Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 27
honum um borð, rogaðist sá þriðji með ölkútinn inní varðskýli, sem stóð alveg við skipshliðina. Ég stóð ljósavörð í vélarrúminu þessa nótt og hafði rétt skroppið uppá þilfar til að fá mér frískt loft þegar Peddi var lóðsaður um borð. Hann var augsýnilega eins ó- drukkinn og djákni við messugerð, það gæti ég gefið eið uppá. Bjórinn hefur hann því ætlað að drekka um borð. Já, svo stóð hann þarna í þung- um þönkum, með olnbogana á borðstokknum og mændi á varð- skýlið. Það var alit útlit fyrir, að ekki yrðu nein „huggulegheit“ þetta kvöldið. Þar til varðskipti urðu við skip- ið. Þeim fylgdu einhverjar seremoníur, og allir verðirnir hurfu á augabragði. Þá snaraðist Peddi yfir borð- stokkinn, umfaðmaði varðskýlið, bar það hægt og. örugglega upp landganginn og setti það niður fyrir framan hurðina að messan- um. Þegar nýju verðirnir birtust augnabliki síðar, störðu þeir ráð- villtir á skýlið sitt um borð og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það stóð víst ekkert í þeirra reglugerð að ekki mætti bera varðskýli um borð í skip! Og það leið góð stund þar til þeir ákváðu að safna liði og endurheimta varð- skýlið, en þá var ölkúturinn líka vel geymdur í klefanum hjá Pedda. En þyngri umbúðir utanum einn bjórkút hefur ábyggilega enginn notað fyrr eða síðar. Á þetta atriði lagði yfirvélstjórinn áherslu, þegar hann varði málstað Pedda hjá skipstjóranum morguninn eftir og þar með tók skipstjórinn að sér að leysa hina lagalegu hlið málsins, en hann varð að teyma Pedda með sér í land og sýna hafnaryfirvöld- unum gripinn áður en þeir sann- færðust um að svona „kraftaverk“ gæti einn maður gert. VÍKINGUR Peddi var aldrei matvandur. Hann lagði sér til munns grænt saltkjöt þegar því var að skipta, án þess að mögla. Smábletti á kartöflum leit hann ekki á. Það var líka mikið um lé- legan kost í hinum fjarlægu aust- urlöndum í stríðinu og erfitt að afla matfanga. Það var aðeins eitt, sem hann var óánægður með og það minnti hann brytann á endrum og eins, og Peddi var ekkert lamb við að Ieika þegar hann reif upp hurðina að búrinu hjá brytanum og hrópaði: „Hversvegna í heita helv,.. geturðu ekki útvegað okkur einstöku sinn- um nýjar og ferskar rækjur! Ég sá hann borða rækjur, nokkrum árum síðar í Buenos Air- es. Þar eru þær eins stórar og krabbi og þá skildi ég fyrst hina sterku löngun hans í þennan mat. Enda þótt ekki tækist að draga mörg orð uppúr honum daglega, þá' bætti jafnlyndi og notaleg skapgerð úr því, samt sem áður. Þegar hann var í notalegum fé- lagsskap, gat hann setið þegjandi tímunum saman og þá hlakkaði í honum. Hann gaf frá sér hljóð, sem lét í eyrum líkt og heyrist, þegar smábárur gutla við stefnið á litlum báti, einskonar kluk-kluk. Þannig stóð hann og „klúkkaði“ á Plaza Mayo í Buenos Aires dag- inn, sem hann rakst á stóru rækj- urnar, því þær voru það mesta hnossgæti, sem hann gat hugsað sér í lífinu. Rækjusalinn brosti gleitt þegar hann horfði á eftir Pedda, sem hafði gert við hann stórverslun, fimm kílópoka af rækjum. Þetta var á 355
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.