Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 9
Það var meiri fiskur hér í bugtinni í gamla daga og ekki óalgengt að koma með fullan bát, svo út úr flóði. leitt sneiddi ég hjá slíkum þraut- um. Einu sinni kom hingað útlend- ingur til að halda bílum. Hann brá reipi um sig og bílarnir komust ekki af stað, af því að hann hélt þeim. Ég var að koma af íþrótta- móti og átti leið fram hjá Litlu bilastöðinni og þá fóru þeir að mana mig til þess að leika þetta eftir útlendingnum og áður en ég vissi af voru þeir farnir að tína peninga upp úr vösunum, til að leggja undir og það voru 75 krón- ur, sem þeir lögðu undir. Ég var í nýjum fötum, í annað skiptið sem ég hafði farið í þau og var ófús að reyna. 75 krónur voru miklir pen- ingar í þá daga, þvi þá var verka- mannakaup fyrir fulla vinnu að- eins 50 krónur á viku. Nú það varð til þess að ég brá um mig kaðlinum og hélt við einn Chevrolet og hann bara spólaði, en fötin voru ekki söm eftir, gáfu sig bæði á bakinu og handleggnum undan kaðlinum. Einu sinni lyfti ég líka jeppa fyrir hann Ásgeir hjá Kol og salt. Hann langaði svo fjarskalega mik- ið til þess að vita hvort ég gæti lyft jeppa, svo ég gerði þetta fyrir karl- inn, tók um stuðarann og lyfti jeppanum upp og hélt honum dá- litla stund. Þetta gerði ég nú bara privat fyrir hann Ásgeir, því hann var svo indæll maður. Nú ýmsar sögur voru í gangi um afl mitt, og sumir kölluðu mig Frans sterka, en ég gerði fátt til þess að koma á mig einhverju kraftamannsorði. Á hinn bóginn var ég hreykinn af ýmsu öðru. Guð gefur manni kraftana, en annað verður maður að tileinka sér sjálf- ur. Ég lagði mig til dæmis eftir því að vera fljótur að fletja fisk. Flatti níu og hálfan þorsk á mínútu, en Mangi lipri sem talinn var fljót- astur, flatti aðeins níu. Hann var líka ekki neinn venju- legur maður. Það sá maður til að mynda í sundlaugunum. Hann stökk af brettinu og hnitaði marga VÍKINGUR hringi í loftinu, og var þá orðinn roskinn maður, þegar ég sá hann. Það gaf auga leið, að þessi mað- ur hafði allt til að bera. En þetta með flatninguna. Einu sinni tók Loftur ljósmyndari kvik- mynd af því hvernig farið væri að þvi að fletja níu og hálfan þorsk á mínútu. Hann fór með okkur út á Skalla. Þegar þessu var lokið, þá tók hann líka myndir, þar sem ég sýndi hvernig verkið er unnið og þessar myndir hafa þeir nú verið stundum að sýna í sjónvarpinu og það er dálítið furðulegt að sjá sínar eigin krumlur að störfum þótt maður sitji inni í stofu auðum höndum. Það kom sér líka oft vel að vera fljótur að fletja á honum Skalla einsog hann Guðmundur gat fisk- að. Einu sinni fékk hann 12 poka og svo 18 í næsta hali á eftir og dekkið var fullt af spriklandi hraunadraugum. Þá voru sett borð meðfram lunningunni og híft inn á skipið, þar til allt var orðið fullt. Svo var lagst og farið að gera að og Guðmundur kom sjálfur í flatn- inguna og allir um borð, hvaða starfa sem þeir annars höfðu, til þess að bjarga þessum stóra fallega fiski, fletja hann og salta. Nei, kraftarnir eru meðfæddir, koma frá guði, og því skyldu menn ekki stæra sig af þeim sérstaklega en vinnubrögð til sjós og lands eru annað, menn geta verið stoltir af verklagi sínu og öðru handanna verki. Þegar ég gifti mig öðru sinni, hætti ég á sjónum og fór að vinna fyrir Kol og Salt, einsog faðir minn hafði gert. Ég ók vörubílum, en hélt samt ávallt tryggð við trilluna og var á sjó öllum stundum. Ýmsir góðir karlar réru hjá mér. Ég stundaði grásleppuna og færin til skiptis og sótti í þetta þrek og við- urværi. Þetta gekk vel, en svo 337

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.