eggja þjóð sína lög- eggjan til nýrra framfara: VIKINGUR „Hefurðu frétt hvað Frakkinn fekk til hlutar, fleytann er of smá, sá grái er utar.“ Og það kom að því, að íslend- ingar eignuðust stærri og betur búin skip, enda þótt að hanskinn væri tekinn upp af anarri þjóð frágenginni, það er kútteraút- gerð Englendinga. Um og fyrir síðustu aldamót gerðu Frakkar út mikinn flota seglskipa til fiskveiða á íslands- mið. Var sá mikli skipafloti vel búinn, að því er séð varð og sagnir herma. Þessi seglskip Frakka voru stærri en kútterarnir ensk- byggðu, sem íslendingar keyptu á sínum tíma, en Frakkar guldu stundum afhroð á skipum sínum hér við land, strönd voru alltíð á frönskum fiskiskútum og margt gat að höndum borið á sæ, svo sem slys á mönnum og veikindi. Laust fyrir aldamótin síðustu létu Frakkar byggja tvö spítala- skip. St. Peter og St. Paul, til þess að fylgja flotanum á ís- landsmið og veita þar aðstoð og hjálp eftir þörfum og aðstæðum. Var talið að þessi spítalaskip væru mjög vönduð að smíði og öllum frágangi. Þó varð sú raun- in á, að Frakkar hafa sjálfsagt ekki þóttst geta fullnægt þörf fiskiflotans með læknishjálp og aðstoð, því hérlendis reistu þeir tvö sjúkrahús fyrir franska sjó- menn, sem þar gátu átt athvarf og aðhlynningu í slysa- eða sjúk- dómstilfellum. Hinn 4. apríl 1899 strandaði franska spítalaskipið „St. Paul“ á Koteyjarfjöru í Meðallandi. Tal- ið er að veður hafi verið gott, en þoka. Áhöfn skipsins, sem var tuttugu manns, bjargaðist heilu og höldnu í land, og tóku byggða- menn við þeim að vanda. Skipstjóri hét Teopils Lactorit, var hann franskur, sem og öll áhöfn skipsins. Sýslumaður Skaftafellssýslu var þá Guðlaugur Guðmundsson, sat hann að Kirkjubæjarklaustri. Mun honum þá þegar hafa verið tilkynnt um strandið og hann þá þegar gert allar venjulegar ráð- stafanir í sambandi við hið strandaða skip og áhöfn þess. Túlkur við frönsk strönd í Meðallandi var venjulega Bjarni Jensson, læknir á Breiðabólsstað á Síðu. Var hann bróðursonur Jóns Sigurðssonar forseta. — Bjarni Jensson var og túlkur við þetta strand. Á St. Paul var bæði læknir og prestur, þar var sjúkrastofa með fullkomnum búnaði og þar var einnig kapella. Var talið, að aldrei hefði neitt þvílíkt sést í strönduðu skipi við Meðalland, sem sjá mátti í St. Paul. Mublur höfðu Meðallendingar ekki séð fyrr en þar um borð og 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.