Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 32
Skipshafnir. Að sjálfsögðu urðum við varir við nokkra óánægju meðal skipverja á þessum skipum, einkum bar á henni í fyrstu túrum. Skipverjar höfðu bókstaflega ekkert við að vera annað en oftast gott veður, fallegt landslag og hvíld meðan landað var. Þetta allt ef það fór saman var gott út af fyrir sig, en eitthvað vantaði til þess að almenn ánægju ríkti. Það er nú svo að jafnvel í sólskini og stórbrotnu umhverfi þykir gott að hafa einhverja brjóstbirtu með, en hana var ekki að fá hér og olli þetta sjáanlegum óróa meðal hinna mörgu ungu manna sem mönnuðu þessi skip og lentu hér e.t.v. á útskaga að þeirra mati. Þessa gætti þó ekki nema í fyrsta sinn, þar eð þessir menn lærðu fljótt á „kerfið“ og tryggðu sér póstkröfusendingar frá ÁTVR i næsta sinn. Þessi ágæta stofnun, Áfengis- verzlun ríkisins, er sennilega ein- hver ánægjulegasta verzlun á fs- landi, hvort sem um er að ræða ábata eða einstaklega fljóta og góða afgreiðslu. Póstkröfusending- ar frá þessari ágætu verzlun bárust til okkar með hverju strandferða- Norðurfjörður — Reykjaneshyrna. skipi sem kom á þessa höfn og allt bjargaðist. Sprúttsala þekktist ekki á þess- um stað, en menn fengu lánaða eina og eina flösku hver hjá öðrum og borguðu í sama þegar þeirra pöntun kom. Vafalaust hafa einhverjir heimamenn búið það vel að geta lánað aðþrengdum kærkomnum sjómönnum eina eða tvær bokkur en þeir, sjómennirnir, sendu ÁTVR bara skeyti og áttu fyrir láninu í næstu ferð og vel það. Þessar vinsælu sendingar voru1 yfirleitt ekkert leyndarmál. Menn fylgdust nokkuð vel með því hverjir fengu kassa, einn eða fleiri, með póstskipinu, svo að það var nokkurn veginn vitað hvar líkleg- ast væri að bera niður ef í nauðir rak og sjómenn fengu líka að vita það. Ófeigur fulltrúi verksmiðjanna var svo, hvort sem honum líkaði betur eða verr, sjálfsagður ábyrgð- armaður fyrir því að öll þessi við- skipti væru gerð upp öllum að skaðlausu og heyrði ég aldrei að þar hefði nokkur ágreiningur orð- ið,'hvorki hjá starfsmönnum inn- byrðis né þeirra og sjómanna sem notuðu sér þessa sérkennilegu og skemmtilegu félagsútgerð. Hann sagði mér eitt sinn síðara hluta hinnar stuttu vertíðar að þessi lánastarfsemi næmi þó nokkrum kössum af ákavíti og yrðu viðskiptin gerð upp með 4—5 flöskum þar eð Pétur skuldaði Páli og Páll skuldaði Jóni álíka mikið. Allt þetta fór fram í vinsemd og fullum trúnaði, átti ekkert skylt við leynivínsölu eða svindilbrask og var að því er ég held dálítið sérstakt fyrirbrigði, eitt af fleirum, á þessum eftirminnanlega stað. VÍKINGUR 360

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.