Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Page 67
Hjólin tvö, eru „einkenni og stolt“ hjólaskipanna er verið að leggja seinustu hönd á ábúðarfullar skreytingar hjólanna Hjólaskipin eru ekki enn úr sögunni á höfunum Það leit út fyrir að lokið væri í eitt skipti fyrir öll langri sögu hjólaskipanna á hafinu, þegar brezka hjólaskipið WAVERLEY lagðist að bryggju í James Watt dokkinni í Skotlandi, mánudaginn 1. október árið 1973. Skipið seig virðulega að bryggj- unni og hjólin tvö á hliðunum möluðu notalega og gufustrókar blönduðust reyknum frá skor- steinunum tveim. Svo var hringt á „stopp — notkun véla lokið“. Þar með voru í rauninni líkindi fyrir að notkun hjólaskipa á hafinu væru endanlega úr sögunni. Hjólaskipin á Clydefirði og fljótinu áttu sér orðið langa sögu sem rekja mátti allt til ársins 1812 þegar hjólaskipið COMET, sem var i eigu Henry Bells fór sýna fyrstu og vel heppnuðu ferð yfir VÍKINGUR 395

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.