Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 28
sér hálfum inn í lokrekkjuna og
gnístir tönnum. „Upp þinn djöf-
ull! Þú skalt ekki leika sömu
kúnstirnar hér og sá sem ég hafði á
Belgaum, ælandi og mígandi
undir sig hvern dag og þóttist vera
sjóveikur, en sprækur eins og
graðfoli í höfnum. Upp!“
Ég reyndi að rísa upp, en mat-
sveinninn hélt mér niðri. Hann
greip andann á lofti, spurði áfjáð-
ur: „Þú ert kannske veikur? Það er
viðkvæðið hjá þeim. Segðu það,“
sönglaði hann annarlega, „segðu
það — og ég skal...“ Hann tútn-
28
aði út og grenjaði: „Og ég skal
rota þig!“
„Ég er,“ stundi ég, „ég er ...“
„Já! Já! Ert hvað?“ Það korraði
í honum, og ég hélt að augun ætl-
uðu út úr augnatóftunum.
„Ekki veikur.“ Ég brölti fram úr
rekkjunni, en gætti ekki að velt-
ingnum og féll á gólfið. Mat-
sveinninn spurði þaðan sem hann
stóð uppi á bekknum: „Ætlarðu
að leggjast fyrir þarna?“
Ég gaf honum hornauga meðan
ég skreiddist á fætur. Það var
runnið af honum, og ég sá hann
nú í fyrsta sinn við fulla birtu.
Hann virtist vera um fimmtugt,
magur og beinaber, meðalmaður
á hæð, og eitthvað svo kátlega
fyrirferðarlítill í buxunum. Húðin
var gulleit og augun, svört eins og
kolamolar og lítið eitt skásett,
glóðu djúpt inni í höfðinu. Niður-
andlitið var markað harðneskju-
legum dráttum, en varirnar fag-
urlega lagaðar og rauðar.
„Hefurðu hugsað þér að vinna á
nærbuxunum?“
„Nei.“
„Farðu þá í buxur. Þetta er
ekkert baðhús.“
Meðan ég var að klæða mig í
buxurnar hélt hann yfir mér stutt-
an fyrirlestur um stöðu mína,
réttindi og skyldur á skipinu.
Honum ætti ég að hlýða, honum
einum og engum öðrum; ég væri
hans maður og engra annarra,
ekki einu sinni skipstjórans. „Þú
ert lægst setti maðurinn á skip-
inu,“ lauk hann máli sínu, „og
ekki yfir neitt settur — nema þá
skipsrotturnar. Taktu svo skyr-
dallinn þarna og farðu með hann
upp í borðsalinn handa svín-
unum.“ Að svo mæltu vatt hann
sér inn í búrið og lokaði á eftir sér.
Ég staulaðist valtur á fótunum
upp í borðsalinn með skyrdallinn.
Bekkirnir voru fullsettir mönnum.
Þeir voru greinilega nývaknaðir
og fýldir á svipinn. Þeir horfðu á
mig, litu hver á annan, og einn
sagði: „Hver djöfullinn.“ Ég
roðnaði, lét skyrdallinn á borðið
og sagði „veskú“ að dönskum sið
eins og ég hafði heyrt þá segja á
Hjálpræðishernum. Einn mann-
anna, vélstjóri eftir olíukámugu
andlitinu að dæma, rak putta ofan
í skyrdallinn, bar hann upp að
ljósinu, skáblíndi á hann og þeytti
síðan skyrslettunni í andlit mér og
sagði: „Það er súrt. Hvers konar
morgunmatur er þetta eiginlega?“
Ég skakklappaðist fram að eld-
húshurðinni. Þar stóð Nikolja og
brytjaði kjöt. Ég bankaði í járn-
VÍKINGUR
Landssmiðjan
SÖLVHÓLSGÖTU'101 REYKJAVIK-SÍMI 20680-TEUX 2207
viðgerðaþjónusla
LANDSSMIÐJAN annast viðgerðaþjóustu á öllum teg-
undum loftpressa, loftverkfæra og tækja.
Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald.
JhlasCopco
var stofnað 1873 og framleiðir loftverkfæri, býður einnig fram þjónustu
fyrir verktaka við vinnu tilboða og aðstoðar við val á tækjum og
aðferðum.