Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 45
Nú eru ekki nema tíu afborganir eftir, og þá eigum við bílinn skuldlausan. Um síðustu aldamót var frægur mjög í Bandaríkjunum herflokkur nokkur, sem kallaður var Darby’s Rangers, og var hann undir for- ystu Darbys nokkurs, sem var stór mjög vexti og allra manna harð- skeyttastur, og svo var og um menn hans: Þeir voru allir ofur- menni að burðum og harðjaxlar hinir mestu. Darby’s Rangers hirtu lítt um að gista undir þaki á ferðum sínum, lögðust þeir jafnan til svefns á víðavangi og höfðu stein fyrir svæfil. Nú segir frá því er þeir voru á ferð um Norður— Dakóta á jólaföstu, og var enn langt til byggða er kvöldaði en fimbulkuldi á berangrinum og lít- ið skjól þar sem tré vaxa óvíða á sléttum þessa fylkis. En Darby’s Rangers voru öllu vanir og lögðust til svefns þar sem þeir stóðu. Það var heiðskírt og stirndi á hjarnið umhverfis þá. Sváfu þeir vært af nóttina. En fyrir dagmál blés Darby liðsforingi til liðskönnunar, og stukku menn hans þá á fætur og skipuðu sér í tvær raðir, og var ekki laust við að nokkur hrollur væri í sumum þótt harðir væru, því ískaldir norðanvindar höfðu leikið um þá, þar sem þeir lágu á hjarninu naktir um nóttina, en Darby’s Rangers höfðu jafnan þann sið að sofa í adamsklæðum. Darby liðsforingi var þegar al- klæddur er hann hóf liðskönnun- ina og hafði hann á fótum járn- benta gaddskó en písk undir handarkrikanum. Þegar hann kom að þriðja manni í fremri röð var sá nefstór nokkuð og nefið VÍKINGUR helblátt af kulda. Darby tók nef mannsins milli hnúa vísifingurs og löngutangar og sneri uppá svo brast við í nefinu. — Varð þetta sárt? spurði hann. — Nei svaraði hermaðurinn. — Af hverju? — Vegna þess að ég er Darby’s Ranger. Þegar að næsta manni kom steig Darpy ofan á stórutána á honum og sneri sér í hálfhring á gadda- skónum. Maðurinn lét sem ekkert væri og gaf sömu svör og hinn fyrri. Hann væri Darby’s Ranger. Gekk Darby síðan á röðina og kannaði lið sitt harkalega en fékk alltaf sömu svörin og virtist ánægður með. Þegar að síðasta manni í fremstu röð kom hafði honum risið hold, enda árla morguns og menn höfðu ekki fengið tíma til að tappa af fyrir liðskönnun. Þegar Darby sér þetta tekur hann pískinn úr handar- krikanum og slær með honum fast á broddinn svo að syngur í, spyr síðan: — Var þetta sárt? — Nei, var svarið. — Af hverju? — Vegna þess að þetta er skauf- inn á náunganum fyrir aftan mig. Er þá sagt að Darby liðsforingi hafi brosað, en hann var manna alvarlegastur þá er hann kannaði lið sitt. * Hefur þú heyrt hvað blindi mað- urinn sagði þegar hann kom inn í ostabúðina í Hollandi? Nei. Afsakið, ég vissi ekki að þetta væri kvennaklósettið. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.