Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 36
pura og rauðagulls. Gylltri slikju slær á hafflötinn og fjöllin á bak- borða eru hnetubrún í slikjunni; heiði ber við hnúk, hnúk við strýtu og strýtu við tendruð himintungl og eldlituð ský. Og víðáttur hafs- ins líkjast tröllslegri deiglu barmafullri af kraumandi kopar; heilan frumskóg mastra á lónandi skipum ber við sjóndeildarhring. Utlendur leitarbátur skríður hjá og stúlka á brúarvængnum veifar rauðum höfuðklút; kvöldkveðja frá Sovét eða Portúgal. Skyndi- lega bregður fyrir sora á deiglunni nokkrar mílur undan Melrakka- sléttu. Margradda hróp kveður við á flotanum: „Klárir í bátana!“ Skipin nema staðar. Sendiboð- ar úr bassaskýlum skjótast gegn- um rökkrið fram í lúkar og koma aftur að vörmu spori með tylft skugga á hælum sér. Bassinn Grímsi hlúnkast ofan á dekkið og sameinast þvögunni sem hleypur fyrir borð — ofan í bátana. Síðan stutt skipun í kyrrð kvöldsins: „Sleppa!“ Hvellur, blossi, reykur. Kyrrð kvöldsins er rofin og bátarnir fljúga í reykmekki yfir koparslikju hafsins, geltandi og pústandi eins og kátir rakkar. Ungbarnsásjónu mótoristans bregður fyrir í olíu- svækjunni; toppurinn dillar fjör- lega. Hvort trítlar hún ekki með nú. Kvöldsólin er sigin í hafið og með henni allt purpuraskartið. Skýin eru ekki lengur droplaga rauðagull, heldur perlugrá regn- ský nokkru ofar skuggalegum fjallatindum Norðurlands. Nú drottna tungl og stjömuljós á himni og fletir skugga og mána- ljóss skiptast á ofanþilja á Thule, þar sem það lónar með ströndum fram við heimskautsbauginn. Og aldan blásvört á lit eins og olía glymur við stafn, freyðir víð lens- götin og skolar dekkið á stöku stað. Allir eru komnir undir þiljur 36 nema ég, varðmennimir tveir í bassaskýli og Nikolja, sem er eitt- hvað að bauka í eldhúsi miðskips. Eftir þessu hef ég verið að bíða, því að hjá lensgatinu liggja fimm síldar, fimm þrautseig kvikindi, sem fallið hafa utan við lestaropið og mjakað sér í áttina til lensgats- ins, en gefizt upp nokkur skref frá frelsinu. Ég spyrni þeim útbyrðis, en síldarnar hafa ekki fyrr skollið í hafið en gripið er harkalega í mig. „Drengdjöfull. Heldurðu að sú sért ráðinn hér upp á kaup til að fleygja aflanum í sjóinn. Held- urðu það, bölvaður hórusonur- inn?“ Ég snerist á hæli og stóð and- spænis vélstjóranum, sem forðum hafði slett á mig skyrinu. Ég reyndi að slíta mig lausan, en hann herti takið og hóf handlegg- inn til að löðrunga mig. „Tobías,“ heyrðist þá sagt með nístandi hreimi að baki okkar. Nikolja stóð í eldhúsdyrunum og brá kjötsveðjunni á járnhurðina eins og til að skerpa eggina. „Slepptu honum, Tobías, slepptu honum, Tobías.“ sönglaði mat- sveinninn annarlega. „Þú skalt ekki leika sömu kústirnar hér og þeir við mig, djöflarnir á kútter Marie Anne.“ Matsveinninn skrapp í keng, líkastur pardusdýri að búa sig undir stökk. Augun voru aðeins mjóar rifur og það glampaði á augasteininn. Vélstjórinn hikaði, en þá brá matsveinninn hnífnum aftur á hurðina og nú svo leiftursnöggt að ískrið skar gegnum merg og bein. „Þú ætlar að troða illsakir við Nikolja og hans mann,“ hvæsti hann tryllingslega. Matsveinninn stökk fram, eld- snöggt, hljóðlaust, með mýkt kattarins. Vélstjórinn sleppti mér í skyndi og reyndi að forða sér meðfram borðstokknum, en Nikolja króaði hann inni hjá vatnskössunum og fikaði sig nær honum, hægt, álútur, með hnífinn brugðinn í naflahæð. Vélstjórinn bandaði til hans með hendinni og varir hans skulfu ofsalega. „Nikolja minn, Nikolja minn, stilltu þig vinur, ég ég . ..“ „Burt þá,“ hvæsti Nikolja og hopaði á hæl til að hleypa honum fram hjá. Vélstjórinn lét ekki segja sér það tvisvar, og var nærri dott- inn í óðagotinu. „Komdu drengur og þvoðu pönnurnar,“ sagði Nikolja hvat- skeytlega og vatt sér inn í eldhús- ið. Góða stund var þögn. Svo skrimti lágt í matsveininum, hann var að tala við sjálfan sig: „Djöf- ulli var hann hræddur. Það skulfu á honum varirnar. Svona á maður að taka þá, leiftursnöggt; þá eru þeir vamarlausir.“ „Þessir á kútter Marie Anne,“ sagði ég. „Voru það einhverjir fantar?" „Djöfuls fantar.“ Matsveinninn svipti opinni kabyssunni og greip skörunginn. „Djöfuls fantar.“ „Gaztu ekki hefnt þín á þeim?“ Matsveinninn skaraði rösklega í kabyssunni. Rauðum bjarma sló á þrútið andlitið. Svo kvað við hrottaleg rödd hans: „Hvurt ég hafi hefnt mín á þeim. Nikolja hefnir alltaf. Ég meig í súpurnar!“ Nikolja skellti aftur kabyssunni og hló draugslegum hlátri. Það er bræla og skipin eru á leið til hafnar. Floti síldveiðiskipa brýzt gegnum særokið — og fjarðarkjaftamir gína við einn af öðrum, Axarfjörður og Skjálf- andi, Eyjafjörður og Skagafjörð- ur. Og norðlenzku fjallajöfrarnir gnæfa yfir skipin skrapandi ský og þokur loftsins. Snögglega hættir veltingurinn. Thule brunar á sléttum sjó inn lít- inn fjörð og Hesteyri blasir við. Steingráir verksmiðjuskorstein- amir spúa reyk og ódaun yfir botn fjarðarins. Stöðug umferð mótor- VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.