Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 34
Nýtízku gámaflutningar.
VÍKINGUR
renna undir Esbjerghöfn. Með
tímanum breytast flutningarnir,
ekkert stendur óhaggað í tímans
rás: frá lifandi nautpeningi, sem
óstyrkum klaufum tróð um borð í
áttina að enskum sláturhúsum,
frá svínaskrokkum í grisjupokum
— til gáma nútímans. Varningur-
inn er sem áður hinn sami og
markaðurinn iðnríkið England.
Þannig fylgjast að höfnin í Esbjerg
og danskur landbúnaður.
Útflutningurinn varð fyrsti vísir
Esbjerghafnar, en innflutningur-
inn fyrir landbúnaðinn rak smiðs-
höggið til núverandi myndar. Þar
varð þó að byrja á byrjuninni, og
áratugir liðu áður en Esbjerg hafði
tryggt sér öruggan sess, sem inn-
flutningshöfn. Við aldamótin jókst
kaupgeta landbúnaðarins, mykjan
þokaði fyrir tilbúnum áburði, eftir
áburðinum fylgdu margs konar
fóðurvörur. Þessi þróun hefur ver-
ið stöðug síðan, að vísu hafa aftur-
kippir komið á tímum styrjalda og
kreppu. Upp úr 1960 varð þróunin
stórstíg, eins og síðar verður vikið
að. Við inngöngu Dana í Efna-
hagsbandalag Evrópu, tók vöxtur
hafnarinnar í Esbjerg mikinn fjör-
kipp, en inngangan jók markað
danskra landbúnaðarvara stórum.
VIÐHORFIN NU
Um höfnina í Esbjerg fer veru-
legur hluti þeirra vara, sem
danskur landbúnaður þarfnast. í
fóðurverksmiðjum í Esbjerg er
innflutt fóður blandað, sem síðan
skilar ríkulegum arði i mjólkur- og
kjötvöruframleiðslunni. Til Es-
bjerg koma ódýrar hitaeiningar,
frá Esbjerg fara dýrar hitaeining-
Hinn „risinn“ KFK.
ar. Þessi hringrás matvælafram-
leiðslunnar er knúin mörgum
hjólum, og auk beinna flutninga
um Esbjerghöfn snerta þau ekki fá
líf og afkomu manna í Esbjerg-
borg. Spark óstyrkra klaufna hefur
breytzt í þungan nið iðju og at-
hafna.
Upp úr 1960 þótti þörf á að
koma flutningum á svínafleski í
betra horf. Farið var að flytja flesk
á Englandsmarkað eingöngu í
gámum. Reist var mikil miðstöð
fyrir þennan útflutning við höfn-
Flutningar frá fóðurverksmiðjum eru mjög greiðír.
362