Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 23
Happdrætti DAS 25 ára — vinningum fjölgað Forráðamenn D.A.S. við hlið Mustang-bifreiðarinnar, er dregin verður út i október. Þeir eru, talið frá vinstri: Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs, Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri happdrættisins, Hilmar Jónsson, Garðar Þorsteinsson og Tómas Guðjónsson. Happdrætti DAS er nú að hefja nýtt happdrættisár, hið 25. í röð- inni. Ákveðið hefur verið að hætta um sinn að hafa hús í aðalvinning, eins og verið hefur, en dreifa hæstu vinningunum á fleiri númer. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, er Sjómannadagsráð boð- aði til nýverið í nýjum húsakynn- um ráðsins að Hrafnistu í Hafn- arfirði. Aðalvinningurinn á næsta ári verður húseign að vali vinn- anda fyrir 25 millj. kr. Þá verður í júlí-útdrætti sumarbústaður að Hruanborgum í Grímsnesi, full- frágenginn og með öllum búnaði og húsgögnum, að verðmæti 15 millj. kr. Bústaðurinn verður til sýnis laugardaga og sunnudaga í júní frá kl. 11—19 og hefjast sýn- ingar á hvítasunnunni, þ.e. laugardaginn 2. júní. íbúðarvinningar verða í 1. flokki á 10 millj. og í öðrum flokkum á 7,5 millj. kr. Nú sem áður verða 100 bílavinningar á 2 millj. og 1,5 millj., en einnig verð- ur dregið um valdar bifreiðar, sem verða Simca Matra Ranco í maí, Mazda 929 L Station í ágúst og Ford Mustang í október. Ferða- vinningar verða samtals 300 og húsbúnaðarvinningar samtals 5588. Heildartala vinninga er 6.000, samtals að upphæð 540 millj. kr. Mánaðarverð miða verður 1.000 kr. og verð ársmiða 12.000 kr. 60% af heildartekjum happ- drættisins er varið til vinninga, en 40% renna til Hrafnistubygginga. Það er því full ástæða til að hvetja lesendur blaðsins til að taka þátt í happdrættinu því eins og segir í auglýsingum happdrættisins er VÍKINGUR með því verið að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, og flestir þeirra, sem dvelja nú á Hrafnistu eru gamlir sjómenn og aðstand- endur þeirra. Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs og forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði kynnti síðan byggingaráætlanir í Hafnarfirði, en þar er geysistórt átak framundan. I næsta tölublaði Víkingsins verður starfsemi Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar- firði kynnt ítarlega, og rabbað við nokkra vistmenn, og geta menn þá betur gert sér grein fyrir því, hví- líku Grettistaki Sjómannadagsráð hefur lyft á undanförnum árum til að þeir sem byggðu upp landið á undan núverandi kynslóð fái að lifa síðustu ár sín á sómasamlegan hátt. 23 Vísindin borga sig... Skoska skipið DUNDIN var í reynsluferð vestur af ströndum Skotlands, þar sem verið var að reyna rafeindabúnað frá Grange Marine. Þá skyndilega kom einn af áhöfninni auga á björgunarvesti í fjarska. Þegar þétta var at- hugað nánar kom í ljós að þarna var f jögurra manna f jölskylda á floti í sjónum, eftir að árabáti fjölskyldunnar hafði hvolft. Tvennt var meðvitundarlaust, þegar DUNDIN bar að, en fólkið komst til meðvitundar eftir að Iífgunartilraunir höfðu verið framkvæmdar um borð. DUNDIN hélt þegar til lands með fólkið, sem lagt var inn á sjúkrahús í Arran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.