Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Side 25
i ivert Hann kom um borð í Karachi, skráður sem háseti. Við skírðum hann, án tafar Peðlinginn, einfaldlega vegna þess, að hann var svo óhemju digur; tveir metrar á hæð og hátt í meter að þvermáli. Það var í þá tíð, 1942 þegar japanir trúðu því í alvöru að þeir hefðu unnið stríðið. Flugvélar þeirra þeyttust langt í vesturátt, alla leið til Ceylon og helltu sprengjum yfir höfnina í Colombo. Norskt flutningaskip hafði, á síðasta augnabliki sloppið úr höfn, eftir að eldsprengja hafði kveikt í því, en þeim tókst sjálfum að slökkva eldinn og átti Peðlingurinn víst drjúgan þátt í því afreki. Hann sagði aðeins að það hefði verið „helv... heitt“. Meira fékkst ekki uppúr honum. Það var líka heitt í Karachi, en þó ekki heitara en svo, að hinir innfæddu fóru í fjölmennar kröfu- göngur og blöðruðu af miklum eldmóði um það, sem þeim lá á hjarta — og það voru víst engir smámunir, því þeir héldu þessu á- fram tímunum saman. -— Peðling- urinn líka, — en nú vorum við búnir að stytta nafn hans í „Peddi“. Það var ekki ein einasta kröfu- ganga, sem eitthvað bragð var að, eða hópfundir, að hann gripi ekki tækifærið að vera þátttakandi, aftast, eða utarlega í mannþröng- inni, gnæfði hann uppúr hópnum. Peddi naut slíkra atburða, ekki síður en við hinir að fara á skemmtisamkomur. einasta cent Reiður og æstur lýður var hans líf og yndi, enda var hann aldrei reiður sjálfur. „Ég er alltof stór og sver til að vera reiður,“ sagði hann eitt sinn. Ég gat mér til, að það tæki of langan tíma fyrir hann að verða allur reiður. „Það gildir allt annað með þig, sem ert svo lítill,“ bætti hann við, — þótt ég væri allt að því 1.80 á hæð! Hann hafði ekki verið lengi um borð, þegar hann labbaði sig á fund yfirvélstjóra og falaði vinnu í vélarrúminu, hver sem ástæðan kann nú að hafa verið. Kannski var honum ekki nógu heitt á þilfarinu þótt öðrum há- setum þætti stundum ólíft þar. Aðalvél skipsins var gömul og úr sér gengin og svipað var ástatt með hjálparvélarnar, svo það þótti ekki afleitt að fá kraftakarl til aðstoðar. Ekki held ég að hann hafi borið sérstakt skynbragð á vélakramið, en ekki þurfti hann neina tilsögn við að lyfta þungum málmstykkj- um. Dag nokkurn þurftum við að koma rafdælu uppá þilfar. Hún átti að fara í land til viðgerðar. Fyrir hádegi höfðum við losað hana af undirstöðunni og gert krafttalíu klára til að hífa hana upp um opið á vélareisninni. En svo hafði okkur tafist við önnur störf annarsstaðar, svo að liðið var að kaffitíma, þegar við komumst til að hífa dæluna upp. En Peddi hafði ekki verið iðju- laus. Dælan stóð á þilfarinu á réttum enda og „sleikti sólskinið“ Hún hafði sem sé ekki farið rétta boðleið upp. Pedda hafði víst leiðst biðin og einfaldlega axlaði dæluna og labbaði með hana upp vélar- rúmsstigann. Það var engin furða þótt þrepin í stálstiganum bognuðu, því dælan var það þung, að við tveir áttum fullt í fangi með að mjaka henni til af undirstöðunni. Annar vélstjóri ávítaði Pedda í hátíðlegum tón, þegar hann sá dældirnar á stigaþrepunum. En hjá yfirvélstjóra fékk hann bull- andi skammir, sennilega fyrir að vera eins kröftugur og krafttalía, en þó hygg ég að hann hafi hugsað til þess með hryllingi, hvað myndi hafa hent aðalvélina, ef Peddi hefði misst dæluna á leiðinni upp. Eftir þenrtan atburð fékk Peddi aldrei að vera einsamall í vélar- rúminu. Okkur hinum var uppá- lagt að gæta þess. Peddi hafði þann furðulega sið, að hann sparaði saman hýruna sína. Það gátu liðið margir mánuðir milli þess að hann skrifaði sig á peningalistann, eins og við hinir gerðum yfirleitt í hverri höfn. En þegar hann loksins skrifaði, stóð ávallt: „Hvert einasta cent“! Og þá vissum við að nú myndi hann fara í land og fá sér „huggu- legt kvöld,“ eins og hann orðaði það. Rassvasinn tútnaði út af pen- ingaseðlunum, þegar hann gekk niður landganginn. Alltaf var hann í kakibuxum og nærskyrtu, VlKINGUR 353

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.