Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 30
undanfarin sumur við verksmið]-
una. Traustur og góður liðsmaður.
Hilaríus Haraldsson, ísafirði.
Maður um 50 ára. Var vaktarfor-
maður í mjölhúsi og sá um stíun á
mjöli. Vann hvort tveggja 'vel.
Annars ágætur til allra verka.
Knútur Helland.
36 ára. Ágætur maður til hvers
sem var. Var útiverkstjóri og önn-
ur hönd verksmiðjustjóra, tíma-
vörður, löndunarstjóri, sá um bíla
og yfirleitt öll útiverk. Var með
konu og barn, bjó i Thorsteins-
sonshúsi.
Námsmennirnir, sem störf-
uðu þarna, voru allir sem einn
áhugasamir og fljótir til að læra
rétt handtök og virtust ekkert
„sénera“ sig þótt starfið væri
óhreinlegt og jafnvel óhrjálegt á
stundum við fyrstu sýn. Þá voru
hér bændur og bændasynir úr
héraði og að lokum voru vanir
menn ýmist úr fjarlægum stöðum
sem lagt höfðu fyrir sig þessi störf
styttri eða lengri tima annaðhvort
sem aðalstarf eða til ígripa og til-
breytingar frá öðrum störfum, sjó-
menn, iðnaðarmenn o.fl.
Ég hef í handriti tekið alla
starfsmenn, um það bil 50 talsins,
sem störfuðu við verksmiðjuna
þetta sumar en vil ekki þreyta
Víking eða lesendur hans með
löngum nafnalista sem meira
minnti á markaskrá fjárbænda en
hugþekkt lesefni þar eð svo til öll
bætiefni vantar til persónulýsinga
B/V Helgafell einn af þremur Togurum sem lögðu upp karfa í Ingólfsfirði sumarið
1951.
Ámi Guðmundsson, Reykjavík.
Bakari um fertugt, prýðilegur fag-
maður í sínu starfi. Hann var með
fjölskyldu sina með sér.
Þórður Þórðarson, Hlöðum.
17 ára bóndasonur, hægur prúður
og óvenjulega hagur smiður.
Sigurgeir Jónsson, Munaðarnesi.
40—45 ára. Hann var trúnaðar-
maður verkalýðsfélags Árnes-
hrepps og hafði sem slikur ýmsum
skyldum að gegna, sem hann innti
Kristján Matthíasson, Reykjavík.
55 ára. Hann var formaður í skil-
vinduhúsi og því mæddi á honum
mikill vandi vegna hinnar slæmu
útkomu á lýsisprósentu.
Vilhjálmur Lúðvíksson,
Reykjavík.
25 ára laganemi í Háskóla íslands.
Vann við löndun á vélskóflu og á
bílum. Hugljúfur maður, dugiegur.
í vertíðarlokin var mikið af hin-
um gömlu og lélegu kolum verk-
smiðjunnar selt við vægu verði og
flutt til kaupenda ef unnt var.
Vilhjálmur valdist að sjálfsögðu til
þeirra flutninga og aflaði sér al-
mennra vinsælda fyrir dugnað og
lipra þjónustu.
Byrgisvíkurfjöll
af hendi með samvizkusemi og
lipurð.
VÍKINGUR
358