Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 26
— og berhöfðaður í orðsins fyllstu
merkingu. Hann lét nefnilega
bátsmanninn krúnuraka sig fyrir
svona „hugguleg kvöld“.
Mér fannst hann nauðalíkur
núbíumanni af stærstu tegund,
með gljáandi skallann og hinar
feikilegu axlir.
Stundum kom það fyrir, að við
reyndum að vera með Pedda á
þessum huggulegu kvöldum. Það
var óneitanlega dálítið freistandi
að vera í nálægð manns með út-
troðna vasa. Og svo sannarlega
sparaði hann ekki drykkinn. Hann
borgaði allt, sem pantað var, en
þarmeð var „selskapurinn“ búinn.
Það var ekki af því, að hann væri í
slæmu skapi. Hann sagði aldrei
orð, var bara svona gerður.
Og einsog gefur að skilja getur
enginn haldið út að drekka með
manni sem borgar alltaf, en heldur
svo kjafti.
Endirinn varð líka sá að við
hypjuðum okkur burt og hann
fékk að eyða „huggulegu kvöldi“
aleinn.
Eftir því, sem ég hefi sagt af
Pedda til þessa, gæti maður haldið,
að hann kæmi tómhentur um borð
þegar á nóttina liði. En það var nú
eitthvað annað.
Kannski með tóma vasa, en
aldrei tómhentur. Hann kom á-
vallt um borð með eitthvað þungt í
fanginu. Gamall vani, hugsaði ég
með sjálfum mér.
Hann kom, berandi ótrúlegustu
hluti, sófa eða stóra hægindastóla.
Eitt sinn kom hann með heljar-
stórt matborð á öxlunum og undir
annarri hendinni hélt hann á sof-
andi negra. Fyrst bar hann borðið
og setti það mjúklega niður á aft-
urlúkuna, sótti síðan negrann og
lagði hann til, með krosslagðar
hendur á brjóstinu.
Að því búnu skreið hann hljóð-
lega í koju sína. Það var rétt einsog
að hann hefði skroppið til kirkju!
Við höfðum stundum töluverð
óþægindi af þessum húsgögnum,
354
sem hann flutti með sér um borð.
Þau voru alls ekki frá neinni hús-
gagnaverslun.
En hvaðan svo sem þau komu,
voru þau morandi í veggjalús.
Við höfðum aldrei fengið svona
þægileg sæti á þilfari. En þeir sem
notuðu hægindin voru bitnir, svo
að það ráð var tekið að lauma
þeim fyrir borð að næturlagi, því
ströng viðurlög lágu við því að
fleygja neinu í höfnina. Engrar
aðstoðar var að vænta frá Pedda.
Honum var skítsama um allt
draslið þegar hann hafði borið það
um borð. Hann sá það ekki. Að
undanteknu einu tilfelli.
Það var þegar negrinn lá
,,dauður“ undir matborðinu á þil-
farinu. Þegar Peddi kom auga á
negrann, sá ég hann reiðast, í
fyrsta sinn. Hann kraup á kné og
framleiddi slíkt ógnarhljóð sem
helst mætti líkja við það, sem
myndast þegar gufan blæs af
dunkukatlinum.
En þá vaknaði líka sá svarti og
þegar hann sá Pedda þaut hann
einsog eldibrandur í land.
„Hann stakk krumlunni í rass-
vasann minn,“ sagði Peddi á sinn
rólega hátt. Honum var víst ekkert
sérlega illa við negra, svona yfir-
leitt.
Svo var það í annað skipti.
Það var í steikjandi hita í höfn
við Persaflóa. Þá hafði Peddi tekið
út „hvert einasta cent“.
Á þessum stað hlýtur hvert ein-
asta húsgagn að hafa verið nagl-
fast, eða að það fyrirfannst ekki,
sem er öllu trúlegra, því Peddi kom
aftur tómhentur um borð.
Ekki með svo mikið sem körfu-
stól!
Hinsvegar hélt hann á stórum
bjórkút þegar hann kom að varð-
hliðinu.
Nú voru á þessum stað varð-
menn í hliðinu, vopnaðir skamm-
byssum og sverðum og stranglega
var bannað að fara með drykkjar-
vörur um borð. Ekki einusinni
bjór.
En það var ekki fyrr en þeir
höfðu ógnað Pedda með byssum og
sverðum, að hann lét kútinn frá sér
og meðan tveir varðmenn fylgdu
VÍKINGUR