Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 21
að með sér stórsnjalla aðferð við að þétta ljósátuna í sjónum þannig að hún hlaupi saman í veiðanlegt ástand. Hér er raunverulega um hringnótaveiði að ræða. Hnúfu- bakur sem verður var við dreifða ljósátu, kafar niður og syndir í hringi um leið og hann sleppir frá sér straum af loftbólum. Bólurnar mynda loftbólunet er þær stíga upp til yfirborðsins rétt eins og nót um síldar- eða loðnutorfu. Hval- urinn syndir í „spíral“ upp á við, og ljósátan hrekkur bæði frá net- veggnum inn í „nótina“ og upp á við eftir því sem hvalurinn stígur ofar í gormferli sínum. Að lokum er svo komið, að ljósátan hefur þéttst í hnapp við yfirborðið og hægt er að fara að háfa úr nótinni; hvalurinn opnar ginið og gleypir feng sinn. Upp úr aldamótum var farið að veiða hnúfubak í miklum mæli og gengið svo nærri honum að nú er hann talinn önnur sjaldgæfasta stórhvalategund heims á eftir Grænlandssléttbaknum (Balaena mysticetus). Hnúfubakurinn er úthafshvalur og heldur sig oft í námunda við úthafseyjar svo sem Svalbarða, ísland, Azoreyjar og Bermudaeyjar. Hann er og að finna í Norður-Kyrrahafi og í kringum Suðurheimskautslandið. Á veturna halda hnúfubakar sig i köldum höfum og afla fæðu. Á hallandi vetri, mars-apríl, halda þeir til hlýrri hafsvæða og þar fer burður fram hjá kúnum fyrripart sumars. Seinnipart sumars halda þeir svo aftur til norð- eða suð- lægra slóða. Kemur það þá fyrir að seinbærur eiga kálfa sína á þeim slóðum eins og t.d. hér við land. Kýrin á nánast alltaf einn kálf, sem er nær 5 metrar við burð. Meðgöngutími er um 11 mánuðir og eiga kýrnar því ekki kálfa nema annað hvert ár. Vegna þess að fengitími og burður hjá hnúfu- baknum ásamt ferðalögum hans er bundinn við árstíðir, mun lítið samband vera milli stofna þessa VÍKINGUR hvals á norður- og suðurhveli jarðar. Hnúfubaksstofninn í N— Kyrrahafi er svo þriðji aðskildi stofninn, sem af augljósum ástæðum hefur engin tengsl við Atlantshafsstofninn. Þessum þremur aðskildu stofnum má svo að einhverju leyti deila í undir- stofna eða hjarðir eftir svæðum, er þeir halda sig mest á. Eins og áður sagði er hnúfu- bakurinn orðinn fremur sjaldséð skepna, en sést þó ekki ósjaldan hér við land, enda íslandsmið eitt af uppáhaldssvæðum þeirra fáu hnúfubaka er enn finnast í heimshöfunum. Hér áður fyrr var hann að sjálfsögðu algengari þótt aldrei muni hafa verið hér mikil mergð af honum miðað við aðra stórhvali og mun slíkt og hafa verið upp á teningnum víðast hvar annarsstaðar. Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar frá Vestfjörðum um og eftir aldamótin, fengu þeir ekki nema 10-15 hnúfubaka á ári. Sú veiði minnkaði ört og í lok veiðanna fyrir vestan fékkst þar aðeins hvalur og hvalur. Er Norð- mennirnir fluttu sig austur fyrir land lifnaði aðeins yfir hnúfu- baksfengnum í nokkur ár en síðan fór á sömu leið og fyrir vestan. Sú staðreynd, að jafnvel í upphafi hvalveiða fengust svo fáir hnúfu- bakar hér við land, kann að stafa að nokkru leyti af því, að göngum hvalsins er þannig háttað, að hann er ekki við landið nema seinni- hluta þeirrar sumarvertíðar, sem hvalveiðar hér við land hafa ætíð takmarkast við. Þegar farið var að fækka um stórhveli á íslandsmiðum fóru Norðmenn til Suðurhafa og drápu þar ásamt öðrum þjóðum mikið af hnúfubak, sem brátt tók að fækka svo veiðarnar byggðust á öðrum tegundum er líða tók á öldina. Þegar íslendingar hófu sjálfir hvalveiðar árið 1948 fékkst aðeins 1 hnúfubakur á ári að meðaltali, en hvalurinn var alfriðaður árið 1955. Lítið er vitað um raunverulegan fjölda hnúfubaka í dag, þar sem helstu upplýsingar um stofnstærð var að fá úr veiðiskýrslum, en nú er fátt, sem hægt er við að styðjast. Tegundinni virðist þó fjölga mjög hægt. Talið er, að um 1000 dýr geti verið í stofninum á NV-Atlants- hafi en líklega færri í þeim hópi er heldur sig austan til á N-Atlants- hafi. Talan 3000 hefur verið nefnd sem hugsanlegur fjöldi í Suður- hafsstofninum, en N-Kyrrahafs- stofninn er talinn nokkuð minni. Eftirmáli Um leið og Ingva Hrafni skal þakkað fyrir frásögnina og Hjálmari Vilhjálmssyni fiskifræð- ingi fyrir hljóðritunina vill undir- ritaður beina þeim tilmælum til sjómanna að liggja ekki á slíkum sögum. Frásagnir sem þessar geta ekki einungis verið ánægjulesning þeim sem hafa áhuga á því fjöl- breytta lífi, sem hrærist í hafinu, heldur einnig upplýsingar í ófull- komna mynd okkar af eðli og lífi hvala. í 1.—2. tölublaði Náttúru- fræðingsins 1978 birtist frásögn um hvali, skráð af undirrituðum, sem vakið hefur töluverða athygli. Greint er frá hrefnu, sem hafði fengið netmúl á skolttrjónuna, en nuddaði hann af á bátskili, auk frásagnar af hnúfubak, er lenti í þorskanetum. Nánast fyrir tilvilj- un hafði sá er þetta ritar veður af þessum atburðum, en það hefði verið skaði ef þessar frásagnir hefðu legið í þagnargildi. Hér birtist nú enn ein áhugaverð frá- sögn af samskiptum manna og hvala, en nú á víðari vettvangi, þar sem hún kemur vafalaust fyrir augu margra sjómanna. Því er beint til þeirra, er þessa grein lesa og telja sig hafa frá einhverju áhugaverðu að segja, að þeir snúi sér til Hafrannsóknarstofnunar- innar, undirritaðs eða annarra. Einar Jónsson 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.