Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 15
dag hefur ekki aðeins verið erfitt og
vanmetið, það var og er líka ein
styrkasta stoð lífsins í landinu. Það
eru sjómennirnir sem afla hráefn-
anna er ríkidæmi okkar byggir á.
Þeir færa að landi afrakstur strits
síns og svita, fiskinn sem skapar
okkur öllum tekjur. Og taka aftur
við afurðunum og flytja á erlendan
markað, þar sem örlög okkar eru
beinlínis ráðin af söluverðmæti
hvers fiskfarms.
Hér verður ekki reynt að leiða
heimspekileg rök að þeirri fullyrð-
ingu, að gildi sjómannastéttarinn-
ar sé afgerandi, þannig að án
hennar væri ekkert ísland, að þar
komi ekkert í staðinn. Þess i stað
skulum við athuga lítið dæmi, þar
sem tölurnar segja fleira en ótal
orð og gefa kannski enn fleira í
skyn:
Árið 1973 unnu aðeins 13%
landsmanna að fiskveiðum og
vinnslu sjávarafla. Þetta sama ár
var útflutningsframleiðsla lands-
ins á tímabilinu jan.—okt. samtals
að verðmæti 25.558 milljónir
króna- Þaraf voru sjávarafurðir að
verðmæti 19.300 milljónir króna,
eða um 75% af útfluttum verð-
mætum þjóðarinnar. Getur svo
hver fyrir sig metið og vegið gildi
sjómannastéttarinnar fyrir efna-
hagslega afkomu landsins.
Þrátt fyrir staðreynd sem þessa,
vantar mikið á að skilningur al-
mennings á nauðsyn og gildi þess,
að vel sé búið að sjávarútvegi og
sjómönnum sé sem skyldi. Al-
menningur í landinu er enda hóp-
ur þarsem þjónustustéttir eru i
miklum meirihluta og sjómanna-
stéttin hefur takmörkuð áhrif eins
og málum er háttað í dag.
Svo oft hefur enda gengisfelling
verið réttlætt á þeim forsendum að
„bjarga“ verði sjávarútveginum,
eins og hann sé einhver allsherjar
dragbítur á kerfinu, að engan þarf
að furða þó almenningur sjái sér
lítinn hag í slíkri útgerð að óat-
huguðu máli. Hitt gengur fólki
verr að skilja, að þar sem sjávar-
afurðir eru helstu útflutningsverð-
mæti okkar, hljótum við að meta
gildi krónunnar á hverjum tíma í
samræmi við markaðsverð þeirra,
eða að öðrum kosti að hækka og
lækka kaup á sama grundvelli.
Þ.e.a.s. þegar svo er komið, að við
viljum kaupa mun meira að utan
en útlendingar vilja af okkur
kaupa er gengi krónunnar of hátt,
gildi hénnar er ofmetið.
Við getum nefnilega ekki beitt
þeim kristilegu viðskiptaháttum á
heimsmarkaði sem innanlands, að
framleiðandinn fái það fyrir vör-
una sem hann fullyrðir að nauðsyn
bjóði svo hann hjari í „bíssnessn-
um“. Þó virðast margir halda, að
öllu megi bjarga á þann einfalda
hátt að loka bara frystihúsunum
og leggja flotanum. þeir hinir
sömu ætla þá sennilega að sætta
sig við rúmlega helmingi minni út-
og innflutning; rúmlega helmingi
minni tekjur.
I dag er heimsmarkaðsverð á
framleiðsluvörum okkar í lægra
lagi, og af því súpum við öll seyðið
eða ættum að minnsta kosti öll að
gera. Samtímis er útlitið svart í
fiskveiðimálum. Það leggur því
ekki alltof mikla birtu innum ljór-
ann okkar nú.
En hvað gerist svo þegar verðið
á framleiðsluvörum okkar rýkur
upp á heimsmarkaði? Er þá staða
sjávarútvegs tryggð rækilega og
hlutur sjómanna viðurkenndur.
Það skyldi þó aldrei vera að fyrst
séu laun bankastjóra hækkuð og
byggðir fleiri bankar? Og hvers-
vegna er það, að alltaf eru til pen-
ingar í járnblendi og álverksmiðjur
en ekki aur fáanlegur til fiskrækt-
ar? Kannski vegna þess, að við lif-
um á járni og töpum á fiski og
fiskvinnslu. Það skyldi þó aldrei
vera?
Sumir vilja kannski skilja mál
mitt sem svo, að hagsmunir sjó-
manna og útgerðarmanna fari
alltaf saman. Svo er vissulega ekki,
en sameiginlegir hagsmunir þeirra
felastþó í því, að gildi sjómennsku
og sjávarútvegs sé viðurkennt í
verki. Annarlegir hagsmunir verða
alltof oft ofaná í þjóðstjórnmálum
eins og kerfið virkar nú, og því
verður að breyta. Hitt er svo annað
mál, og sást gjörla hér að framan,
að kjör sjómanna voru afar ill allt
fram til þess að til stéttaátaka kom
hér í landi, og sjómenn tóku
höndum saman í baráttunni við
arðræningjana. Og sú barátta
stendur enn. Þeim mun hættulegri
er sú þróun á íslandi í dag, að
samtök sjómanna skuli ekki standa
fyrir útgáfu og fræðslustarfsemi
svo vit sé í, en slík starfsemi all-
nokkur frá hendi þeirra sem við er
barist.
VI
Það var einhvern tíma sagður sá
brandari, að vélstjórar á sjó hafi
neitað að skrifa undir kjarasamn-
ing þar sem kröfu þeirra um
„glugga á mót suðri“ var ekki
sinnt. Þessi saga lætur lítið yfir sér
þegar til alvörunnar kemur — og
þó... Gefur hún ekki einmitt ákaf-
lega fínlega til kynna, að saman-
burður á kjörum sjómanna og
landkrabba er oftar en ekki fárán-
legur.
íslensk sjómannastétt verður
aldrei efld hvað mannskap, getu
eða áhrif snertir, nema kjör hennar
verði leiðrétt á þann veg að sjó-
mannsstarfið verði eftirsóknarvert
og þarmeð nægilegt framboð á
hæfum mönnum. Ennþá er það
svo að sjómennskan er að óeðlilega
stórum hundraðshluta íhlaupa-
vinna þar sem alltof lítill hluti
hæfra manna verður um kyrrt.
Hver láir líka dugmiklum og
greindum manni, að velja landið
þegar hann getur haft þar lítt
skertar tekjur og oft ekki minni
fyrir helmingi styttri vinnudag,
/ÍKINGUR
343