Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 31
skipa síldveiðiflotann. Huld reyk- mekki eins og orrustuskip í stríði plægir þessi volduga flotadeild hafið meðfram strandlengju Norðurlands. Allra þjóða skip og allra þjóða kvikindi heyja hér miskunnarlaust kapphlaup um síldina, hið fljótandi silfur hafsins. Hér eru Rússar, Svíar, Danir, Portúgalar, Spánverjar, Norð- menn, íslendingar. Og hrað- skreiðir leitarbátar rússneskra móðurskipa þjóta hér fram og aftur með 30 mílna hraða og blóðrauðan fána Sovéts blaktandi við hún; tveir menn standa í lyft- ingu, klæddir svörtum einkennis- búningi íshafsflotans, skimandi yfir hafflötinn; glampa slær á sjóngler. Thule er líkast orrustuvelli ofanþilja, kork, garn, spýtur og herpinætur — allt í einni bendu; kaðalspottar dinglandi í rám, loftið þrungið tjörudaun og dekk- ið logandi undir fótum manns. Skipstjórinn Grímsi æðir fram og aftur um bátadekkið, líkastur blótneyti ásýndum, rauðhærður og mikilúðugur, sópandi burt með fótunum spýtnabraki, netanálum og gami, nemur svo öðru hvoru staðar og beinir blóðhlaupnum augum að mótoristanum og Suður-Ameríkufaranum Hlölla, sem situr makindalega uppi í stjómborðsbátnum og kemur ekki vélinni í gang. Skip eru að kasta allt í kring. „Fleiri rafgeyma,“ segir mótor- istinn og lætur ekkert á sig fá. Stöðugur straumur manna, sem klyfjaðir eru rafgeymum, skunda milli stjórnpalls og bátadekks. Og í hundraðasta skipti leggst skip- stjórinn upp á bátinn og fylgist með hverju handtaki mótoristans. „Hvern fjandann ertu að fálma með puttana, maður? Það þýðir ekkert að losa og losa; maður verður líka að geta sett saman aftur. Hvert ætlarðu með þetta skrúfjám? Hvað á þessi apa- og VÍKINGUR slönguleikur kringum vélina eig- inlega að þýða? Ha? Þú ræður þig hér sem mótorista, en hefur álíka vit á vélum og jötunuxi. Hvað segirðu? Svaraðu, maður.“ „Við getum ekki talað báðir í einu,“ segir mótoristinn kaldur og rólegur og losar skrúfu, skoðar hana íbygginn, potar í kveikjuna og veltir vöngum. „Hefurðu heyrt söguna um apann sem átti að skipta ostinum?“ Grímsi horfði stórum augum á mótorista sinn og sagði síðan með sannfæringu: „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla.“ Ljósi hártoppurinn upp úr hnakka Hlölla dillar fjörlega. „Ég? Það er ekkert í veginum með mig; það er vélin, hún vill ekki trítla með.“ „Ha?“ Skipstjórinn opnaði munninn betur, en lokaði honum svo snögglega, snerist á hæli og skundaði upp í brú til konu sinn- ar. Hann var þó ekki hættur við eftirlitið því uppi í brúnni lagðist hann á gægjur, þrýsti andlitinu upp að brúarglugganum, látandi öllum illum látum á meðan, kreppandi hnefa og skælandi sig framan í mótoristann. Þá kvað skyndilega við vélar- gnýr og nef skipstjórans varð flatt á rúðunni. Mótoristinn hneigði sig hirðmannlega í áttina til skip- stjórans og konu hans, fleygði sér síðan með sígarettustubb á herpi- hótina. Ég lagði frá mér skolpföt- una og klifraði upp á bátadekkið til hans, því hann var alltaf fús til að segja sögur, allar af sjálfum sér. Og þvílíkar sögur gat hann ekki sagt manni, þessi þrítugi ævin- týramaður, sögur sem áttu fyrir vettvang næstum öll lönd jarð- kringlunnar. Einu sinni lagði hann upp frá Bombay með ávexti og virðulegt föruneyti á fund yoga nokkurs í þorpi þar hjá og fékk blessun að launum, og þust hafði hann yfir sólbakaða sanda Egyptalands til að heilsa upp á píramída Kúfu. Hann var hrein- asta gullnáma, óþrjótandi náma af skemmtilegri lygi. Sá heims- sögulegi atburður var ekki til þar sem hann hafði ekki komið eitt- hvað við sögu, það afrek ekki ver- ið unnið í friði eða stríði að hann væri þar ekki fremstur í flokki vaskra drengja. Hann var með í pólför Scotts 1912 og viðstaddur krýningu Georgs V. 1911, gott ef hann lét ekki kórónuna á hinn ágæta kóng með eigin hendi. „Hvernig var það á Súrabæja eða Tokkópillu?" spyr ég. Mótoristinn blæs frá sér bláum reykjarstrók og toppurinn dillar, bjartur sem platína í sólskininu. En það er einhvern veginn ekki hægt að endursegja sögurnar hans Hlölla. Þessi stórbeinótti maður með ungbjarnsásjónuna talaði líka með andlitinu, höndunum, öllum fingrunum — jafnvel með toppnum líka. En þegar hann byrjar að segja frá, þá er ég ekki lengur skítugur hjálparkokkur á herpinót. Ég er prúðbúinn kavaler á hvítum stuttbuxum með sól- hjálm á höfði í fylgd með Hlölla um götur Valparæsó á leið til húss nokkurs við ströndina, þar sem eru pálmar, safírblár sjór og fall- egar brúnar stúlkur, klæddar að- eins í þetta eina dásamlega lauf- blað eins og Eva ... „Fíra bátunum!!!“ Það er eins og blásið hafi verið í herlúður. Skipið nemur staðar í freyðandi röst. Skipshöfnin bregður skjótt við og bátamir skella með gusugangi í hafið. Skipsmenn hlaupa fyrir borð, ofan í bátana, hver maður á sinn stað, og niður á dekkið hlúnkaðist nú Grímsi eins og loftsteinn af himnum ofan, gustmikill og kná- legur, klæddur skinnskreyttri úlpu og með kúrekastígvél skrautleg á fótunum, konu sinni til heiðurs. Nú á að gera stóra fígúru, því það er trú sjómanna að fyrsta kastið á veiðunum spegli í smækkaðri 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.