Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 53
bátunum út, á þeim fáu mínútum,
sem gáfust áður en skipið varð al-
elda.
Jullan var góður siglari, en gat
illa borið alla skipverja auk
tveggja farþega. Trevers lét því
stýrimanninn, ásamt þremur há-
setum fara yfir í skipsbátinn. Bát-
arnir áttu að hafa samflot, að degi
til, en í stærri bátnum var lítið
þversegl, en að nóttu til, átti jullan
að hafa skipsbátinn í drætti. Tre-
vers var gætinn maður og vildi
ekki hætta á að bátarnir yrðu við-
skila. Hann var þó ekki í neinum
vafa um að þeim tækist að komast
til Hawaii. Hann hafði siglinga-
tækin og vatn, en engar matar-
birgðir. Það var ekki ómögulegt,
að þeir gætu aflað sér fiskmetis og
hann reiknaði með að komast til
Hawaii á 10 dögum.
í dimmunni tókst þeim að hæna
að nokkra flugfiska, með því að
nota ljósker og segldúkinn, en
fiskarnir gátu ekki forðað sér
undan hröðum höndum bátsverja.
Átta dögum eftir að skipið sökk,
sáu bátsverjar tind Halejakala og
á níunda degi voru þeir í nám-
unda við Makaspun höfða, án
þess að hafa orðið varir við skipa-
ferðir. Síðla kvölds tíunda dags
fóru hinir litlu bátar framhjá Dia-
monds höfða og næsta morgun
stigu þeir á land í Pearl Harbour.
Adams hafði á undursamlegan
hátt náð fullri heilsu, síðan þeir
yfirgáfu skipið.
Eftir fárra daga hvíld, eftir
volkið, var ferðin til San Francisco
undirbúin. Þar átti Trevers skip-
stjóri að bíða afhendingar hins
nýja skips, sem Adams hafði lofað
honum, en Adam og kona hans
ferðast í áföngum til Port Bragg.
Þegar þangað kom, labbaði Adam
rólegur inná skrifstofu Blakely &
Smythe.
Blakely leit upp við skrifborð
sitt og gapti.
— Sæll George, sagði Adam
hæglátlega. — Hvað er að? Það er
eins og þú sjáir vofu.
VÍKINGUR
— Hva—að, stamaði George.
— Ég átti bara ekki von á þér fyrr
en um jólaleytið.
— Þú hefur þá ekki heyrt um
Theresu gömlu, sagði Adam. —
Ég er þá á undan Frisco með
fréttina. Ég er hræddur um að við
höfum misst hana George. Hún
brann í hafi . . . Og Adam fór að
segja frá hinum hörmulegu at-
burðum, áður en hann spurði um
hvernig fyrirtækið hafi gengið í
fjarveru hans.
í febrúarlok 1888 var hið nýja
barkskip félagsins „Komo“, til-
búið. Adam hafði fengið ábata-
saman flutning, sem átti að fara til
Fiji og George Blakely átti að vera
með í þessari fyrstu ferð skipsins.
Hann var ekki allskostar ánægður
með val Adams á skipstjóranum.
Honum hafði aldrei fallið við
Trevers, en langt frí, á nýju skipi,
vakti tilhlökkun. Hann hafði
aldrei farið í ferðalag á sjó. Nú
myndi hann fá góða hvíld, svo var
það að Adam og hin heimska
kona hans, myndu verða fyrir al-
varlegu slysi. Það var allt undir-
búið. Þá yrði hann einráður um
stjórn fyrirtækisins og það fyrsta,
sem hann hafði hugsað sér að
gera, var að reka Trevers skip-
stjóra.
í köldu slagviðri um eftir-
mmiðdaginn hinn 26. febrúar,
sigldi Komo út San Francisco flóa
og tók stefnuna í suðurátt.
Nokkrum dögum síðar var komið
í norðvestan staövindinn. Blakely,
sem þjáðst hafði af sjóveiki,f rá
því að lagt var af stað, var nú orð-
inn þolanlegur til heilsunnar.
Trevers skipstjóri sagði að þeir
myndu sigla um norðanverðan
Tuamotu eyjaklasann og þá fengi
Blakely að sjá kóralrif í fyrsta
sinn. Hann fullyrti einnig, að eftir
það yrði sléttur sjór og hiti. Þetta
reyndist rétt og Blakely naut nú
sinnar fyrstu sjóferðar. — En það
varð nú reyndar ekki lengi, aðein
til næsta morguns, þegar skipið
var statt 10° fyrir sunnan mið-
jarðarbaug og Trevers gerði boð
fyrir Blakely og bað hann að finna
sig í klefa sinn.
— Hvað er að, spurði Blakely.
— Aðeins það, herra Blakely,
að ég er hræddur um að ferðin til
Fiji taki aðeins lengri tíma, en við
gerðum ráð fyrir. Blakely varð
óttasleginn, þegar hann sá hinn
alvarlega svip á andliti Trevers.
— Ég reyni ætíð að hafa augun
vel opin, þegar ég er nálægt
Tuamotus, hr. Blakely. Þessi
kóralrif liggja stundum djúpt og
erfitt að sjá þau. Þetta er hættuleg
leið og sigla verður með fyllstu
gætni, þegar maður er á þessum
slóðum.
— Komdu þér að efninu mað-
ur, sagði Blakely stuttur í spuna,
og bætti háðslega við. — Mér
skilst að þú hafir komið okkur í
ógöngur, er það rétt?
— Það má kannski orða það svo
hr. Blakely. Krónometerinn virð-
ist vera í ólagi, en án hans get ég
ekki verið viss um lengdargráð-
una, en ég held að við séum miklu
austar en ég áleit þar til í morgun.
Svo er það líka vatnið ...
— Hvað um vatnið? spurði
Blakely, sem fór að gera sér ljóst
að ástandið væri alvarlegt.
— Já, herra minn, ég hafði ný-
lokið athugunum mínum, þegar
bátsmaðurinn hafði mælt vatnið í
þessum nýju geymum skipsins,
kom og sagði mér að stjórnborðs-
geymirinn hefði rifnað. Þar var
ekki dropi af vatni. Bakborðs-
geymirinn var einnig lekur og þar
voru aðeins nokkrir þumlungar
vatns í botninum. Með öðrum
orðum, við erum vatnslausir og
ekki drekkum við það, sem við
siglum á.
— Hvað hefurðu hugsað þér að
gera? spurði Blakely.
— Það hef ég nú þegar gert. Ég
hefi breytt stefnunni og ætla að
sigla fyrir austan Tuamotus. Síðan
ætla ég að sigla rétt suður fyrir 24.
breiddargráðu. Vindurin ætti að
vera sunnanstæðari þar, á þessum
53