Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 41
Rostungurinn var fæðu- og fitugjafi fyrir frumferðalanga og hefur ávailt verið mjög mikilvægur fyrir íbúa norðursins. Óttalaus gagnvart manninum og varnar- laus, var hann auðunninn og áhættulaus bráð. Þó eru til frásagnir t.d. frá Nansen um rostunga sem hafi sökkt húðkeipum og hópur þeirra sameinast venjulega gegn sameiginiegum fjandmanni. Teikn. eftir Theodore de Bry. Eftirfarandi kafli er þýddur úr bókinni „A History of Polar Exploration, samin af breska landfræðirignum David Mount- field, en hann er kunnur af störfum sínum við bandaríska og breska háskóla. Bók þessi (útgefin 1974) er mjög ýtarleg og fróðleg um allt sem snertir landkönnun fyrr og síðar á norðurslóðum. Hun er prýdd fjölda fágætra og góðra mynda (rúml. 200 þaraf 24 litmyndir) og mjög athyglisverð og góð heimild fyrir alla þá sem áhuga hafa á þessum málefnum. (Þýð. H.J.) I þeim bókum sem skrifaðar hafa verið um landkönnun á norður íshafs- slóðum er víða getið frásagna um ferðir Pytheusar hins gríska frá Massalíu sem fundið hafi Thule, land lengst í norðri. Og hér verður ekki gengið framhjá honum, þar sem hann er fyrsti maður sem getið er um að hafi siglt til nyrstu marka Evrópu og skýrt frá ferðum sín- um, en saga hans er erfitt viðfangsefni. 1 stuttu máli, talið er að Pytheus hafi lagt út frá Bretlandseyjum og siglt með NV-strönd Evrópu til ævintýralandsins Thule, lands miðnætursólarinnar lengst í norðri mannlegrar byggðar. Því miður er nær allt sem vitað er um ferðir Pytheusar byggt á sögusögnum. Það er þó víst að hann skrifaði sjálfur eina eða tvær bækur um siglingar sínar, en allar þær heimildir eru glataðar. Upplýsingar um ferðir Pytheusar eru því byggðar á frásögnum annarra aðila (sem ekki er vitað hvað eru nákvæmar) og jafnvel sumir höfunda þeirra keppi- nautar hans. Einn þeirra manna sem ritað hafa um ferðir hans er Polybus, sjálfur mikill siglingamaður og því ef til vill haft tilhneygingu til þess að gera ekki hlut fyrirrennara síns of stóran fer niðrandi orðum um sannleiksgildi frá- sagna Pytheusar. Landfræðingurinn Strabo samtíðarmaður Jesú frá Nazaret byggði ályktanir sínar á ritum Poly- busar og lagði áherzlu á að sanna að frásagnir Pytheusar væru ævintýra- sögur. Pytheus átti heimili í hinni velmeg- andi grísku verzlunarborg Massalíu. Þó undirstaðan að ferðum hans væri sennilega af verzlunarástæðum — og því oft talið að hann væri gerður út af kaupmönnum borgarinnar — er senni- legt að hann hafi sjálfur verið vel efn- um búinn maður og getað veitt sér að fást við eigin áhugamál í stjörnufræði og landafræði. Tímasetning um ferð Pytheusar er óviss, en þar sem einn af nemendum Aristótelusar ræðir um þær gætu þær hafa átt sér stað um 320 f.Krist eða skömmu síðar. Á fjórðu öld f.Krist voru lítil kynni milli íbúa Miðjarðarhafslanda og norður-Evrópu þó nokkuð stöðug verzlunarviðskipti ættu sér stað, sem byggðust einkum á sölu á tini. Það virðist hafa verið áform Pytheusar að brjóta siglingaafskipti Karþagómanna, sem þeir héldu þá uppi við Gíbraltar- sund og komast óhindrað að kjarna þessarar mikilvægu málmverzlunar í Brittanny og Cornwall, en að Pytheus sigldi svo margfalt lengra bendir til þess að hann hafi einnig haft það í huga. Hann var á þeirra tíma mælikvarða mikill stjörnufræðingur, sem andstæð- ingar hans báru ekki brigður á. Hann hafði uppgötvað að Pólstjarnan mark- aði ekki nákvæmlega pólsstöðuna eins og talið var og hann hafði fundið upp verkfæri í líkingu við sólskífu, sem gerði honum mögulegt að reikna nákvæm- lega hnattbreiddarstöðu Massalíuborg- ar, þó aðeins við sólhvörf. Hann notaði þó ekki þetta tæki á ferðum sínum og hefur ekki haft landakort né önnur siglingatæki, en gerði leiðarreikning sinn eftir stjörnunum. Skip hans hefur sennilega verið vel siglingarfært, svipað og Miðjarðarhafs galeiður voru síðar með áraútbúnaði og stóru þversegli. Eftir að vera sloppinn gegnum Gíbraltar út á Atlantshaf hefur hann siglt upp með strönd Spánar og SV-strönd Frak'klands og kynntist á þeirri leið flóðmismuninum, sem var undrunarefni sæfara við Miðjarðarhaf þar sem hans gætir mjög lítið. Hann hefur siglt þvert yfir til Englands, sem þá eru yztu mörk hins þekkta heims. Hann greinir frá kynnum sínum við námuverkamenn í Cornwall „sem var mjög vinsamlegt fólk í allri framkomu“ og af lýsingum að dæma virðist hann VÍKINGUR 369

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.