Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 54
árstíma og ég held að okkur takist
að sigla beina stefnu meðfram
breiddargráðunni, þar til við
komumst til staðar, þar, sem ég
veit að vatn er að fá. Það er Eliza-
beth eyja.
Komo sigldi hægt meðfram
norðvesturströnd Elizabetheyjar,
með fá segl uppi. Tveir menn voru
uppi í siglum, til þess að reyna að
koma auga á sund milli rifa, sem
bátur gæti farið um og Trevers
skipstjóri fullyrti að þarna væri að
finna. Það reyndist rétt og var
skipinu þá lagt uppí vind. Trevers
skipaði stýrimanninum að missa
ekki sjónar af eyjunni. Bátur var
settur út og í hann látnar tómar
tunnur. Síðan fór hann sjálfur
ásamt tveimur hásetum og Blake-
ly í bátinn og reru til lands.
Þetta var um kl. hálftvö um eft-
irmiðdaginn. Áður en farið var frá
borði, hafði Trevers tekið loftvog-
ina, sem hékk á vegg kortaklefans
og stillt vísinn niður um einn
þumlung. Hann vissi hvað gerast
myndi, þegar stýrimaðurinn at-
hugaði loftvogina kl. 4, eins og
hans var venja.
Lítið brim var við ströndina
þegar bátinn bar þar að og engir
erfiðleikar við lendingu. Trevers
fann brátt vatnsuppsprettu og há-
setarnjr tóku til við að fylla tunn-
umar. Hann stakk uppá því við
Blakely, að þeir færu í gönguferð
uppá hæð, sem gnæfði yfir þeim
og taldi þar gott og fagurt útsýni,
þannig að klifrið myndi borga sig.
Útsýnið var vissulega fagurt, en
Blakely fékk ekki lengi að njóta
þess. Trevers tók stóran stein-
hnullung og keyrði af miklu afli í
hnakkann á Blakely, velti síðan
hinum máttlausa líkama niður í
litla klettasprungu, þar sem hann
vharf undir þéttan hitabeltisgróð-
ur. Gekk síðan í áttina til sjávar.
Tímasetning hans reyndist hár-
rétt, því þegar hann var kominn
54
hálfa leið til strandar, sá hann
fyrstu rakettuna, sem skotið var
upp frá Komo. Hann vissi að
mennirnir við bátinn höfðu einnig
séð raketturnar, og þegar hann
kom þangað voru þeir búnir að
koma öllum fullu tunnunum um
borð í bátinn, að einni undanskil-
inni. Hann sagði þeim, að hann
hefði orðið viðskila við Blakely,
rétt eftir að þeir lögðu af stað og
leitað hans síðustu tvo klukku-
tímana, þegar hann sá raketturn-
ar. Þegar um borð var komið sagði
stýrimaðurinn, Trevers að loft-
vogin hefði fallið um þumlung
síðan um hádegið og að hann væri
ekki viss, en hún gæti enn verið
fallandi. Trevers sagði að hann
hafi gert rétt í að gefa þeim í landi
merki og endurtók sögu sína um
Blakely. Það varð löng þögn og
mennirnir í kortaklefanum horfðu
hver á annan.
Trevers stundi þungt og sann-
færandi og sagði hljóðlátlega við
stýrimanninn:
— Settu segl, góði. Ég get ekki
hætt öryggi skips og áhafnar
vegna eins manns, jafnvel þótt um
sé að ræða eigandann.
Strax og komið var til Suva, gaf
Trevers yfirvöldunum skýrslu.
Hann sagði að þeir Blakely hefðu
verið að klifra uppá barm djúps
gljúfurs, meðfram háum hamra-
vegg. Þeir urðu viðskila, því að
Blakely, sem var yngri maður,
hefði gengið hraðar. Þegar hann,
Trevers, hafði komist uppá
hæðarhrygginn, eins og ákveðið
hafði verið, var Blakely þar ekki.
Þótt hann leitaði og hrópaði í tvo
klukkutíma, hafði það engan ár-
angur borið og Trevers áleit, að
hinn ógæfusami útgerðarmaður
hefði fallið niður af gljúfurbarm-
inum. Hann sá engin ráð til að
leita í gljúfrinu og svo sá hann
raketturnar frá skipinu og neydd-
ist til að hætta leitinni og fara um
borð. Loftvogin hafði hríðfallið og
þótt engin veruleg breyting yrði á
veðurfarinu á leiðinni til Suva,
hefði það verið óráð að taka þá
áhættu að vera með skipið á þess-
um slóðum, nálægt eyju þar sem
mikið var af blindskerjum, sem
ekki voru merkt á sjókortinu og
mega búast við stórviðri þá og
þegar. Trevers skipstjóri endaði
skýrslu sína með því að fullyrða,
að enginn maður gæti hafa komist
lífs af í slíku falli, sem Blakely
hafði orðið fyrir. Yfirvöldin höfðu
aldrei heyrt um Elizabetheyju,
hvað þá heldur komið þangað.
Skýrsla Trevers var því tekin gild
og — málinu þar með lokið.
Trevers skipstjóri losaði farm
sinn, hlóð skipið harðviði og sigldi
norður á 40. brgr. Þar komst hann
í norðvestan staðvindinn og fékk
gott leiði til San Francisco. Hann
brosti með sjálfum sér, þegar
hann sigldi innum Gullnahliðið,
því að þetta hafði orðið ábatasöm
ferð og nú fékk hann sjálfur hluta
af þeim gróða. Skipið var gott og
svo var það hin unga, geðslega
kona Adams. Adam var gamall
maður og átti varla langt eftir
ólifað og svo var alltaf möguleiki á
að hjálpa uppá sakirnar, ef með
þyrfti. Ádam myndi skilja eftir sig
ekkju, sem eignaðist þrjáfjórðu
hluta fyrirtækisins og þegar svo
var komið, var það eiginlega
skylda hans að giftast ekkjunni,
henni til stuðnings og verndar.
Sennilega myndi hann þá hætta
allri sjómennsku og hann bjóst við
að Patricia myndi kunna vel við
sig í stóru, glæsilegu húsi í San
Francisco.
Sögulok
Hið sterkbyggða hvalveiðiskip
Orienda, seig hægt í áttina að
norðurenda lágrar, skógivaxinnar
eyju. Hinn gráskeggjaði maður,
sem stóð á skutpalli var Sid Burns
skipstjóri. Hann hafði, á sínum
yngri árum, verið skipverji á
barkskipinu Taiphia, sem hafði
viðkomu á Elizabetheyju, til að
taka vatn og mundi því að á
VÍKINGUR