Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 7
skipstjórann, sem venja var, þegar komið var á ytri höfnina. Líklega hefur hann þó hugsað að honum veitti ekki af að sofa eftir miklar vökur. Þegar Skallagrímur rann inn á ytri höfnina, stóðum við frammá bakka og stýrimaðurinn í brúnni gaf rórmanninum skipun um að stefna milli tveggja ljósa sem voru langt hvert frá öðru. Töldu þeir þetta vera tvö skip, en svo kom í ljós að þetta var aðeins eitt stórt kolaskip og Skallagrímur renndi á miðsíðuna og dallurinn sökk. Við tókum mennina og svo var farið í land með þá. Þetta var ekki mikið stuð, því búið var að setja á fulla ferð afturábak, nokkru áður en skipin skullu saman. Það varð mannbjörg, en þó átti þetta efttir að kosta mannslíf, því þegar farið var að sprengja burtu flakið árið eftir, því það var fyrir, þá varð sprenging og tveir eða þrír menn létu lífið, tættust sundur. V. — Þekkirðu ekki Frans sterka Arason, sagði hann við hana, maðurinn sem hún var að dansa við þá, en ég hafði slitið sundur tvo sem voru í áflogum og gekk með þá sinn undir hvorri hendinni og lét þá niður fyrir utan, svo þeir gætu haldið áfram að slást. Það var nú þá. Ég var búinn að missa konuna fyrir löngu. Líf hennar hafði fjarað út. Hún hét Þórunri Sigríður Stefánsdóttir og var fædd 1897 einsog ég og dó 1928. Við áttum fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Þá fóru í hönd erfiðir tímar og reyndar nokkru fyrr meðan veikindin herjuðu og svö leystist heimilið upp, þegar hún var dáin. Þetta er í raun og veru ólýsanlegt, lífsaflið sjálft rís gegn þér, þver- hnípt og öndvert og veröld þín er leyst upp í eitt skipti fyrir öll. Á fimmtugsafmælinu — Frans og seinni kona hans Sveinbjörg Guðmundsdóttir, bæði eiga þau sama afmælisdag 13. ágúst. En svo komu aftur betri dagar, konan sem ekki þekkti hann Frans sterka Arason á ballinu átti eftir að kynnast honum betur og við gift- um okkur 21. mars 1931. Svein- björg Guðmundsdóttir heitir hún og við eigum eina dóttur. Svein- björg er frá Vorhúsum á Eyrar- bakka og á sama afmælisdag og ég, 13. ágúst, og hún er fædd 1905, svo ég hefi fengið hana í afmælisgjöf þegar ég var átta ára. Nú hefur hún haldið fyrir mig vorhús í 45 ár. Við erum ekki ein í heiminum, sem betur fer og börnin og barna- börnin telja 50—60 manns. Þín á- byrgð er því mörg og stór. — Við Sveinbjörg reistum bú á Lindargötunni. Hún hafði átt við veikindi að stríða og þoldi engan mat nema þaraþyrskling, sem ég sótti handa henni út á sund á kvöldin. Hann er ríkur af joði og hún læknaðist fljótt. VI. — Hvað um kraftana? — Hvað um Frans sterka Ara- son? Þetta með kraftana kom eigin- lega þvert um geð. Auðvitað eru ungir menn óðfúsir í að vita afl sitt. Ekki hafa konur þó borið bláa bletti eftir mig á örmum sínum, en það er nú annar handleggur. Sem ungur maður var maður oft þar sem menn reyndu kraftana og ég var stór og þrekinn. Samt leit ég ekki á mig sem aflraunamann og vildi ekki láta mana mig til átaka. í þá daga voru nokkrir steinar, sem menn lyftu, eða lyftu ekki. þeir voru aflmælar þeirra tíma. Einn var 450 pund, hann var á planinu þar sem Ellingsen var með verslun sína. Ég tók hann upp með einum fingri. Það var á honum hringur, svo þetta var hentugt. Ég var alltaf í krók í þá daga. En svo var hann þungur, að blóð spratt undan nöglinni á fingrin- um, meðan ég lyfti steininum. Annar steinn var líka við bakaríið í Þingholtunum hjá honum Gísla bakara. Ég held að sá steinn sé núna í Árbæjarsafninu. Ekki man ég hvað hann var þungur. Ýmsar fleiri aflraunir þreytti ég, en yfir- VÍKINGUR 335
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.