Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 3
íslensk togaraútgerð
hefur frá fyrstu tíð haft á
að skipa mörgum úrvals
sjómönnum. Sumir tog-
aramenn báru af öðrum og
einn sá frægasti af fjölun-
um í hópi gamalla togara-
manna, er Frans Arason.
Hann var talinn fljótasti
flatningsmaðurinn á flot-
anum og svo rammur að
afli, að talið var að hann
vissi ekki afl sitt.
Frans Arason verður
áttræður á næsta ári, en er
samt furðu ern, ekur bíl
hvað þá annað og hvar sem
hann fer, sópar að þessum
virðulega prúða sjómanni.
Við hittum Frans á dög-
unum og eftir honum var
það sem hér fer á eftir, rit-
að:
I.
Hann hallaði sér afturábak í
stólinn, þrekmikill um herðarnar
og tók þéttingsfast um armana og
stórar hendurnar voru enn falleg-
ar. Þær hafði aldrei skort afl og
aldrei höfðu þær verið sparaðar
heldur, hvort það ;'ar nú til þess að
taka í blökkina i til þess að
fletja fisk. Nei, h ' Frans Arason
hafði aldrei skort afl um dagana og
nú voru árin senn orðin áttatíu.
— Nei, ég er ekki maður til þess
lengur, hætti þegar ég var um sjö-
tugt, þá taldi konan mig á að gefa
bátinn og síðan hefi ég verið bát-
laus. Hún var byrjuð að óttast um
VÍKINGUR
331