Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 14
fiskveiðar við íslandsstrendur á þilskipum strax við upphaf 15. aldar og tóku upp allnáin sam- skipti við landann. Ætla mætti að útbúnaður þeirra, seglin og skipin hvettu hérlandsmenn til eftir- breytni, en bændur sáu sér þá að- eins hag í verslun við Tjallann. Og landinn dorgaði dáðlaust uppvið sand. Engar breytingar urðu í þessum efnum svo talist geti allt framundir aldamótin 1800, með tilkomu þil- skipaútgerðar, óburðugrar að vísu. Um miðja 19. öld tók þó að rætast úr, þegar innlendri kaupmanna- stétt var fiskur vaxin um hrygg. íslendingar eignast þá kaupskip, og aðeins endaspretturinn eftir, síðastliðin 100 ár. Saga þeirra ára verður ekki rak- in svo nokkru nemi, menn henni að líkindum kunnastir, en efnis- mikil er hún og byltingarkennd. Þar gerist allt í stökkum. ítök stór- bænda í sjávarútvegi fóru ört þverrandi, en skortur á mannafla ágerðist við strendur landsins, og þangað fluttist í stórum stíl vinnufólk úr sveitunum. Þar með var þéttbýlisþróunin hafin, vél- væðing í sjónmáli og þá ekki síður stéttaátökin. Með tilkomu þilskipanna gátu sjómenn sótt lengra út á miðin, stundað veiðarnar lengur á ári hverju og veður hamlaði síður sjó- sókn. Eftirspurnin á fiski jókst líka sífellt og þegar saltfiskmarkaður- inn opnast fslendingum eykst verðmæti aflans að mun. Veiði- tækni fleygir fram, frá handfærum eingöngu til þess að net og lína verða algeng veiðarfæri. Á tuttug- ustu öld kemur trollið og nótin til sögunnar, vélvæðing flotans og fs- lendingar eignast togaraflota. Þá er farið að hraðfrysta fisk til út- flutnings, sem var feikileg framför. Síldin verður líka fjöregg mikið, en sem við vitum glopruðum við því niður, brutum og búum enn að sárunum. Eimskipafélaginu megum við ekki gleyma. Stofnun þess árið 1914 markar mikil tímamót í sögu þjóðarinnar. íslendingar gerðu sér líka grein fyrir þessu strax í upp- hafi, þetta óskabarn þjóðarinnar á sínum tíma var að stórum hluta fjármagnað af almenningi í land- inu sjálfu. Þegar Gullfoss og Goðafoss komu til landsins 1915 var einskonar óformleg þjóðhátíð í hjörtum landsmanna. Eftir átta aldir var þjóðin aftur rik, hún átti skip. IV Hver var þá staða sjómannsins gegnum aldirnar og hver er hún nú? Sem fyrr segir var sjómennska aðeins stunduð stuttan part úr ári, og róið með handfæri á opnum árabátum. Það segir sig því sjálft, að ekki hefur aðbúnaður verið sem ákjósanlegastur. En sjómaður í þá daga var annað tveggja, vinnu- maður útvegsbóndans eða tómt- húsamaður, en svo nefndust þeir menn sem höfðu sjómennsku að aðalstarfi. Sem stétt töldust þeir einu stigi ofar að mannvirðingu en flakkarar og þurfamenn. Sú stað- reynd segir flest sem segja þarf um líf þeirra og aðbúnað. Með tilkomu þilskipaútgerðar fjölgar verulega í stétt sjómanna, þ.e.a.s. þeirrá sem framfæri sitt hafa eingöngu af sjómennsku. Tekjurnar voru þó óverulegar þegar mið er tekið af vinnunni og vinnutímanum, en oft var ekki svefnfriður nema örfáa tíma á sól- arhring og þá við hinar verstu að- stæður. Stöðug vosbúð og svefn- leysi var líf þeirra manna. Og rættist lítt úr því þegar við tóku togararnir, uns alþingi sá sig til- neytt árið 1921 að setja lög um lágmarkshvíld sjómanna, sex tíma á sólarhring. Bárufélög sjómanna um alda- mótin síðustu voru í raun og veru undanfari verkalýðshreyfinga i landinu. Árið 1915 er svo Háseta- félag Reykjavíkur stofnað og ári síðar urðu tímamót í stéttarsögu sjómanna þegar hásetar á togurum fara fyrstir sjómanna í verkfall. Það sýndi sig líka fljótlega að ekk- ert annað verkfall gat haft þvílík áhrif á þjóðlífið og afkomu alla í landinu. Þarmeð er barátta ís- lenskra sjómanna fyrir bættum hag og réttum hlut hafin og hefur staðið linnulaust síðan. Árangurinn: Enn búa sjómenn við lengri vinnudag en nokkur önnur stétt í landinu, en um kaupið er aðra sögu að segja ef litið er á heildina. Kauptrygging sam- svarar þolanlegum launum fyrir átta stunda vinnudag, en hjá sjó- mönnum er þessi vinnudagur iðu- lega 12 stundir fyrir utan helgar. Þeir eru þó ófáir sjómennirnir sem verða að una kauptryggingu einni saman og fer líklega fjölgandi. í þeim efnum gætir oft mikils mis- skilnings hjá almenningi, og ekki nema von. Hvenær sjáum við t.a m. í dagblöðum fréttir þess efnis, að sjómenn á einhverjum báti hafi róið uppá hvern dag í fleiri mán- uði, stritað rúmar 12 stundir á dag, en hlutur þeirra ekki náð kaup- tryggingu; slíkt er ekkert eins- dæmi. Eða hversu oft er ekki slegið upp á forsíðu fregnum um sjó- menn á t.d. ákveðnum loðnubáti, náttúrulega þeim aflahæsta, sem að mánuði liðnum höfðu hálfa milljón í hlut. En vissulega er þagað um alla hina, og vinnu og erfiði þessara manna, sem og hitt að næstu ellefu mánuðina strita þessir sömu menn ekki minna þó hluturinn nái kannski ekki kaup- tryggingunni. V Okkur ætti nú að vera óhætt að draga þá ályktun, að starf sjó- mannsins fyrr á öldum og enn í VÍKINGUR 342

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.