Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1975, Blaðsíða 12
Þeir stjórna HAFSKIP HF.: Talið frá vinstri: Halldór
S. Friðriksson, skrifstofustjóri, Magnús Magnússon,
forstjóri og stjórnarformaður, og Þórir H. Konráðs-
son, framkvæmdastjóri.
Jónas Axelsson, skipstjóri, og Björn Sigurðsson, skipa-
miðlari, taka við nýju skipi í Þýzkalandi. Skipð hlaut
nafnið SKAFTÁ.
Hafskip hf. er með samning um
flutninga á framleiðslu verk-
smiðjunnar við Mývatn, en
samningur þessi hljóðar upp á
að flytja 24.000 tonn af kísilgúr
frá Húsavík. 65% af þessu
magni fer til Hamborgar, 10%
til Antwerpen. Afgangurinn fer
svo til Norðurlandanna, Frakk-
lands og Bretlands.
— Hafskip hafði þessa flutn-
inga að hluta á móti Eimskipa-
félagi íslands, en síðan árið 1972
höfum við séð einir um flutning-
ana.
Samið er um þessa flutninga
til eins árs í senn.
Vörugeymslar —
mannafli
— Hafskip hf. hefur einsog
fleiri skipafélög, verið á hálf-
gerðum hrakhólum með geymslu-
rými, en mjög erfitt er að koma
sér upp aðstöðu, sem nauðsynleg
er fyrir ódýra og hentuga vöru-
dreifingu.
Fyrstu árin var notast við hús
Alliance við Vesturhöfnina. Það
þjónaði fyrstu árin, síðan var
TIVOLI keypt og er enn notað.
Þá reisti fyrirtækið vöruhús
við Eiðisgranda og eina skemmu
höfum við á leigu á hafnarbakk-
anum í Vesturhöfninni.
— Hvað vinna margir hjá
Hafskip hf?
— Það munu vera um 100 fast-
ir starfsmenn.
— Starfandi á skipaflotanum
eru um 50 manns, á skrifstofum
eru 14 manns og afgangurinn
vinnur við vörugeymslur og
fleira.
— Hve margar ferSir fóru
skipin á seinasta ári?
— Árið 1974 voru farnar um
110 ferðir á þessum leiðum. Þar
af 90 ferðir á eigin skipum, en
hitt með skipum, sem tekin voru
á leigu.
— Hverjir skipa stjórn Haf-
skips núna:
— Þeir eru:
Magnús Magnússon, Njarðvík-
um, formaður.
Ólafur B. Ólafsson, Sandgerði,
varaformaður.
Axel Kristjánsson, Hafnar-
firði.
Einar Guðfinnsson, Bolungar-
vík.
Haraldur Gíslason, Vest-
mannaeyjum.
Friðrik Magnússon, Njarðvík-
um, og
Þórarinn Guðbergsson, Garði.
Framkvæmdastjóri er Þórir
H. Konráðsson og skrifstofu-
stjóri er Halldór S. Friðriksson.
Framtíöin — siglingar
þurfa aó vera I liöndum
innlendra nianna.
— Hver telur þú helstu fram-
tíöarverkefni Hafskips hf. og
annarra islenskra sldpafélaga?
— Við hér beinum kröftum
okkar að hagkvæmni 1 rekstri og
að fullnýta þau viðskipti, sem við
getum fengið. Það er langt frá
því að unnt sé að skipuleggja
siglingar í eitt skipti fyrir öll.
VÍKINGUR
164