Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 50
daglega. George hafði fullvissað
hana um að Adam myndi mæta
skapara sínum, áður en komið
væri til Hawaii og þegar hún
kæmi aftur, yrði hún frjáls mann-
eskja og gætu þau þá notið hinnar
ódauðlegu ástar og fyrirtækið í
sameign þeirra. En Patricia vissi
ekki, að í afturlestinni, hafði verið
komið fyrir klukku í sambandi við
tímasprengju, sem stillt var á 7
daga. Þegar klukkan stöðvaðist
myndi skipið einnig stöðvast fyrir
fullt og allt, því að í lestinni voru
olíutunnur og út myndi brjótast
óslökkvandi eldur.
Eftir að skipið var komið ör-
ugglega langt frá ströndinni, í
norðvestan kaldanum og 6 tímar
voru liðnir frá því að látið var úr
höfn, afhenti Trevers skipstjóri
stýrimanninum stjórnina og fór
niður í salinn til farþegans. Að
tveimur dögum liðnum var skipið
um 450 sjómílur frá landi, á sömu
breiddargráðu og Conception-
höfði. Allir um borð reiknuðu
með fljótri ferð, því að nú voru
þeir komnir í NA-staðvindinn og
stefnan tekin á Hawaii.
Að kvöldi annars dags ferðar-
innar, gekk kona Adams snemma
til náða. Adam og Trevers skip-
stjóri sátu í salnum og drukku
konjak, ræddu um skip og sjó-
ferðir og barst talið að Blakely.
Trevers hefur sennilega drukkið
meira en sæmilegt var að við-
stöddum eiganda skipsins. Fór
hann hörðum orðum um Blakely
og taldi staðreynd, að útgerðin
væru betur komin án hans. Hann
sá strax eftir því, að hafa sagt
þetta, en kom á óvart að Adam var
því samþykkur, en hann varð enn
undrandi yfir næstu orðum hans:
— Það er ekki nóg með það, að
ég sé þér sammála, Elías, heldur
veit ég einnig ráð til þess að koma
honum frá fyrirtækinu í eitt skipti
fyrir öll. Meintirðu í raun og veru
það sem þú sagðir um Blakely?
— Vissulega, Adam, og ég er
ekki sá eini af skipstjórum félags-
50
ins, sem hafa undrast hvernig á
því stæði að ágætismaður eins og
þú, komst í slagtog við þetta úr-
þvætti. Enginn sjómaður á þess-
um slóðum myndi neita þér um
nokkuð, sem þú bæðir hann um,
en þeir eru fáir, sem myndu kasta
enda til Blakely, þótt hann væri að
drukkna.
— Það gleður mig að heyra
þetta, Elías, sagði Adam, — því að
það er einmitt það, sem mér hefur
stundum dottið í hug.
Eftir þessi orðaskipti ríkti þögn
um stund og Adam fyllti glösin að
nýju, en hélt síðan áfram. :
Manstu eftir Elizabetheyju? Hún
er um 200 sjómílur vestur af
Ducie-eyju. Þegar við vorum
saman á Taipahia, komum við
þangað að taka vat...
— Ég man það, sagði Elias, —
við fundum vatn á norðurenda
eyjarinnar sem rann úr klettaskor,
við hálffallinn sjó. Ástæðan til
þess að við fundum það, var að
það var eini staðurinn, þar sem við
gátum lent bátnum og ég man
einnig hve erfitt það reyndist að
komast útfyrir rifið í bakaleiðinni.
— Alveg rétt, sagð^Adam. —
Þú manst þá eflaust líka?;að eyjan
var óbyggð. Eftir því, sem ég best
veit, hafði enginn maður komið
þangað á undan okkur og vissu-
lega enginn komið þangað síðan.
— Hvað ertu að gefa í skyn,
Adam?
— Aðeins þetta, Elías. Segjum
að í næstu ferð fáir þú skipun um
að fara til Fiji.
— Það myndi ekki vera í fyrsta
skiptið, skaut Elías inn í.
— Veit ég það, Elías, en segjum
að í þetta skiptið yrði alvarleg
skekkja í krónómetrinum og
vegna mistaka væru litlar vatns-
birgðir. Segjum að þú værir ná-
lægt Tinamotus, þegar þú upp-
götvaðir að þú værir austar en þú
ættir að vera, og svo væri það
vatnið. Heldurðu að þú myndir
sigla austur fyrir Tinamotus og
halda til Elizabeth-eyju, þar sem
þú vissir að vatn væri að fá?
— Það er einmitt það, sem ég
myndi gera, Adam .. .
— Ágætt, Elías. Segjum nú svo,
að farþegi væri með í þessari ferð,
sem af tilviljun væri eigandi hálfs
útgerðarfyrirtækisins, sem þú
starfaðir hjá og að hann færi í land
til að skoða sig dálítið um, á með-
an fyllt væri á vatnstunnurnar.
Hann yfirgæfi vinnuhópinn og
fyndist ekki. Þú gætir ekki beðið
endalaust með skipið. Eins og þú
veist er eyjan næstum fimm mílna
löng, vaxin þéttu kjarri. Ómögu-
legt að leita um hana alla. Þannig,
að eftir tvo daga gæfist þú upp á
leitinni og sigldir í burtu, áleiðis til
Fiji, þar sem þú gæfir yfirvöldum
skýrslu um hinn sorglega atburð.
Það varð stundarhljótt í saln-
um, nema hvað öldumar rjáluðu
við timburbyrðinginn við veltur
skipsins. Elías rauf þögnina: —
Veðurfarið gæti líka verið þannig,
að ég gæti jafnvel ekki beðið í tvo
daga, sérstaklega ef ég hefði skjal,
undirritað af þér, sem vottaði að
ég ætti smáhlut í fyrirtækinu
Blakely & Smythe.
Það vottaði fyrir smábrosi í
munnvikum Adams, þegar hann
leit á manninn á móti sér við
borðið og án þess að líta undan,
dró hann uppúr jakkavasanum
samanbrotið blað og ýtti því yfir
borðið og sagði: „Þetta skjal gerir
þig að eiganda eins fjórðahlutar í
fyrirtækinu, Elías, og það er
undirritað af mér. Auk þess færðu
stjórn á nýja þrísiglda barkskip-
inu, sem við höfum keypt í San
Francisco.
— Þú ert nokkuð séður, Adam,
er það ekki?
— Það var á þann hátt, sem ég
byggði upp fyrirtækið, Elías, að
treysta þeim mönnum, sem störf-
uðu fyrir mig.
Elías Trevers skipstjóri, lagði
konjaksglasið umhyggjusamlega
frá sér, á milli rimlanna á borð-
plötunni og stóð upp. Hann steig
VÍKINGUR