Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 35
ina í Esbjerg „Baconcentral“. Um
þá miðstöð fer svo til allur út-
flutningur Dana á svínafleski til
Englands.
Sem dæmi um þennan útflutn-
ing má nefna að 2 nýjustu skip
DFDS (Sameinaða gufuskipafé-
lagið, sem hélt uppi ferðum lengi
vel til íslands) hafa hvort um sig
rými fyrir 400 gáma 20 ft. Skipin
fara yfir Norðursjó á 15 klst. og
ferming af afferming tekur innan
við 6 klst. hvort um sig.
Flutningur annarra landbúnað-
arvara, svo sem eggja, kartaflna,
frystivara, smjörs og lifandi naut-
gripa er ekki enn kominn í jafn-
skipulegt horf og flutningur svína-
flesks, þó er smjör nú orðið að
mestu flutt í gámum.
KORN- OG FÓÐURVÖRUR
Danskur landbúnaður þarf á
margvíslegum efnum og vörum að
halda. 1 Esbjerg standa menn
fremst í innflutningi og meðferð
korn- og fóðurvara. í þeirri grein
eru atkvæðamest í Esbjerg útibú
tveggja risa, „Korn- og Foderstof
Kompagniet KFK og „Dansk
Landbrugs Grovvareselskab DLG.
Þessi útibú flytja inn yfir 250.000
tonn af fóðurvörum ár hvert. Bæði
fyrirtækin starfrækja fóður-
blöndunarverksmiðjur í Esbjerg.
Eins og sést af ofangreindri tölu
eru umsvifin gífurleg. Auðvitað er
fóðri og korni ekki mokað á land
með handafli, heldur notaður sog-
búnaður. Við fulla afkastagetu
gæti DLG tekið á móti yfir 3.000
tonnum á sólarhring. Hér er þá
miðað við algjört hámark.
LOKAORÐ
1 Esbjerghöfn er nú beitt mikilli
tækni, og sjálfvirkni. Fleskið
önnumst viðgerðlr á rafvél-
um og raflögnum fyrir skip
og í landi.
Góðir farmenn. Vönduð
vinna.
VOLTI H/F
Norðurstfg 3, símar 16458
og 16398
SÖLUSAMBAND
fSLENZKRA
FISKFRAMLEIÐENDA
stotnað (Júlímánuði 1932,
með aamtökum flskframlelðenda,
til þess að ná eðlilegu
verðl á útfluttan flsk landsmanna.
Skrlfstofa Sölusambandsins
er í Aðalstræti 6.
Sfmnefnl: FISKSÖLUNEFNDIN
Siml: 11480 (7 linur).
VÍKINGUR
363