Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 33
Korn- og fóðurgeymsla DLG. Hér er korni og fóðri ekki mokað á land með handafli. Flutningaleið fyrir danskan landbúnað Á vesturströnd Jótlands stendur hafnarborgin ESBJERG. Við fyrstu sýn er hún lík öðrum hafn- arborgum, brimbrjótar, bryggjur, tankar og kranar. Skammt frá böfninni eru skuggalegar ölstofur, mengaðar þungum reyk og harð- leitum konum. Esbjerghöfn er tvískipt, annars vegar í fiskihöfn og hins vegar í ixm- og útflutningshöfn. 1 eftirfar- andi orðum verður vikið stuttlega að inn- og útflutningshöfninni Es- bjerg. HORNSTEINNINN Allt á sér sína sögu og sínar ástæður. Jótlandi og reyndar Danmörku allri er stundum með nokkrum ýkjum líkt við stóran búgarð. Margs þarf búið með. Inn- og útflutningshöfnin Esbjerg og danskur landbúnaður eiga hér samleið, vöxtur annars er við- gangur hins. Við skulum feta þessar slóðir einar, þetta eru gagn- vegir. Fyrir röskum 100 árum var danskur landbúnaður að mestu sjálfum sér nógur. Nálægt alda- mótum riðlast þessi aldagamla skipan Danskur landbúnaður mjakast til sérhæfingar nútímans, — matvælaframleiðslu á verk- smiðju-stigi. Framleiðslan er kom- in undir greiðum aðflutningum á fóðri og áburði. Esbjerg verður höfn fyrir danskan landbúnað. Að vísu í fyrstu útflutningshöfn fyrir brezkan markað, en innflutning- urinn sækir á: kol og rekstrarvörur fyrir mjólkurbúin, áburður og fóð- ur fyrir bændur. Styrkar stoðir VÍKINGUR 361

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.