Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 33
mynd veiðiárangur sumarsins í heild. Og þetta var skemmtilegur dagur. Kona Grímsa stóð á brú- arvængnum með kíki í hendi. Hún þekkir aðeins af spum hvernig síld sé veidd, en hún hefur heyrt að maður sinn sé mikill bassi, og nú er tilhlökkunin slík, að það er eins og hún viti ekki í hvora löppina hún eigi að stíga. Andlit hennar speglar samsuðu monts og for- vitni. Hún er ekki fríð, nokkuð rasssíð, en laglega limuð, fín og smurð. „Þetta er spennandi,“ segi ég þaðan sem ég stend á keisnum. Konan horfir á mig með hroka í auga; hún talar ekki við pikkaló eins og mig. Hún er kona hins mikla bassa. Brosið stirðnaði á andliti mínu. Hvað vildi ég líka vera að ávarpa fólk, ég sem var ekki yfir neitt settur nema skips- rotturnar — og við þær var ég hræddur. En nú eru allir komnir á sinn stað og Grímsi grípur stýrisstöng- ina, kippir í húfuskyggnið, kallar snjallt: „Sleppa!“ „Þóftubandið klárt?“ „Fulla ferð!“ Þá róta skrúfumar upp sjónum og Grímsi leggur hart og knálega á stýrið, stendur gleiður, og löðrið frussast yfir hann og bátana, sem þeysa í samfloti yfir hafflötinn. Stafnbúarnir stíga ölduna takt- bundið hofmannlega, með áram- ar í kross, tilbúnir að ýta sundur þegar bassinn kallar. Og nú sleppir Grímsi annarri hendinni af stýrisstönginni og bregður fyrir auga til að athuga allar aðstæður, stefnu torfunnar og stærð ... En hvað er þetta? Hinn skörulegi maður og mikli bassi verður allt í einu að 99 útlimum, líkist vind- myllu í lausu lofti og fellur aftur yfir sig — í hafið. Ég leit á konuna. Neðri partur- inn á andliti hennar varð slappur. Svo missti hún kíkinn, síðan vitið VÍKINGUR — og byrjaði að æpa. Kíkirinn féll ofan á dekk og glerin úr honum brotnuðu í mél. „Jesús María,“ flissaði Nikolja matsveinn og sló á læri sér. Hann stóð á dekkinu horaður eins og engispretta og skjálfandi eins og störin í landi feðra hans. Konan pataði mállaus í áttina til hans, fékk svo málið og sagði í fáti: „Viljið þér ekki stinga yður? Maðurinn minn er nefnilega að drukkna.“ „Það eru hákarlar,“ hló Nikolja og tók undir sig stökk, ekki fyrir borð, heldur að loftventlunum yfir vélarúminu. Inn í þá tróð hann sér og hrópaði: „Vélalið! Komið upp fljótt, hann Grímsi er að drukkna!“ Vélamennirnir komu, allir komu, og Nikolja út- skýrði fyrir þeim aðdragandann í stuttu máli. Karlarnir göptu og horfðu hugfangnir á það sem fram fór á hafinu. Konan vissi ekki sitt rjúkandi ráð og veifaði manni sínum eins og vitstola manneskja. „Grímsi minn, ég er hér!“ Að svo mæltu renndi hún beittum rauðmál- uðum nöglunum svo harkalega eftir hársverðinum, að augun glenntust upp á gátt — og hvíslaði eitthvað ráðþrota. Síðan ávarpar hún hópinn á dekkinu: „Ég er aumingi. Vill ekki ein- hver bjarga manninum mínum, hann er að drukkna.“ „Hann fær ábyggilega slag,“ hló Nikolja og dúaði í hnjálið- unum. Konan henti þetta á lofti og hrópaði: „Hæ, Grímsi minn! Passaðu að fá ekki slag!“ „Haltu kjafti, kona,“ kveður við frá Grímsa og hann byrjar að gefa fyrirskipanir. Nikolja hló eins og fáviti, og nú fór að færast líf í tuskumar. Grímsi sýpur hveljur og blæs eins og stórhveli, en veiðihugur hans er veiðihugur bassa; torfan á hug hans allan. Hann steytir nú hnef- ann hamslaus af bræði í áttina til bátanna, sem hafa snúið við hon- um til hjálpar. „Kastið á torfuna!“ öskrar hann. „Kastið, fíflin ykkar, kastið, segi ég, kastið segi ég!“ En bátamir nálgast óðfluga og torfan verður allt í kringum bassann og þúsund litlir munnar segja „glukk-glukk.“ Grímsi kjafts- höggvar þá á báða bóga, 50 í höggi, og liggur við köfnun af bræði. „Ætlið ekki að hlýða? Kastið, skipa ég, kastið, skipa ég!“ í sömu svipan renna bátarnir upp að Grímsa og góða stund sést ekkert nema sælöður og voldug hönd bassans sem ber byrðinginn utan. „Ég bít ykkur á barkann, ég geri meira, mikið meira. Ég læt draga ykkur fyrir sjórétt, ég læt hengja ykkur alla með tölu og allt ykkar fólk, mememe ...“ Báts- höfnin innbyrti bassa sinn í einu vetfangi, en síðamefndur var ekki fyrr kominn inn fyrir borðstokk- inn, en hann sópaði björgunar- mönnunum til hliðar, stóð gleiður, hausinn rauðsprengdur, sjóblaut- ur hnefi á lofti og fossaði sjór úr vitum hans. Hann ætlaði að segja eitthvað, en skyndilega hlamm- aðist hann eins og sprungin blaðra niður í skut bátsins og lét ekki á sér kræla meira. „Gaman — gaman,“ skríkti Nikolja og leit flírulega til brúar- vængsins, en konan stóð þar ekki lengur. Það var liðið yfir hana fyrir nokkru, en hún var nú að ranka við sér, og þegar bátamir komu með bassann upp að skip- inu, þá var kona hans að skríða inn um brúardyrnar. Heillandi sjón ber fyrir augað, heil sinfónía í hrynjandi órólegum litum. Svo færast litirnir í fasta mynd og mjúkar línur kyrrláts kvölds blasa við. Litur gullsins glampar lágt á himni. Sólin er að síga í hafið glampandi eins og pússaður túkall og skýjabólstr- amir allt í kring leika í litum pur- framhald á bls. 36 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.