Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 24
Skotasaga.
Skoskur trúboði ferðaðist eitt
sinn til heimalands síns til að afla
sér fjárstyrks fyrir starfsemi sína.
í ferð sinni gisti hann í gamalli
höll í hálöndunum.
Morguninn eftir spurði hús-
bóndinn hann hvort hann hefði
ekki orðið var við hallardrauginn.
— Jú, svo sannarlega, svaraði
trúboðinn.
— og varstu ekki hræddur?
— Jú, lafhræddur, — en þegar
ég sagði draugnum í hvaða erind-
um ég væri hérna, þá hvarf hann,
en ráðlagði mér um leið, að leita til
þín, því þú hefðir erft stórfé eftir
hann!
★
Eg er alveg sammála mannin-
um, sem eitt sinn sagði: — Það er
mun betra að búa þar, sem ekkert er
leyfilegt, en þar, sem allt er leyfi-
legt. — Sir Francis Bacon.
★
352
Olíusheikinn: — Æ. Hlauptu nú út og keyptu þér Rolls Royce eða eitthvað
sem þig langar í fyrir vikupeningana þína.
★
Það kemur fyrir að í austanátt
leggur „peningalykt“ frá fisk-
mjölsverksmiðjunni Klettur inn
yfir bæinn. Siggi litli á Hverfis-
götunni, 5 ára gamall kom eitt
sinn inn frá því að leika sér og
þegar móðir hans opnaði dyrnar
sagði hún: En — Siggi, nú hefur
þú gert eitthvað ljótt, það er svo
mikil ólykt af þér.
— Nei, nei, ekki af mér, flýtti
Siggi sér að segja, — en ég held
bara að allur bærinn hafi fengið
illt í magann.
★
Það hreif!
— Eg get ekki haldið viðskipta-
vinunum burtu, sagði skrifstofu-
drengurinn við forstjórann, — þeir
segjast allir verða að tala við yður.
— Þá skaltu bara yppta öxlum
og segja: Þetta segja allir, það
hrífur.
Litlu seinna kom ung, lagleg
kona á skrifstofuna. Drengurinn
sagði að forstjórinn væri upptek-
inn.
— En ég er konan hans.
Drengurinn yppti öxlum bros-
andi og sagði: — Þetta segja þær
allar
)
VÍKINGUR