Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 18
Ný Hrafnista Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn var ýmsum gestum boðið að skoða hina nýju Hrafn- istu, sem sjómannadagsráð er að láta byggja í Norðurbænum í Hafnarfirði. Þetta er mikið hús, fimm hæðir, að meðtalinni jarð- hæð. Mjög vel hefur gengið að reisa þetta hús og er það nú rúmlega fokhelt, glerjað og með hita og verið er að gjöra milliveggi. Þarna verða herbergi fyrir 87 vistmenn, en auk þess verður þetta „dagheimili“ fyrir aldraða, eða um 60 manns, sem sækja þangað margvíslega þjónustu. Að sögn Péturs Sigurðssonar form. sjómannadagsráðs er stefnt að því að ljúka húsinu hið fyrsta, eða á þessu áriogverðurhornsteinn lagður og tekin út vígsla þess á sjómannadaginn 1977. Þá verður sagt skilmerkilega frá þessu merki- lega húsi. Nýja Hrafnísta í Hafnarfirði Hluti viðstaddra. Á myndinni má ma. þekkja þá Guðmund Ibsen, Gísia Sigur- björnsson, forstjóra, sem tók fyrstu skóflustunguna að húsinu og Júlíus Kr. Ólafsson, vélstjóra. Pétur Sigurðsson í ræðustóli. Á myndinni eru auk hans þeir Tómas Guðjónsson, Guðmundur H. Oddsson, Anton Nikulásson, Hallgrímur Guðmundsson, Pétur Jökull Hákonarson, Hilmar Jónsson og Garðar Þorsteinsson. Séð yfir salinn. Þarna eru mörg þekkt andiit, en flestir þessara manna hafa á einhvern hátt komið við sögu þessa húss, eða munu gera það. VÍKINGUR 346

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.