Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 11
Stinningskaldi, bjart og kalt, en lensið er þægilegt.
— Líklega árgangurinn frá ’73,
segi ég. — Fiskifræðingar tala um
að annar hver fiskur sem nú veið-
ist sé frá ’72 eða ’73.
— Þetta eru bölvaðir ælingjar,
segir Stjáni. — Sá stóri er nú til
hérna, hann vill bara ekki taka.
Rekið er stutt. Hér eru flest rek
mjög stutt, sum bara tvö — þrjú
rennsli, svo er kippt. Fiskurinn
stendur oft svo glöggt. Við hætt-
um okkur heldur nærri trossunni.
Ég missi báðar sökkur og part af
slóðunum í bólfærið.
— Við sækjum þær til hans
Manga í kvöld, segir Stjáni.
Valdi
Við höldum áfram að leita fyrir
okkur, færum okkur utar, út á sjö
mílurnar. Kippum og rennum,
rennum og kippum. í svona treg-
fiski gildir ekkert nema þraut-
seigjan. Valdi er seigur. Hann
dregur drýgst í dag. Rögnvaldur Valdibersigfimlegaað — en „það er lítið gaman að draga svona fisk“.
VÍKINGUR