Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 28
borð við pöntun frá stóru mat-
söluhúsi!
Eftir því, sem leið á stríðið, leið
lengri tími á milli þess, að hann
tæki út „hvert einasta cent“ af
laununum.
Á sjónum hafði slaknað á mestu
spennunni, sem sjóhernaðurinn
orsakaði, og þarmeð virtist löngun
hans í að fá sér „huggulegt kvöld“,
fara dvínandi.
Hann var þar af leiðandi orðinn
stór „gullfiskur“ á okkar sjó-
mannamáli.
Nú var það víst aðeins einn
hlutur, sem hann þráði, en það var
að fá sér ný föt til að koma í heim
til ættjarðarinnar.
Hann hafði gert ítrekaðar til-
raunir í nokkrum heimsálfum, en
hvergi getað fengið tilbúinn
klæðnað, sem pössuðu á þennan
„núbíumann“.
En þegar við komum til Brookl-
yn, bað hann mig um aðstoð. Það
var sem sagt þannig að mér
hlotnaðist heiðurinn.
Og mér tókst að bjarga þessum
málum, því eins og allir vita eru til
stórverslanir í New York, þar sem
hægt er að kaupa alla skapaða
hluti, allt frá rækjum uppí tilbúin
hús, jafnvel allt tilheyrandi á risa,
einsog Pedda, ef menn eru ekki of
vandfýsnir á litinn.
Það var í Macy‘s Magasin, sem
hann náði í föt, sem sátu á honum
einsog úr höndum klæðskera, og
meira að segja skó, skyrtu og annað
tilheyrandi. Og það sem meira
var:
Mér tókst að prútta verðinu ó-
trúlega langt niður. Ég held að
verslunin hafi litið á Pedda, sem
lifandi auglýsingu fyrir sig.
Þó reyndist ómögulegt að fá á
hann hatt eða húfu, en það gerði
nú ekkert til.
Peddi var hrein prýði fyrir
fimmtu Breiðgötu í þessari stór-
borg heimsins, þegar við
„spangúleruðum“ eftir henni í
leit að hæfilega virðulegum veit-
ingastað, því ekki kom annað til
mála en að hann héldi mér viðeig-
andi veislu fyrir „björgunarstarf-
ið“, eins og hann orðaði það, stutt
og laggott.
Um það bil ár leið, þar til ég sá
Pedda aftur, og það var í síðasta
skiptið, sem fundum okkar bar
saman. Ég lá þá á Norska sjúkra-
húsinu í Brooklyn vegna meiðsla
og tryggðatröll sem hann var,
hafði hann upp á mér þar.
Hann var i nýju fötunum sínum
stífpressuðum. Hafði augsýnilega
sparað þau. Og það var á við heila
ávaxtabúð, sem hann færði mér.
„Var ekki maður til að ná í rækj-
ur,“ sagði hann.
Þetta var eiginlega allt, sem
hann talaði og þó sat hann hjá mér
í rúmar tvær klukkustundir.
Það var því ekki til að tala, sem
hann var kominn.
Aðeins til þess að vera FÉLAGI.
Einsog hann líka var.
Endursagt. G.J.
0 0
_/o0
O vj Sj|
1 * i
^ I U u
V/
u V* w yj sa
iM 1
\
— En hr. skipstjóri, þér sögðuð að við mættum taka með okkur minjagripi út
jólatúrinn!