Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 42
Denise, litli og lipri kafbáturinn hans Cousteau. og ef kafbáturinn verður raf- magnslaus losna blýkúlurnar og báturinn flýtur upp. Dýpsta köfun sem nokkurntíma verður gerð var þegar Trieste fór á 10.912 metra dýpi 1960, tvö hundruð mílur frá eyjunni Guam í Kyrrahafinu, en þar er dýpsti staður jarðar. Sonur uppfinninga- mannsins, Jacques Piccard og Donald Walsh, lautinantar í ameríska hemum, fóru þá ferð. Eftir fjögurra og hálfs tíma ferð niður snertu þeir botninn. Þar ríkti grá-hvítur litur. Fljótlega gátu þeir svarað aldagamalli spurningu: líf er í djúpinu. Á botninum hringsólaði flatfiskur um þrjátíu sentimetra á lengd og fimmtán sentimetra á þverkant. Flóðljós köfunarkúlunnar komu einnig auga á smærra sjávarlíf; rauða rækju um tveggja til þriggja sentimetra langa. Dvölin stóð að- eins í tuttugu mínútur á botnin- um. Hinn gífurlegi þrýstingur setti bresti í fimmtán sentimetra þykkt glerið í kýrauganu, en mönnunum stafaði þó ekki hætta af því. Þeir höfðu sett heimsmet sem ekki var hægt að hnekkja. Denise Cousteau hannaði tveggja manna kafbát sem kemst niður á þrjú hundruð metra dýpi. Hann er liðugur í snúningum og lipur, og knúinn áfram með þrýstivatni. Kafbátur þessi er að mestu byggður úr nítján millimetra þykkum stálplötum. Hann getur verið fjóra tíma neðansjávar og siglt með eins og hálfs mílu hraða. Hann hefur stálkló til að tína gripi upp af landgrunninu. Alvin Alvin er eitt neðansjávarfarar- tækið til viðbótar. Hann er aðeins sex og hálfur metri að lengd en kemst á allt að tveggja kílómetra dýpi og getur siglt tuttugu mílna vegalengd, á þriggja hnúta há- markshraða. Alvin hefur innbyggt fleytikerfi og þarf því ekki að bera kjölfestu; heildarþyngd hans er ætíð sú sama en rúmtaki hans er breytt og með því kemst hann upp og niður í sjónum. Hann er eins og langdregið egg í laginu, en fyrir innan þunnt ytra byrðið er þykk stálkúla fyrir áhöfnina. Þrýstikúl- an er 208 sentimetrar í þvermáli, gerð úr þriggja sentimetra þykk- um stálplötum. Ysta lag bolsins er aðeins þrír millimetrar að þykkt enda þarf það ekki að þola þrýst- ing en er fyllt með sjó og frauð- plastkúlum. Alvin hefur stálhönd sem stjórnað er innan úr kúlunni til að auðvelda hafrannsóknirnar. Sprengja á miklu dýpi Alvin fékk sína þolraun undan ströndum Spánar við leit og björgun sprengju sem losnaði úr herflugvél í janúar 1966. Alvin ásamt tveimur öðrum djúpköfun- arbátum leituðu sprengjunnar. Fimmtánda mars fann áhöfn Alvins hana þar sem hún sat á átta hundruð metra dýpi í brattri brekku. Þó sprengjan væri óhlað- in varð samt að ná henni upp. Þegar verið var að hífa hana slitnaði vírinn og hún féll hundrað og sextíu metra niður og nam staðar á brún hengiflugs. Ef eitt- hvað færi úrskeiðis í annað sinn yrði ekki hægt að ná henni upp. Alvin fann sprengjuna með því að elta slóðina sem hún hafði skilið eftir sig þegar hún rann niður hlíðina. Þetta átti sér stað í grugg- ugum sjó þar sem skyggni var að- eins tíu metrar. Sprengjan var svo hífð upp og henni komið til skila. Óhapp Dag einn sjötta júlí 1967 sá tveggja manna áhöfn Alvins, svartan stein lifna skyndilega við, á sex hundruð metra dýpi. Þetta var tveggja metra langur sverð- fiskur sem Alvin hafði truflað með nærveru sinni. Fiskurinn synti á kafbátinn og metralangt sverðið stakkst á kaf í ytra byrðið. Öll tækin virkuðu eðlilega svo menn- imir komust upp á yfirborðið. Þegar báturinn kom upp var fisk- urinn enn fastur í ytra byrðinu en sverðið var hálf rifið af fiskinum. Þó fiskurinn hafi verið öskuillur þá var áhöfnin kát í kvöldmatn- um. 42 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.