Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Qupperneq 57
Bréftil Félagsmálaopnunnar , Ólafur G. Gíslason, stýrimaður, Hafnarfirði: í 8. tölubl. Víkingsins 1976 las ég grein eftir Sigmar Þ. Svein- björnsson, er bar fyrirsögnina: Fyrir hverja vinnur F.F.S.f. Grein þessari svarar Ingólfur Stefánsson með skætingi einum saman. S.Þ.S. telur í bréfi sínu að yfir- menn á fiskiskipum hafi dregist aftur úr farmönnum hvað kaup snertir, en um það atriði er ég ekki sammála-S.Þ.S. því að ég tel far- menn ekki öfundsverða af sínu kaupi. Ég vil eindregið taka undir þau orð S.Þ.S. um að F.F.S.Í. vinnur á móti fiskimönnum, þar liggur meinið. Þessu til áréttingar vil ég benda á, að þegar samn- inganefnd F.F.S.Í. sat samningaf. niður í Þórshamri og var að semja um lækkaða skiptaprósentu, fór ég þess á leit við form. og ritara Kára í Hafnarf. að ég fengi að eiga sæti í samninganefnd, sem fulltrúi 2. stm. í Kára, (ég hafði átt sæti í þeirri nefnd í togaraverkfalli ’74). Þeir tóku því feginshendi og kváð- ust ætla að láta mig vita strax og i mál stóru togaranna yrði tekið fyrir. Ingólfur Stefánsson og Ingólfur Ingólfsson munu hafa ' fengið fréttir af þessu og kváðust báðir myndu ganga af samn.fund- um ef þessi voðamaður (þ.e. ég) tæki sæti í samninganefnd. Þetta fékk ég að vita eftir að hinir gjör- ræðislegu samningar höfðu verið undirritaðir af I.S. og co. Þess- vegna spyr ég þig I.S. af hverju þú og nafni þinn Ingólfsson tölduð mig óæskilegan? Var það vegna þess að þið reiknuðuð dæmið þannig, að þá væri möguleiki á því að einn maður myndi neita að skrifa undir samn. fyrir stóru tog- arana? Taldir þú I.S. að þú stæðir betur að vígi i þessu samninga- makki ef enginn starfandi yfir- maður af stóru togurunum ætti sæti í samninganefnd. I hvers umboði taldir þú þig vera, I. S. þegar þú meinaðir starf- andi sjómönnum að halda fund í Sjómannaskólanum sællar minn- ingar? Varstu þá ekki að vinna á móti fiskimönnum? Þvi miður var Jónas Sigurðsson, skólastj., sjúkur er þetta átti sér stað, annars hefði þér ekki tekist þetta ódrengilega frumhlaup. En þér I. S. og nafna þínum að segja þá megið þið loka öllum dyrum fyrir starfandi sjómönnum, en því miður fyrir ykkur, þá eru til fundarstaðir, sem ykkur er ekki fært að loka, hvað þá heldur að snerta húninn á, ef þú og þínir lík- ar reynið að standa á móti því að sjómenn séu upplýstir um önnur eins myrkraverk og þessir samn- ingar, sem þú og fleiri reynið að berja i gegn, hvað sem tautar og raular. En því miður fyrir þig, þá tókst þér ekki að koma i veg fyrir fund- arh. starfandi sjómanna því að okkur tókst að fá inni á Hótel Sögu með um og yfir 400 fundargesti. En það mega Sjóm.sambands- menn eiga, að þeir fóru út af samningafundi til að kynna sér viðhorf þeirra umbjóðenda, sem þeir starfa fyrir, en F.F.S.Í. taldi sér ekki koma þau viðhorf við, sem félagsm. þar höfðu um málið að segja. Það samrýmist nefnilega ekki Ingólfa vinnubrögðunum. Pétur Sigurðsson, sjóm. og þingm. með meiru, mætti á fundinn og var einn af fyrstu mönnum á mæl- endaskrá eftir að orðið var gefið frjálst. En af hverju hvarf hann strax af fundi eftir að hann hafði lokið máli sinu? Var það vegna þess að hann grunaði að orð margra ræðu- manna er á eftir honum komu, beindust sérstaklega til hans eftir að þeir höfðu áttað sig á því að þetta var ekki sjómannadagurinn, heldur dagur sjómannsins? Ég held að Pétur hafi vitað hvað hann gerði, þvi honum hefði vafalaust vafist tunga um tönn við að svara þeim spurningum, sem til hans var beint af ræðumönnum, er á eftir honum töluðu. Svo ert þú I.S. að segja mönnum að sitja samningafundi og kynna sér málin. En ég segi það, að sá sem það gerir, honum hrýs hugur við þeirri hringavitleysu, sem þar fer fram. Eg sat samningaf. í togara- verkf. ’74, og stóð það í rúma 80 daga, að mig minnir, og var boðað til samn.viðræðna tvisvar til þrisvar í viku og flestir samninga- manna mættu alltaf. En hvað var gert? Menn sátu yfir spilum í hvert einasta skipti, þangað til í það síð- asta að útgerðarm. fóru að tala við VÍKINGUR 385
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.